LeBron James tapar 54 milljónum á hverjum leik sem frestað hjá liðinu út af COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2020 13:00 LeBron James missir af hundruðum milljóna íslenskra króna verði NBA tímabilinu aflýst. Getty/AAron Ontiveroz Leikmannasamtök NBA deildarinnar hafa sent leikmönnum sínum bréf þar sem útskýrt er hversu miklum hluta launa sinna þeir tapa vegna þess að NBA deildinni var frestað. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, talaði fyrst um 30 daga hlé á NBA deildinni en það lítur út fyrir að það verði að minnsta kosti tveir mánuðir. Ástandið er ekki gott í Bandaríkjunum og er eflaust ekki að fara að batna í bráð. Það tapa allir miklum peningum á frestun NBA leikjanna, félögin sjálf missa af miklum tekjum og hvað þá fólkið sem vinnur í íþróttahúsunum og í kringum leikina. NBA leikmennirnir sjálfir eru flestir að rosalegum launum en þau eru ekki alveg gulltryggð. Það er nefnilega hamfara klásúla í samningunum. NBPA sends memo to NBA players explaining 'doomsday provision' that would impact salaries https://t.co/VPjVr9EVUI pic.twitter.com/Wz3D8vbASr— Sporting News NBA (@sn_nba) March 14, 2020 Það er heimsfaraldurs ákvæði í samningi NBA deildarinnar við leikmannasamtökin og hún frýjar eigendur frá því að borga leikmönnum hluta launa þeirra. Það er því öruggt að leikmenn tapa líka miklum peningum á þessari frestun deildarinnar. NBA eigendurnir þurfa reynda að virkja þetta ákvæði og tefla þá á tvær hættur með að reita leikmenn sína til reiði sem gæti síðan haft áhrif á næstu samninga. En hversu miklum peningi gætu leikmenn verið að missa af. Ric Bucher hjá Bleacher Report hefur aflað sér upplýsinga um þetta mál. Samkvæmt heimildum hans þá missa leikmenn 1,08 prósent af launum sínum við hvern leik sem fellur niður vegna svona hamfara. Ef við uppfærum þetta á launin hjá LeBron James þá myndi hann missa 404 þúsund Bandaríkjadala í hverjum leik en það gera 54 milljónir íslenskra króna. LeBron James er með 37,4 milljónir Bandaríkjadala í laun á þessu tímabili eða fimm milljarða íslenskra króna. LeBron James hefur verið lengi á ofurlaunum og þarf ekki að hafa miklar áhyggjur en þetta gæti haft meiri áhrif á aðra leikmenn sem hafa mun lægri laun. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Leikmannasamtök NBA deildarinnar hafa sent leikmönnum sínum bréf þar sem útskýrt er hversu miklum hluta launa sinna þeir tapa vegna þess að NBA deildinni var frestað. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, talaði fyrst um 30 daga hlé á NBA deildinni en það lítur út fyrir að það verði að minnsta kosti tveir mánuðir. Ástandið er ekki gott í Bandaríkjunum og er eflaust ekki að fara að batna í bráð. Það tapa allir miklum peningum á frestun NBA leikjanna, félögin sjálf missa af miklum tekjum og hvað þá fólkið sem vinnur í íþróttahúsunum og í kringum leikina. NBA leikmennirnir sjálfir eru flestir að rosalegum launum en þau eru ekki alveg gulltryggð. Það er nefnilega hamfara klásúla í samningunum. NBPA sends memo to NBA players explaining 'doomsday provision' that would impact salaries https://t.co/VPjVr9EVUI pic.twitter.com/Wz3D8vbASr— Sporting News NBA (@sn_nba) March 14, 2020 Það er heimsfaraldurs ákvæði í samningi NBA deildarinnar við leikmannasamtökin og hún frýjar eigendur frá því að borga leikmönnum hluta launa þeirra. Það er því öruggt að leikmenn tapa líka miklum peningum á þessari frestun deildarinnar. NBA eigendurnir þurfa reynda að virkja þetta ákvæði og tefla þá á tvær hættur með að reita leikmenn sína til reiði sem gæti síðan haft áhrif á næstu samninga. En hversu miklum peningi gætu leikmenn verið að missa af. Ric Bucher hjá Bleacher Report hefur aflað sér upplýsinga um þetta mál. Samkvæmt heimildum hans þá missa leikmenn 1,08 prósent af launum sínum við hvern leik sem fellur niður vegna svona hamfara. Ef við uppfærum þetta á launin hjá LeBron James þá myndi hann missa 404 þúsund Bandaríkjadala í hverjum leik en það gera 54 milljónir íslenskra króna. LeBron James er með 37,4 milljónir Bandaríkjadala í laun á þessu tímabili eða fimm milljarða íslenskra króna. LeBron James hefur verið lengi á ofurlaunum og þarf ekki að hafa miklar áhyggjur en þetta gæti haft meiri áhrif á aðra leikmenn sem hafa mun lægri laun.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira