Fjárlaganefnd skoðar hvort falin aðhaldskrafa sé á Landspítalanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 16:02 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. visir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, segir vísbendingar um að fjármálaráðuneytið vanreikni kostnað sem fellur á stofnanir við að uppfylla kjarasamninga. „Það er falin aðhaldskrafa ef svo er satt,“ sagði Björn Leví. „Það verður verkefni fjárlaganefndar á næstunni að skoða það mál mjög vel. Því ef satt reynist er það mjög alvarlegt að verið sé að fela aðhaldskröfu til stofnana með slíkum útreikningum.“ Farið var yfir rekstrarstöðu Landspítalans á fundi fjárlaganefndar í morgun. Líkt og fram hefur komið nam uppsafnaður halli Landspítalans 3,8 milljörðum króna í árslok 2019. Í yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins segir að spítalinn hafi farið fram úr fjárlögum á síðustu árum og gert er ráð fyrir að hann fái svigrúm til að vinna hallann upp á næstu þremur árum. Í umræðum um stöf þingsins á Alþingi í dag sagði Björn Leví að hallarekstur áranna 2018 og 2019 væri óútskýrður samkvæmt ársskýrslu ráðherra. Skýringar Landspítala á stöðunni væru hins vegar skýrar. „Hallinn útskýrist aðallega af mönnunarvanda og skorti á aðstöðu fyrir þau sem eru tilbúin til þess að útskrifast úr meðferð, svokallaður fráflæðisvandi,“ sagði hann. „Annað hins vegar sem útskýrir vandann og er dálítið áhugaverðara, ef hægt er að komast þannig að orði, er halli vegna vanreiknings í kjarasamningum. Það er að segja eftir að kjarasamningar eru gerðir eru vísbendingar um að fjármálaráðuneytið vanreikni kostnaðinn sem fellur á stofnanir við að uppfylla þá kjarasamninga,“ sagði Björn Leví. Alþingi Landspítalinn Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, segir vísbendingar um að fjármálaráðuneytið vanreikni kostnað sem fellur á stofnanir við að uppfylla kjarasamninga. „Það er falin aðhaldskrafa ef svo er satt,“ sagði Björn Leví. „Það verður verkefni fjárlaganefndar á næstunni að skoða það mál mjög vel. Því ef satt reynist er það mjög alvarlegt að verið sé að fela aðhaldskröfu til stofnana með slíkum útreikningum.“ Farið var yfir rekstrarstöðu Landspítalans á fundi fjárlaganefndar í morgun. Líkt og fram hefur komið nam uppsafnaður halli Landspítalans 3,8 milljörðum króna í árslok 2019. Í yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins segir að spítalinn hafi farið fram úr fjárlögum á síðustu árum og gert er ráð fyrir að hann fái svigrúm til að vinna hallann upp á næstu þremur árum. Í umræðum um stöf þingsins á Alþingi í dag sagði Björn Leví að hallarekstur áranna 2018 og 2019 væri óútskýrður samkvæmt ársskýrslu ráðherra. Skýringar Landspítala á stöðunni væru hins vegar skýrar. „Hallinn útskýrist aðallega af mönnunarvanda og skorti á aðstöðu fyrir þau sem eru tilbúin til þess að útskrifast úr meðferð, svokallaður fráflæðisvandi,“ sagði hann. „Annað hins vegar sem útskýrir vandann og er dálítið áhugaverðara, ef hægt er að komast þannig að orði, er halli vegna vanreiknings í kjarasamningum. Það er að segja eftir að kjarasamningar eru gerðir eru vísbendingar um að fjármálaráðuneytið vanreikni kostnaðinn sem fellur á stofnanir við að uppfylla þá kjarasamninga,“ sagði Björn Leví.
Alþingi Landspítalinn Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira