Lög á verkfall flugvirkja ekki til umræðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2020 12:28 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra veltir fyrir sér verkfallsrétti flugvirkjanna. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag. Lagasetning á verkfallið kom ekki til tals í morgun að sögn ráðherra. Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í gær. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Flugvirkjar hjá Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðað til nýs fundar en flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni hafa verið í verkfalli frá 5. nóvember. Þetta hefur meðal annars þau áhrif að engin björgunarþyrla verður til taks hjá Landhelgisgæslunni í tvo sólarhringa frá og með miðnætti á miðvikudag. Vinnustöðvun flugvirkja hefur haft þau áhrif að ekki hefur verið hægt að sinna reglubundnu viðhaldi. Aðeins ein þyrla af þremur hefur verið í notkun hjá Landhelgisgæslunni að undanförnu en að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, þarf hún fara í eftirlit í vikunni sem tekur að minnsta kosti tvo sólarhringa, og því verður engin þyrla til taks á meðan. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund að ráðherrar hefðu rætt þá valkosti sem væru uppi í stöðunni og ganginn í viðræðum. „Ég mun eiga fund með Landhelgisgæslunni í dag,“ segir Áslaug. Lög á verkfall flugvirkja hafi ekki verið rætt í dag. Áslaug segir að verkfallsréttur flugvirkjanna sé eitthvða sem hún velti fyrir sér og vísar til þess að aðrir aðilar hafi ekki sama rétt. Þar sé ósamræmi enda eigi ekki að vera hægt að setja björgunar- og löggæsluþjónustu, hið mikilvæga hlutverk Landhelgisgæslunnar, í uppnám. „Það er auðvitað forgangsverkefni hjá okkur að tryggja öryggi almennings og við þurfum að leita allra leiða til þess.“ Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Fundi slitið og engin þyrla til taks næstu tvo daga Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í dag. 23. nóvember 2020 17:37 „Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“ Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni. 23. nóvember 2020 13:35 Fundað í kjaradeilu flugvirkja Gæslunnar við ríkið Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11:30 í dag. 23. nóvember 2020 09:59 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag. Lagasetning á verkfallið kom ekki til tals í morgun að sögn ráðherra. Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í gær. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Flugvirkjar hjá Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðað til nýs fundar en flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni hafa verið í verkfalli frá 5. nóvember. Þetta hefur meðal annars þau áhrif að engin björgunarþyrla verður til taks hjá Landhelgisgæslunni í tvo sólarhringa frá og með miðnætti á miðvikudag. Vinnustöðvun flugvirkja hefur haft þau áhrif að ekki hefur verið hægt að sinna reglubundnu viðhaldi. Aðeins ein þyrla af þremur hefur verið í notkun hjá Landhelgisgæslunni að undanförnu en að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, þarf hún fara í eftirlit í vikunni sem tekur að minnsta kosti tvo sólarhringa, og því verður engin þyrla til taks á meðan. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund að ráðherrar hefðu rætt þá valkosti sem væru uppi í stöðunni og ganginn í viðræðum. „Ég mun eiga fund með Landhelgisgæslunni í dag,“ segir Áslaug. Lög á verkfall flugvirkja hafi ekki verið rætt í dag. Áslaug segir að verkfallsréttur flugvirkjanna sé eitthvða sem hún velti fyrir sér og vísar til þess að aðrir aðilar hafi ekki sama rétt. Þar sé ósamræmi enda eigi ekki að vera hægt að setja björgunar- og löggæsluþjónustu, hið mikilvæga hlutverk Landhelgisgæslunnar, í uppnám. „Það er auðvitað forgangsverkefni hjá okkur að tryggja öryggi almennings og við þurfum að leita allra leiða til þess.“
Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Fundi slitið og engin þyrla til taks næstu tvo daga Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í dag. 23. nóvember 2020 17:37 „Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“ Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni. 23. nóvember 2020 13:35 Fundað í kjaradeilu flugvirkja Gæslunnar við ríkið Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11:30 í dag. 23. nóvember 2020 09:59 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Fundi slitið og engin þyrla til taks næstu tvo daga Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í dag. 23. nóvember 2020 17:37
„Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“ Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni. 23. nóvember 2020 13:35
Fundað í kjaradeilu flugvirkja Gæslunnar við ríkið Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11:30 í dag. 23. nóvember 2020 09:59