Hversdagsleikinn, ömurlega veðrið og þunglyndið Stefán Árni Pálsson skrifar 24. nóvember 2020 15:31 Frá tökum á myndbandinu. Mynd/Þórsteinn Sigurðsson Nú þegar vetur skellur á hér á norðurhveli jarðar gefur Jón Þór Birgisson, betur þekttur sem Jónsi, út nýtt myndband fyrir lagið Sumarið sem aldrei kom af nýju plötu sinni Shiver, sem kom nýlega út á vegum Krunk útgáfunnar. Myndbandinu er leikstýrt af Frosta Jóni Runólfssyni og lýsir Jónsi tilurð þess svona. „Ég bað Frosta vin minn um að gera myndband um Ísland, en ekki með fallegu náttúrunni og umhverfinu. Meira svona svipmyndir af hversdagsleikanum, ömurlega veðrinu og þunglyndinu. Ég man þegar ég hringdi heim einn sumardaginn og talaði við systur mína. Hún var að kvarta yfir veðrinu, að það væri bara stanslaus rigning og kuldi. Það var vor og síðan haust og sumarið kom aldrei. Íslendingar lifa fyrir sólarglætuna og birtuna og þegar það gerist ekki þá er það virkilega erfitt. Þetta er erfiður staður að vera á en líka besti staðurinn,“ segir Jónsi og heldur áfram. Jónsi og félagar í Sigur Rós á tónleikum í Laugardalshöllinni.fréttablaðið/valli „Þessir öfgar á milli ljós og myrkurs og allt þar á milli. Þetta myndband er líka tileinkað minningu Ólafs Kristjánssonar (veðurmannsins) sem kemur fyrir í því en hann lést stuttu síðar. Hvíl í friði.“ Shiver inniheldur 11 ný lög, þar á meðal Salt Licorice þar sem poppstjarnan Robyn syngur með honum, Exhale og Cannibal, sem hann gerði í samstarfi við Liz Fraser úr hljómsveitinni Cocteau Twins. Jónsi hefur frá upphafi ferils síns skapað sér nafn með mikilfenglegum tónsmíðum sem kafa djúpt ofan í mannlega vitund og kanna samband okkar við náttúruna. Með Sigur Rós tókst honum að umbreyta harðneskjulegu landslagi Íslands yfir í tónlist sem er bæði tær, lífræn og ósnortin af nútímanum, þó svo að hún lifi þar góðu lífi. Upptökustjórn Cook er á hinum enda litrófsins, hljóðheimur hans getur verið vélrænn, stundum harkalegur og afar tilraunakenndur. Samstarf þeirra gæti því komið einhverjum á óvart, en afraksturinn er fallegur og dáleiðandi rödd Jónsa ferðast á nýjar og ókunnugar slóðir í Shiver. Hér að neðan má sjá myndbandið. Tónlist Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Nú þegar vetur skellur á hér á norðurhveli jarðar gefur Jón Þór Birgisson, betur þekttur sem Jónsi, út nýtt myndband fyrir lagið Sumarið sem aldrei kom af nýju plötu sinni Shiver, sem kom nýlega út á vegum Krunk útgáfunnar. Myndbandinu er leikstýrt af Frosta Jóni Runólfssyni og lýsir Jónsi tilurð þess svona. „Ég bað Frosta vin minn um að gera myndband um Ísland, en ekki með fallegu náttúrunni og umhverfinu. Meira svona svipmyndir af hversdagsleikanum, ömurlega veðrinu og þunglyndinu. Ég man þegar ég hringdi heim einn sumardaginn og talaði við systur mína. Hún var að kvarta yfir veðrinu, að það væri bara stanslaus rigning og kuldi. Það var vor og síðan haust og sumarið kom aldrei. Íslendingar lifa fyrir sólarglætuna og birtuna og þegar það gerist ekki þá er það virkilega erfitt. Þetta er erfiður staður að vera á en líka besti staðurinn,“ segir Jónsi og heldur áfram. Jónsi og félagar í Sigur Rós á tónleikum í Laugardalshöllinni.fréttablaðið/valli „Þessir öfgar á milli ljós og myrkurs og allt þar á milli. Þetta myndband er líka tileinkað minningu Ólafs Kristjánssonar (veðurmannsins) sem kemur fyrir í því en hann lést stuttu síðar. Hvíl í friði.“ Shiver inniheldur 11 ný lög, þar á meðal Salt Licorice þar sem poppstjarnan Robyn syngur með honum, Exhale og Cannibal, sem hann gerði í samstarfi við Liz Fraser úr hljómsveitinni Cocteau Twins. Jónsi hefur frá upphafi ferils síns skapað sér nafn með mikilfenglegum tónsmíðum sem kafa djúpt ofan í mannlega vitund og kanna samband okkar við náttúruna. Með Sigur Rós tókst honum að umbreyta harðneskjulegu landslagi Íslands yfir í tónlist sem er bæði tær, lífræn og ósnortin af nútímanum, þó svo að hún lifi þar góðu lífi. Upptökustjórn Cook er á hinum enda litrófsins, hljóðheimur hans getur verið vélrænn, stundum harkalegur og afar tilraunakenndur. Samstarf þeirra gæti því komið einhverjum á óvart, en afraksturinn er fallegur og dáleiðandi rödd Jónsa ferðast á nýjar og ókunnugar slóðir í Shiver. Hér að neðan má sjá myndbandið.
Tónlist Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira