Ósætti Brynjars til marks um að þingmenn séu að sinna starfinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 18:40 Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir Brynjar Níelsson uppfullan af gamalli gremju og ekki meðvitaðan um stöðu nefndarinnar vegna fjarveru. Brynjar segir pólitíska sýndarmennsku fara þar fram og óskar eftir að hætta nefndarstörfum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mætt á fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í rúman mánuð. Hann segir fulltrúa Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar nota nefndina til að koma höggi á pólitíska andstæðinga. „Ég er ekki tilbúinn að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ sagði Brynjar í samtali við fréttastofu í dag. Dæmi um þetta sé umfjöllun um meint vanhæfi sjávarútvegsráðherra vegna tengsla við Samherja. „Það að hann sé að tiltaka sérstaklega að það séu fulltrúar minnihlutans og stjórnarandstaðan sem sé að flagga ákveðnum málum er einfaldlega til marks um að þingmenn eru ekki bara mættir í vinnuna. Heldur eru þeir að sinna henni,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi flokksins í nefndinni. Brynjar hefur óskað eftir að fá að hætta en formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki búið að ræða það. Formennsku í nefndum var skipt eftir þingstyrk stjórnar- og stjórnarndstöðuflokka á kjörtímabilinu og Bjarni Benediktsson segir það hafa gengið misjafnlega. „Mér finnst þetta vera í framhaldi af því að það hefur verið ágreiningur um það hvernig einstaka nefndum hefur verið stýrt og hvaða áherslur eru þar ofan á,“ segir Bjarni. Formennska var í höndum Samfylkingar fyrstu tvö árin og síðan Pírata. Jón Þór Ólafsson tók við nefndinni í haust. „Brynjar hefur náttúrulega ekki verið að mæta vel á fundi,“ segir Jón Þór. „Og er ekki meðvitaður um stöðu nefndarinnar. Sem er mjög góð. Þetta virðist vera einhver gömul gremja.“ Umræða valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra vegna faraldursins hefur farið fram á flestum fundum nefndarinnar í haust. Brynjar hefur verið gagnrýninn á sóttvarnaaðgerðir og Jón Þór segist hafa saknað sjónarmiða hans í nefndinni þar sem illa hefur gengið að koma upplýsingabeiðnum til ráðherra um aðgerðirnar í gegnum nefndina. Jón Þór Ólafsson er þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar AlþingisVísir/Vilhelm „Þannig það er betra að fá einhvern annan inn í nefndina til að aðstoða með það. Sér í lagi þegar hann hleypur síðan bara í fjölmiðla óupplýstur með sína gagnrýni.“ Þorbjörg tekur undir þetta. „Undanfarnar vikur hef ég verið að velta fyrir mér hvar Brynjar eiginlega er. Því að í nefndinni hefur verið mikil umræða um sóttvarnaraðgerðir, um valdmörk, um meðalhóf og lagaheimildir stjórnvalda. Mál sem hann hefur sýnt mjög mikinn áhuga í fjölmiðlum og ég sakna þess að sjá hann ekki taka þátt í þeim umræðum og fylgja sínum sjónarmiðum eftir á sínum starfsvettvangi.“ Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir Brynjar Níelsson uppfullan af gamalli gremju og ekki meðvitaðan um stöðu nefndarinnar vegna fjarveru. Brynjar segir pólitíska sýndarmennsku fara þar fram og óskar eftir að hætta nefndarstörfum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mætt á fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í rúman mánuð. Hann segir fulltrúa Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar nota nefndina til að koma höggi á pólitíska andstæðinga. „Ég er ekki tilbúinn að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ sagði Brynjar í samtali við fréttastofu í dag. Dæmi um þetta sé umfjöllun um meint vanhæfi sjávarútvegsráðherra vegna tengsla við Samherja. „Það að hann sé að tiltaka sérstaklega að það séu fulltrúar minnihlutans og stjórnarandstaðan sem sé að flagga ákveðnum málum er einfaldlega til marks um að þingmenn eru ekki bara mættir í vinnuna. Heldur eru þeir að sinna henni,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi flokksins í nefndinni. Brynjar hefur óskað eftir að fá að hætta en formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki búið að ræða það. Formennsku í nefndum var skipt eftir þingstyrk stjórnar- og stjórnarndstöðuflokka á kjörtímabilinu og Bjarni Benediktsson segir það hafa gengið misjafnlega. „Mér finnst þetta vera í framhaldi af því að það hefur verið ágreiningur um það hvernig einstaka nefndum hefur verið stýrt og hvaða áherslur eru þar ofan á,“ segir Bjarni. Formennska var í höndum Samfylkingar fyrstu tvö árin og síðan Pírata. Jón Þór Ólafsson tók við nefndinni í haust. „Brynjar hefur náttúrulega ekki verið að mæta vel á fundi,“ segir Jón Þór. „Og er ekki meðvitaður um stöðu nefndarinnar. Sem er mjög góð. Þetta virðist vera einhver gömul gremja.“ Umræða valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra vegna faraldursins hefur farið fram á flestum fundum nefndarinnar í haust. Brynjar hefur verið gagnrýninn á sóttvarnaaðgerðir og Jón Þór segist hafa saknað sjónarmiða hans í nefndinni þar sem illa hefur gengið að koma upplýsingabeiðnum til ráðherra um aðgerðirnar í gegnum nefndina. Jón Þór Ólafsson er þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar AlþingisVísir/Vilhelm „Þannig það er betra að fá einhvern annan inn í nefndina til að aðstoða með það. Sér í lagi þegar hann hleypur síðan bara í fjölmiðla óupplýstur með sína gagnrýni.“ Þorbjörg tekur undir þetta. „Undanfarnar vikur hef ég verið að velta fyrir mér hvar Brynjar eiginlega er. Því að í nefndinni hefur verið mikil umræða um sóttvarnaraðgerðir, um valdmörk, um meðalhóf og lagaheimildir stjórnvalda. Mál sem hann hefur sýnt mjög mikinn áhuga í fjölmiðlum og ég sakna þess að sjá hann ekki taka þátt í þeim umræðum og fylgja sínum sjónarmiðum eftir á sínum starfsvettvangi.“
Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira