Enski boltinn

Bilic ósáttur með dómarann eftir tapið á Old Trafford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bilic vel pirraður á hliðarlínunni í gær.
Bilic vel pirraður á hliðarlínunni í gær. Catherine Ivill/Getty Images

Slaven Bilic, stjóri WBA, var allt annað en sáttur með dómgæsluna er WBA tapaði 1-0 fyrir Manchester United á Old Trafford í gær.

Eina mark leiksins skoraði Bruno Fernandes úr vítaspyrnu en Bilic segir að gestirnir frá WBA hafi einnig átt að fá vítaspyrnu.

„Ég hef séð þetta nokkrum sinnum og fyrir mér er þetta klár vítaspyrna. Það er enginn ástæða fyrir Conor Gallagher að láta sig detta ef það er ekki komið við hann,“ sagði Bilic.

„Hann sparkar í legghlífina á honum og svo fékk Manchester United vítaspyrnu skömmu síðar þegar við hefðum átt að fá vítaspyrnu fyrir brotið á Gallagher.“

„Þeir voru orðnir stressaðir því þeir vildu skora en voru næstum því lentir undir. Við lentum svo undir og það er erfitt að koma til baka en við hættum ekki að spila.“

„Ég er mjög svekktur með úrslitin og ákvörðun dómarans,“ sagði Bilic við BBC.


Tengdar fréttir

Solskjær: Þurftum á þessum sigri að halda

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, var ánægður með 1-0 sigur á WBA og um leið fyrsta heimasigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.

VAR áberandi þegar Man Utd marði sigur á WBA

Manchester United hefur ekki enn unnið heimaleik í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og West Bromwich Albion er án sigurs eftir fyrstu átta umferðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×