Skotar fyrstir í heimi til að boða gjaldfrjálsa túrtappa og dömubindi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 21:30 Skotar hafa samþykkt lög sem kveða á um að öllum þeim sem á þurfi að halda verði tryggðar gjaldfrjálsar tíðarvörur. Getty Skoska þingið samþykkti samhljóða í gær frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. Það var Monica Lennon, þingkona Verkamannaflokksins, sem lagði fram frumvarpið en hún hefur frá árinu 2016 barist fyrir því að binda endi á svokallaða „blæðinga-fátækt“ (e. period poverty). Hún segir löggjöfina „praktíska og framsækna“ sem ekki sé síður áríðandi nú á tímum heimsfaraldurs. „Blæðingar hætta ekki þrátt fyrir heimsfaraldur og vinnan að því að bæta aðgengi að nauðsynlegum túrtöppum, dömubindum og margnota tíðarvörum hefur aldrei áður verið mikilvægari,“ er haft eftir Lennon í frétt BBC. „Blæðinga-fátækt,“ vísar til þeirra sem ekki hafa efni á að kaupa nauðsynlegar tíðarvörur sökum lágra tekna. Sé miðað við að blæðingar standi að jafnaði yfir í fimm daga má ætla að kostnaður vegna tíðarvara í hverjum tíðarhring nemi allt að átta pundum samkvæmt frétt BBC, eða um 1.450 íslenskum krónum. Samkvæmt rannsókn sem náði til ríflega tvö þúsund þátttakenda sögðust einn af hverjum fjórum þátttakendum sem stunda nám í framhalds- eða háskóla eiga erfitt með að leggja út fyrir tíðarvörum. Samkvæmt sömu rannsókn hafa 10% stúlkna á Bretlandi ekki efni á tíðarvörum, 15% segjast eiga erfitt með að leggja út fyrir slíkum vörum og 19% segjast kaupa óhentugri en ódýrari vöru í ljósi kostnaðar þeirrar vöru sem þær vildu heldur nota. Finna fyrir skömm Auk þess að tryggja gjaldfrjálsar tíðarvörur er frumvarpinu ætlað að taka á fordómum gegn blæðingum. Rannsakendur segja þetta vandamál einkum eiga við um ungar stúlkur en samkvæmt rannsókninni höfðu 71% stúlkna á aldrinum 14-21 árs fundið fyrir skömm við það að kaupa tíðarvörur. Líkt og áður segir leggur frumvarpið þá skyldu á herðar 32 sveitarstjórnum í Skotlandi að tryggja öllum sem á þurfa að halda aðgengi að gjaldfrjálsum tíðarvörum. Það verður síðan undir hverju sveitarfélagi fyrir sig komið að ákveða með hvaða hætti þetta aðgengi verður tryggt. Þessi nýju lög í Skotlandi hafa vakið umræðu víðar um heim, meðal annars í Danmörku en Danska ríkisútvarpið hélt úti umræðuþræði í beinni útsendingu á vef sínum í kvöld um það hvort tíðarvörur ættu að vera gjaldfrjálsar í Danmörku þar sem lesendum gafst tækifæri til að senda inn spurningar og taka þátt í umræðunni. Alþingi samþykkti í fyrra frumvarp um lækkun virðisaukaskatts á tíðavörur og getnaðarvarnir úr efra þrepi niður í það neðra og tóku lögin þegar gildi. Skattar og tollar Heilbrigðismál Jafnréttismál Félagsmál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Skoska þingið samþykkti samhljóða í gær frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. Það var Monica Lennon, þingkona Verkamannaflokksins, sem lagði fram frumvarpið en hún hefur frá árinu 2016 barist fyrir því að binda endi á svokallaða „blæðinga-fátækt“ (e. period poverty). Hún segir löggjöfina „praktíska og framsækna“ sem ekki sé síður áríðandi nú á tímum heimsfaraldurs. „Blæðingar hætta ekki þrátt fyrir heimsfaraldur og vinnan að því að bæta aðgengi að nauðsynlegum túrtöppum, dömubindum og margnota tíðarvörum hefur aldrei áður verið mikilvægari,“ er haft eftir Lennon í frétt BBC. „Blæðinga-fátækt,“ vísar til þeirra sem ekki hafa efni á að kaupa nauðsynlegar tíðarvörur sökum lágra tekna. Sé miðað við að blæðingar standi að jafnaði yfir í fimm daga má ætla að kostnaður vegna tíðarvara í hverjum tíðarhring nemi allt að átta pundum samkvæmt frétt BBC, eða um 1.450 íslenskum krónum. Samkvæmt rannsókn sem náði til ríflega tvö þúsund þátttakenda sögðust einn af hverjum fjórum þátttakendum sem stunda nám í framhalds- eða háskóla eiga erfitt með að leggja út fyrir tíðarvörum. Samkvæmt sömu rannsókn hafa 10% stúlkna á Bretlandi ekki efni á tíðarvörum, 15% segjast eiga erfitt með að leggja út fyrir slíkum vörum og 19% segjast kaupa óhentugri en ódýrari vöru í ljósi kostnaðar þeirrar vöru sem þær vildu heldur nota. Finna fyrir skömm Auk þess að tryggja gjaldfrjálsar tíðarvörur er frumvarpinu ætlað að taka á fordómum gegn blæðingum. Rannsakendur segja þetta vandamál einkum eiga við um ungar stúlkur en samkvæmt rannsókninni höfðu 71% stúlkna á aldrinum 14-21 árs fundið fyrir skömm við það að kaupa tíðarvörur. Líkt og áður segir leggur frumvarpið þá skyldu á herðar 32 sveitarstjórnum í Skotlandi að tryggja öllum sem á þurfa að halda aðgengi að gjaldfrjálsum tíðarvörum. Það verður síðan undir hverju sveitarfélagi fyrir sig komið að ákveða með hvaða hætti þetta aðgengi verður tryggt. Þessi nýju lög í Skotlandi hafa vakið umræðu víðar um heim, meðal annars í Danmörku en Danska ríkisútvarpið hélt úti umræðuþræði í beinni útsendingu á vef sínum í kvöld um það hvort tíðarvörur ættu að vera gjaldfrjálsar í Danmörku þar sem lesendum gafst tækifæri til að senda inn spurningar og taka þátt í umræðunni. Alþingi samþykkti í fyrra frumvarp um lækkun virðisaukaskatts á tíðavörur og getnaðarvarnir úr efra þrepi niður í það neðra og tóku lögin þegar gildi.
Skattar og tollar Heilbrigðismál Jafnréttismál Félagsmál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira