Fjárlaganefnd skoðar hvort falin aðhaldskrafa sé á Landspítalanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 16:02 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. visir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, segir vísbendingar um að fjármálaráðuneytið vanreikni kostnað sem fellur á stofnanir við að uppfylla kjarasamninga. „Það er falin aðhaldskrafa ef svo er satt,“ sagði Björn Leví. „Það verður verkefni fjárlaganefndar á næstunni að skoða það mál mjög vel. Því ef satt reynist er það mjög alvarlegt að verið sé að fela aðhaldskröfu til stofnana með slíkum útreikningum.“ Farið var yfir rekstrarstöðu Landspítalans á fundi fjárlaganefndar í morgun. Líkt og fram hefur komið nam uppsafnaður halli Landspítalans 3,8 milljörðum króna í árslok 2019. Í yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins segir að spítalinn hafi farið fram úr fjárlögum á síðustu árum og gert er ráð fyrir að hann fái svigrúm til að vinna hallann upp á næstu þremur árum. Í umræðum um stöf þingsins á Alþingi í dag sagði Björn Leví að hallarekstur áranna 2018 og 2019 væri óútskýrður samkvæmt ársskýrslu ráðherra. Skýringar Landspítala á stöðunni væru hins vegar skýrar. „Hallinn útskýrist aðallega af mönnunarvanda og skorti á aðstöðu fyrir þau sem eru tilbúin til þess að útskrifast úr meðferð, svokallaður fráflæðisvandi,“ sagði hann. „Annað hins vegar sem útskýrir vandann og er dálítið áhugaverðara, ef hægt er að komast þannig að orði, er halli vegna vanreiknings í kjarasamningum. Það er að segja eftir að kjarasamningar eru gerðir eru vísbendingar um að fjármálaráðuneytið vanreikni kostnaðinn sem fellur á stofnanir við að uppfylla þá kjarasamninga,“ sagði Björn Leví. Alþingi Landspítalinn Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, segir vísbendingar um að fjármálaráðuneytið vanreikni kostnað sem fellur á stofnanir við að uppfylla kjarasamninga. „Það er falin aðhaldskrafa ef svo er satt,“ sagði Björn Leví. „Það verður verkefni fjárlaganefndar á næstunni að skoða það mál mjög vel. Því ef satt reynist er það mjög alvarlegt að verið sé að fela aðhaldskröfu til stofnana með slíkum útreikningum.“ Farið var yfir rekstrarstöðu Landspítalans á fundi fjárlaganefndar í morgun. Líkt og fram hefur komið nam uppsafnaður halli Landspítalans 3,8 milljörðum króna í árslok 2019. Í yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins segir að spítalinn hafi farið fram úr fjárlögum á síðustu árum og gert er ráð fyrir að hann fái svigrúm til að vinna hallann upp á næstu þremur árum. Í umræðum um stöf þingsins á Alþingi í dag sagði Björn Leví að hallarekstur áranna 2018 og 2019 væri óútskýrður samkvæmt ársskýrslu ráðherra. Skýringar Landspítala á stöðunni væru hins vegar skýrar. „Hallinn útskýrist aðallega af mönnunarvanda og skorti á aðstöðu fyrir þau sem eru tilbúin til þess að útskrifast úr meðferð, svokallaður fráflæðisvandi,“ sagði hann. „Annað hins vegar sem útskýrir vandann og er dálítið áhugaverðara, ef hægt er að komast þannig að orði, er halli vegna vanreiknings í kjarasamningum. Það er að segja eftir að kjarasamningar eru gerðir eru vísbendingar um að fjármálaráðuneytið vanreikni kostnaðinn sem fellur á stofnanir við að uppfylla þá kjarasamninga,“ sagði Björn Leví.
Alþingi Landspítalinn Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira