„Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2025 22:12 Ágúst Þór Pétursson, verkefnastjóri mannvirkjasviðs VHE. Vísir/Sigurjón Ágúst Þór Pétursson, verkefnastjóri mannvirkjasviðs VHE, óttast að boðaðar breytingar á byggingareftirliti séu vanhugsaðar og komi til með að auka kostnað við byggingarframkvæmdir. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið fagaðila við mótun tillagna. Hann kallar eftir úrbótum, bættu eftirliti með núverandi kerfi, og hörðum viðurlögum gegn þeim sem svíkjast undan skildum sínum. Stjórnvöld hafa boðað róttækar breytingar á byggingareftirliti, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að núverandi fyrirkomulag byggingarstjórakerfis verði lagt niður og eftirlitshlutverk færist frá byggingarfulltrúa sveitarfélaga til óháðra skoðunarstofa. Ágúst, sem hefur áratuga reynslu í faginu og meðal annars sem byggingarstjóri, hefur talsverðar efasemdir um áformin ólíkt mörgum öðrum sem fagnað hafa áformunum um útvistun eftirlits. Þar á meðal má nefna Viðskiptaráð Íslans og fulltrúa stjórnarandstöðu. Þegar fréttastofa hitti Ágúst á framkvæmdasvæði VHE við Hringhamar í Hafnarfirði á dögunum höfðu þegar verið gerðar 178 áfangaúttektir vegna framkvæmdanna og gögnum skilað samkvæmt öllum kúnstarinnar reglum. „Við erum að tala um einhverja tugi milljóna sem eru að leggjast á svona framkvæmd ef þetta væri aðkeypt vinna,“ áætlar Ágúst. Nefnd ráðherra lögð niður Boðaðar breytingar byggja á tillögum frá Húsnæðis og mannvirkjastofnun, sem stofnunin segir byggðar á samráði við hagaðila. Sjálfur var Ágúst skipaður í nefnd, tilnefndur af Samtökum iðnaðarins, sem ráðherra fól að gera tillögur að breytingum á þætti byggingarstjóra í byggingarreglugerð. Á þær tillögur segir Ágúst að hafi ekki verið hlustað. „Ég veit nú ekki hvaða hagaðilar þetta eiga að vera,“ segir Ágúst. „Í stuttu máli þá fóru okkar hugmyndir ekki mikið saman með nefndarmönnum HMS sem endaði með því að nefndin var hreinlega bara lögð niður og okkar tillögur þóttu greinilega ekki nógu fullnægjandi.“ Hæfnin ekki könnuð og eftirlit lítið sem ekkert Hann hafi viljað leggja til að bæta núverandi kerfi. Kerfi sem komin væri nokkurra ára reynsla á sem hægt sé að byggja ofan á. „Núverandi kerfi sem var sett, ef ég man rétt 2012, með síðari breytingum 2019 þegar allar áfangaúttektir voru settar á hendur byggingarstjóra, en án þess að kunnátta byggingarstjóra væri könnuð. Hvort þeir hafi kunnáttu til að taka út alla þætti mannvirkjagerðar,“ segir Ágúst. Frá framkvæmdasvæði VHE við Hringhamar í Hafnarfirði.Vísir/Sigurjón Það séu iðnmeistarar, tæknimeistarar og fólk með ólíka sérþekkingu sem hafi réttindi til að gegna störfum byggingarstjóra en Ágúst segir skorta á að fram fari könnun á þekkingu þeirra sem gegni því hlutverki. „Það fer ekki fram nein könnun, ert þú hæfur til að annast þessar úttektir. Svo er þetta bara keyrt í gang og auðvitað er það þannig að það hefði átt að vera eitthvað eftirlit með þessum úttektum og hvort menn væru að sinna sínu hlutverki sínu sem byggingarstjórar.“ Hægt sé að læra af reynslunni Samkvæmt byggingarreglugerð ber byggingarfulltrúa að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra en því eftirliti hefur verið verulega ábótavant að sögn Ágústs. HMS hefur sömuleiðis bent á að þessu eftirliti hafi lítið sem ekkert verð sinnt. „Við búum að þessari reynslu, að sinna þessu hlutverki og ég held að allir séu búnir að átta sig á því hver gallinn á þessu byggingarstjórakerfi er. Nú er lag að bæta úr því. Það er að mínu mati langhagkvæmast fyrir alla aðila að taka þetta kerfi sem við erum búin að þróa, vegna þess að menn hafa þróað gríðarlega öflugt eftirlitskerfi, margir hverjir sem eru að sinna sínu starfi sem byggingarstjórar af fagmennsku, hafa þróað gríðarlega öflugt kerfi. Við getum byggt á þessu frekar en að kollvarpa þessu og setja nýtt kerfi sem kannski þarf að endurskoða eftir tíu ár og fara að laga galla sem við gætum kannski lagað núna,“ segir Ágúst. Hvað er óháð skoðunarstofa? Þá kveðst hann óttast að boðaðar breytingar muni auka kostnað sem leiði til hækkunar íbúðaverðs. Honum hugnist betur að gera úrbætur og auka eftirlit með núverandi kerfi. „Nú ætla menn að taka þetta kerfi og kollvarpa þessu, fyrir hvað? Eitthvað sem heita óháðar skoðunarstofur. Hvað er óháð skoðunarstofa, er það skoðunarstofa sem er innan verkfræðistofu sem er kannski að hafa eftirlit með sinni eigin hönnun?“ spyr Ágúst. Í vegvísi HMS sem kom út í vor er meðal annars bent á að „núverandi fyrirkomulag byggingaeftirlits tryggir hvorki skilvirkni né gæði í mannvirkjagerð auk þess sem neytendavernd er ekki nægjanleg,” eins og það er orðað í vegvísinum. Það að leggja niður byggingarstjórakerfið leysir ekki þann vanda að mati Ágústs. „Það breytir því ekki að við erum búin að þróa með okkur gríðarlega öflugt gæðakerfi og við erum að fylgja því í hvívetna. Við erum að sinna þessu hlutverki okkar eins og lagt er upp með í byggingarreglugerð. Ég veit það alveg að því miður eru ekki allri að því, því miður, en þá þurfum við bara að hreinsa til, laga kerfið og auka eftirlitið með því að byggingarstjórinn sé að sinna nákvæmlega því sem var stofnað til.“ Kallar eftir hertum viðurlögum Þá skorti sárlega raunhæfa úttekt á því hversu víðtækt vandamál byggingagallar í nýbyggingum séu, en hann telur umræðuna gefa af því skakka mynd. „Þetta er meira í getgátum og gripið í lausu lofti,“ segir Ágúst. Þá megi galla í einhverjum tilfellum frekar rekja til hönnunar eða lélegs efniviðs, það sé hans reynsla úr fyrra starfi að það hafi oftar en ekki verið raunin, fremur en vegna skorts á eftirliti þótt það þekkist einnig. „Það er talað eins og öll mannvirki séu eitthvað gölluð. Það er bara alrangt, það er alröng staðhæfing.“ Ágúst Þór er ófeiminn við að viðra skoðanir sínar á áformum stjórnvalda.Vísir/Sigurjón Hann tekur þó undir að gera þurfi úrbætur, núverandi kerfi sé ekki viðunandi. Auka þurfi eftirlit og herða viðurlög. „Þú átt hreinlega bara að missa þín réttindi. Ef þú verður uppvís að alvarlegum eða ítrekuðum athugasemdum við þín störf þá á það heima hér eins og annars staðar. Styður aukna neytendavernd en hugnast ekki útfærslan Auk þess að leggja niður byggingarstjórakerfið og fela eftirlit óháðum skoðunarstofum hefur HMS lagt til að neytendavernd verði stóraukin með því að innleiða lögbundna byggingargallatryggingu verkeiganda. Ágúst kveðst sammála HMS um að auka þurfi trygginga- og neytendavernd í mannvirkjagerð. Hins vegar sé hann ósammála því að byggingagallatryggingin verði bundinn við íbúðarhúsnæði og gildi í tíu ár frá því að íbúð er tekin í notkun, líkt og lagt hafi verið til. „Slík trygging á að vera til staðar um allt byggt mannvirki, þar með talið opinberar byggingar svo sem leik- og skólahúsnæði. Það fellst ákveðin neytendavernd í því að byggingagallar sem upp kunna að koma í opinberu húsnæði sé ekki greiddir úr sjóðum sem byggja á almannafé.“ Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Stjórnvöld hafa boðað róttækar breytingar á byggingareftirliti, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að núverandi fyrirkomulag byggingarstjórakerfis verði lagt niður og eftirlitshlutverk færist frá byggingarfulltrúa sveitarfélaga til óháðra skoðunarstofa. Ágúst, sem hefur áratuga reynslu í faginu og meðal annars sem byggingarstjóri, hefur talsverðar efasemdir um áformin ólíkt mörgum öðrum sem fagnað hafa áformunum um útvistun eftirlits. Þar á meðal má nefna Viðskiptaráð Íslans og fulltrúa stjórnarandstöðu. Þegar fréttastofa hitti Ágúst á framkvæmdasvæði VHE við Hringhamar í Hafnarfirði á dögunum höfðu þegar verið gerðar 178 áfangaúttektir vegna framkvæmdanna og gögnum skilað samkvæmt öllum kúnstarinnar reglum. „Við erum að tala um einhverja tugi milljóna sem eru að leggjast á svona framkvæmd ef þetta væri aðkeypt vinna,“ áætlar Ágúst. Nefnd ráðherra lögð niður Boðaðar breytingar byggja á tillögum frá Húsnæðis og mannvirkjastofnun, sem stofnunin segir byggðar á samráði við hagaðila. Sjálfur var Ágúst skipaður í nefnd, tilnefndur af Samtökum iðnaðarins, sem ráðherra fól að gera tillögur að breytingum á þætti byggingarstjóra í byggingarreglugerð. Á þær tillögur segir Ágúst að hafi ekki verið hlustað. „Ég veit nú ekki hvaða hagaðilar þetta eiga að vera,“ segir Ágúst. „Í stuttu máli þá fóru okkar hugmyndir ekki mikið saman með nefndarmönnum HMS sem endaði með því að nefndin var hreinlega bara lögð niður og okkar tillögur þóttu greinilega ekki nógu fullnægjandi.“ Hæfnin ekki könnuð og eftirlit lítið sem ekkert Hann hafi viljað leggja til að bæta núverandi kerfi. Kerfi sem komin væri nokkurra ára reynsla á sem hægt sé að byggja ofan á. „Núverandi kerfi sem var sett, ef ég man rétt 2012, með síðari breytingum 2019 þegar allar áfangaúttektir voru settar á hendur byggingarstjóra, en án þess að kunnátta byggingarstjóra væri könnuð. Hvort þeir hafi kunnáttu til að taka út alla þætti mannvirkjagerðar,“ segir Ágúst. Frá framkvæmdasvæði VHE við Hringhamar í Hafnarfirði.Vísir/Sigurjón Það séu iðnmeistarar, tæknimeistarar og fólk með ólíka sérþekkingu sem hafi réttindi til að gegna störfum byggingarstjóra en Ágúst segir skorta á að fram fari könnun á þekkingu þeirra sem gegni því hlutverki. „Það fer ekki fram nein könnun, ert þú hæfur til að annast þessar úttektir. Svo er þetta bara keyrt í gang og auðvitað er það þannig að það hefði átt að vera eitthvað eftirlit með þessum úttektum og hvort menn væru að sinna sínu hlutverki sínu sem byggingarstjórar.“ Hægt sé að læra af reynslunni Samkvæmt byggingarreglugerð ber byggingarfulltrúa að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra en því eftirliti hefur verið verulega ábótavant að sögn Ágústs. HMS hefur sömuleiðis bent á að þessu eftirliti hafi lítið sem ekkert verð sinnt. „Við búum að þessari reynslu, að sinna þessu hlutverki og ég held að allir séu búnir að átta sig á því hver gallinn á þessu byggingarstjórakerfi er. Nú er lag að bæta úr því. Það er að mínu mati langhagkvæmast fyrir alla aðila að taka þetta kerfi sem við erum búin að þróa, vegna þess að menn hafa þróað gríðarlega öflugt eftirlitskerfi, margir hverjir sem eru að sinna sínu starfi sem byggingarstjórar af fagmennsku, hafa þróað gríðarlega öflugt kerfi. Við getum byggt á þessu frekar en að kollvarpa þessu og setja nýtt kerfi sem kannski þarf að endurskoða eftir tíu ár og fara að laga galla sem við gætum kannski lagað núna,“ segir Ágúst. Hvað er óháð skoðunarstofa? Þá kveðst hann óttast að boðaðar breytingar muni auka kostnað sem leiði til hækkunar íbúðaverðs. Honum hugnist betur að gera úrbætur og auka eftirlit með núverandi kerfi. „Nú ætla menn að taka þetta kerfi og kollvarpa þessu, fyrir hvað? Eitthvað sem heita óháðar skoðunarstofur. Hvað er óháð skoðunarstofa, er það skoðunarstofa sem er innan verkfræðistofu sem er kannski að hafa eftirlit með sinni eigin hönnun?“ spyr Ágúst. Í vegvísi HMS sem kom út í vor er meðal annars bent á að „núverandi fyrirkomulag byggingaeftirlits tryggir hvorki skilvirkni né gæði í mannvirkjagerð auk þess sem neytendavernd er ekki nægjanleg,” eins og það er orðað í vegvísinum. Það að leggja niður byggingarstjórakerfið leysir ekki þann vanda að mati Ágústs. „Það breytir því ekki að við erum búin að þróa með okkur gríðarlega öflugt gæðakerfi og við erum að fylgja því í hvívetna. Við erum að sinna þessu hlutverki okkar eins og lagt er upp með í byggingarreglugerð. Ég veit það alveg að því miður eru ekki allri að því, því miður, en þá þurfum við bara að hreinsa til, laga kerfið og auka eftirlitið með því að byggingarstjórinn sé að sinna nákvæmlega því sem var stofnað til.“ Kallar eftir hertum viðurlögum Þá skorti sárlega raunhæfa úttekt á því hversu víðtækt vandamál byggingagallar í nýbyggingum séu, en hann telur umræðuna gefa af því skakka mynd. „Þetta er meira í getgátum og gripið í lausu lofti,“ segir Ágúst. Þá megi galla í einhverjum tilfellum frekar rekja til hönnunar eða lélegs efniviðs, það sé hans reynsla úr fyrra starfi að það hafi oftar en ekki verið raunin, fremur en vegna skorts á eftirliti þótt það þekkist einnig. „Það er talað eins og öll mannvirki séu eitthvað gölluð. Það er bara alrangt, það er alröng staðhæfing.“ Ágúst Þór er ófeiminn við að viðra skoðanir sínar á áformum stjórnvalda.Vísir/Sigurjón Hann tekur þó undir að gera þurfi úrbætur, núverandi kerfi sé ekki viðunandi. Auka þurfi eftirlit og herða viðurlög. „Þú átt hreinlega bara að missa þín réttindi. Ef þú verður uppvís að alvarlegum eða ítrekuðum athugasemdum við þín störf þá á það heima hér eins og annars staðar. Styður aukna neytendavernd en hugnast ekki útfærslan Auk þess að leggja niður byggingarstjórakerfið og fela eftirlit óháðum skoðunarstofum hefur HMS lagt til að neytendavernd verði stóraukin með því að innleiða lögbundna byggingargallatryggingu verkeiganda. Ágúst kveðst sammála HMS um að auka þurfi trygginga- og neytendavernd í mannvirkjagerð. Hins vegar sé hann ósammála því að byggingagallatryggingin verði bundinn við íbúðarhúsnæði og gildi í tíu ár frá því að íbúð er tekin í notkun, líkt og lagt hafi verið til. „Slík trygging á að vera til staðar um allt byggt mannvirki, þar með talið opinberar byggingar svo sem leik- og skólahúsnæði. Það fellst ákveðin neytendavernd í því að byggingagallar sem upp kunna að koma í opinberu húsnæði sé ekki greiddir úr sjóðum sem byggja á almannafé.“
Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira