„Erum við að slaufa tímabilinu ef það verða þrjú eða fjögur smit 2. desember?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. nóvember 2020 15:17 Teitur Örlygsson var ómyrkur í máli á föstudagskvöldið. SKJÁSKOT STÖÐ 2 SPORT Í Domino's Körfuboltakvöldi sem fór fram á föstudagskvöldið var meðal annars rætt um æfingabannið sem ríkir hér á landi en allur körfubolti hefur verið á ís síðan í byrjun október. Engir leikir og engar æfingar verða að minnsta kosti þangað til 2. desember er núverandi reglugerð rennur út. Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans á föstudaginn, þeir Teitur Örlygsson og Hermann Hauksson, fóru yfir stöðuna og hvað sé hægt að gera. Einnig fengu sérfræðingarnir að viðra sínar hugmyndir. „Við erum með þessa mælikvarða allt í kringum okkur hvað aðrir eru að gera. Þetta er orðið hundleiðinlegt og mér finnst einhver þurfa að svara spurningunni um hvort að smitin þurfi að fara niður í núll eða hvað, til þess að við fáum æfingaleyfið,“ sagði Teitur og hélt áfram: „Ef að það verða þrjú eða fjögur smit 2. desember erum við þá að slaufa tímabilinu? Mér finnst einhver þurfa að segja okkur á hvaða vegferð við erum af því að ef þetta á að vera svona þá er hægt að slaufa þessu bara og segja að það verði ekkert íþróttir á Íslandi í vetur sem mér finnst ömurlegt.“ Teitur segir að þetta virki eins og geðþóttarákvarðanir stjórnvalda. „Það veit enginn neitt og það er eins og þetta séu einhverjar geðþóttarákvarðanir í hvert skipti. Það er ekkert fast í hendi og ég skil svo vel kergjuna í þjálfurunum. Þetta er orðið dálítið óþolandi ástand. Þjóðin er búin að standa sig rosalega vel í að koma smitunum niður. Við erum lítil þjóð og náum fljótt tökum á hlutunum.“ „Ef að þetta slys eða óhapp sem gerðist á Landakoti hefði ekki orðið, er mín tilfinning að það væri löngu búið að leyfa okkur að byrja að æfa.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Æfingabann Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. 17. nóvember 2020 19:00 Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25 Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Í Domino's Körfuboltakvöldi sem fór fram á föstudagskvöldið var meðal annars rætt um æfingabannið sem ríkir hér á landi en allur körfubolti hefur verið á ís síðan í byrjun október. Engir leikir og engar æfingar verða að minnsta kosti þangað til 2. desember er núverandi reglugerð rennur út. Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans á föstudaginn, þeir Teitur Örlygsson og Hermann Hauksson, fóru yfir stöðuna og hvað sé hægt að gera. Einnig fengu sérfræðingarnir að viðra sínar hugmyndir. „Við erum með þessa mælikvarða allt í kringum okkur hvað aðrir eru að gera. Þetta er orðið hundleiðinlegt og mér finnst einhver þurfa að svara spurningunni um hvort að smitin þurfi að fara niður í núll eða hvað, til þess að við fáum æfingaleyfið,“ sagði Teitur og hélt áfram: „Ef að það verða þrjú eða fjögur smit 2. desember erum við þá að slaufa tímabilinu? Mér finnst einhver þurfa að segja okkur á hvaða vegferð við erum af því að ef þetta á að vera svona þá er hægt að slaufa þessu bara og segja að það verði ekkert íþróttir á Íslandi í vetur sem mér finnst ömurlegt.“ Teitur segir að þetta virki eins og geðþóttarákvarðanir stjórnvalda. „Það veit enginn neitt og það er eins og þetta séu einhverjar geðþóttarákvarðanir í hvert skipti. Það er ekkert fast í hendi og ég skil svo vel kergjuna í þjálfurunum. Þetta er orðið dálítið óþolandi ástand. Þjóðin er búin að standa sig rosalega vel í að koma smitunum niður. Við erum lítil þjóð og náum fljótt tökum á hlutunum.“ „Ef að þetta slys eða óhapp sem gerðist á Landakoti hefði ekki orðið, er mín tilfinning að það væri löngu búið að leyfa okkur að byrja að æfa.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Æfingabann
Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. 17. nóvember 2020 19:00 Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25 Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
„Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. 17. nóvember 2020 19:00
Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25
Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31