Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 07:47 Donald Trump og Chris Christie. Getty/Cheriss May Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. Trump og lögfræðingar hans hafa varpað fram ásökunum um kosningasvindl í fjölda ríkja án þess að þeim hafi tekist að sanna eitt eða neitt og segir Christie að lögfræðingar forsetans séu þjóð sinni til skammar. Christie sagði í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í gær að kosningar hafi afleiðingar og að menn verði einfaldlega að horfast í augu við staðreyndir, en Joe Biden frambjóðandi Demókrata hafði betur gegn Trump þegar búið var að telja upp úr kjörkössunum. Trump hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna og hafa margir Repúblikanar stutt við þá vegferð hans að höfða dómsmál til þess að fá úrslitum kosninganna snúið við. Þeim Repúblikönum fer þó fjölgandi sem setja spurningamerki við málsóknir forsetans. Ekki hægt að halda áfram og láta eins og eitthvað hafi gerst sem gerðist ekki Um helgina var dómsmáli Trumps í Pennsylvaníu vísað frá þar sem dómarinn taldi lögmenn forsetans aðeins hafa lagt fram „stirð lagarök án staðreynda og ásakanir sem byggjast á tilgátum.“ Niðurstaðan ætti að gera yfirvöldum í Pennsylvaníu kleift að lýsa Biden formlega sigurvegara í ríkinu síðar í dag þótt teymi Trumps hafi sagt að dóminum verði áfrýjað. Christie sagði í viðtali við ABC að framganga lögfræðiteymis forsetan væri bandarísku þjóðinni til skammar. „Ég hef verið stuðningsmaður forsetans. Ég kaus hann tvisvar. En kosningar hafa afleiðingar og við getum ekki haldið áfram að láta eins og eitthvað hafi gerst hérna sem gerðist ekki,“ sagði Christie. Hann beindi gagnrýni sinni sérstaklega að lögfræðingnum Sidney Powell sem á blaðamannafundi á fimmtudag sagði að rafræn kosningakerfi hefðu fært milljónir atkvæða yfir til Bidens. Þá sagði hún einnig að hann hefði unnið þökk sé peningum frá kommúnistum. Líkt og með aðrar fullyrðingar lögfræðiteymis Trumps færði Powell ekki fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Í gær sendi svo framboðsteymi Trumps frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að Powell væri „lögfræðingur á eigin vegum“ og að hún væri ekki hluti af lögfræðiteymi forsetans. Svo virðist því sem henni hafi verið vikið úr teyminu því Trump sjálfur sagði hana hluta af því fyrr í þessum mánuði. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. Trump og lögfræðingar hans hafa varpað fram ásökunum um kosningasvindl í fjölda ríkja án þess að þeim hafi tekist að sanna eitt eða neitt og segir Christie að lögfræðingar forsetans séu þjóð sinni til skammar. Christie sagði í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í gær að kosningar hafi afleiðingar og að menn verði einfaldlega að horfast í augu við staðreyndir, en Joe Biden frambjóðandi Demókrata hafði betur gegn Trump þegar búið var að telja upp úr kjörkössunum. Trump hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna og hafa margir Repúblikanar stutt við þá vegferð hans að höfða dómsmál til þess að fá úrslitum kosninganna snúið við. Þeim Repúblikönum fer þó fjölgandi sem setja spurningamerki við málsóknir forsetans. Ekki hægt að halda áfram og láta eins og eitthvað hafi gerst sem gerðist ekki Um helgina var dómsmáli Trumps í Pennsylvaníu vísað frá þar sem dómarinn taldi lögmenn forsetans aðeins hafa lagt fram „stirð lagarök án staðreynda og ásakanir sem byggjast á tilgátum.“ Niðurstaðan ætti að gera yfirvöldum í Pennsylvaníu kleift að lýsa Biden formlega sigurvegara í ríkinu síðar í dag þótt teymi Trumps hafi sagt að dóminum verði áfrýjað. Christie sagði í viðtali við ABC að framganga lögfræðiteymis forsetan væri bandarísku þjóðinni til skammar. „Ég hef verið stuðningsmaður forsetans. Ég kaus hann tvisvar. En kosningar hafa afleiðingar og við getum ekki haldið áfram að láta eins og eitthvað hafi gerst hérna sem gerðist ekki,“ sagði Christie. Hann beindi gagnrýni sinni sérstaklega að lögfræðingnum Sidney Powell sem á blaðamannafundi á fimmtudag sagði að rafræn kosningakerfi hefðu fært milljónir atkvæða yfir til Bidens. Þá sagði hún einnig að hann hefði unnið þökk sé peningum frá kommúnistum. Líkt og með aðrar fullyrðingar lögfræðiteymis Trumps færði Powell ekki fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Í gær sendi svo framboðsteymi Trumps frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að Powell væri „lögfræðingur á eigin vegum“ og að hún væri ekki hluti af lögfræðiteymi forsetans. Svo virðist því sem henni hafi verið vikið úr teyminu því Trump sjálfur sagði hana hluta af því fyrr í þessum mánuði.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira