Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2020 11:12 Þórólfur Guðnason fór yfir stöðuna á upplýsingafundi almannavarna í morgun. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna sem stendur yfir. Hann segist áhyggjufullur varðandi stöðu mála. Hann hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur að aðgerðum sem taka gildi 2. desember en hann hafði áður boðað vissar afléttingar í þeim tillögum. Hann segir möguleika á því að hann þurfi að endurskoða tillögur sínar fyrir þann tíma í ljósi fleiri samfélagslegra smita undanfarið. Smitstuðull gæti verið á uppleið Ellefu greindust með Covid-19 smit innanlands í gær og voru allir á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins þrír voru í sóttkví við greiningu. Smitum hefur farið fækkandi undanfarnar vikur en svo staðið í stað undanfarna daga. Þórólfur segir vísbendingu um að faraldurinn sé að fara aftur af stað í ljósi fjölgunar í smitum í samfélaginu sem erfitt er að reka. Þá séu vísbendingar í gögnum Háskóla Íslands þess efnis að smitstuðullinn sé að fara aftur upp á við. Nefndi Þórólfur að sum smitanna sem komið hafi upp undanfarið megi rekja til stórra verslunarmiðstöðva. Sömuleiðis til þess að fólk hafi farið óvarlega í veisluhöldum, sérstaklega síðustu helgi. Þá séu dæmi um að fólk fari óvarlega í sóttkví. Hann biðlaði til fólks að fara varlega í allri hópamyndun og huga að smitvörnum. Gæti þurft að enduskoða tillögurnar Nýjar tillögur Þórólfs um aðgerðir sem taka eiga gildi 2. desember hafa verið sendar heilbrigðisráðherra. Hann sagði ekki tímabært að ræða tillögur sínar en bæði Þórólfur og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, höfðu nefnt í viðtölum nýlega að reikna mætti einhverjum tilslökunum 2. desember. Þórólfur sagðist á fundinum í morgun mögulega þurfa að endurskoða tillögur sínar í ljósi nýrra aðstæðna. Töluvert væri um að fólk væri líka að greinast á landamærum. Hann nefndi aðgerðir til skoðunar varðandi sóttkví og einangrun fólks sem komi að utan og þannig lágmarka áhættuna á að fá smit inn í samfélagið. Aðspurður hvort ekki mætti reikna með hörðum aðgerðum fram í janúar sagðist Þórólfur ekki sjá fram í tímann. Hann minnti á að góður árangur hefði náðst. Fjögur hundruð stofnar veirunnar hefðu greinst á landamærum og komið í veg fyrir að kæmust inn í landið. Mikið ákall væri um afléttingu á sama tíma og merki eru um að faraldurinn sé að fara aftur af stað. „Við viljum ekki missa stjórn á faraldrinum aftur,“ segir Þórólfur. Einstaklingsbundnar sóttvarnir séu besta vörnin og skorar hann á landsmenn að standa sig næstu vikur og mánuði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna sem stendur yfir. Hann segist áhyggjufullur varðandi stöðu mála. Hann hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur að aðgerðum sem taka gildi 2. desember en hann hafði áður boðað vissar afléttingar í þeim tillögum. Hann segir möguleika á því að hann þurfi að endurskoða tillögur sínar fyrir þann tíma í ljósi fleiri samfélagslegra smita undanfarið. Smitstuðull gæti verið á uppleið Ellefu greindust með Covid-19 smit innanlands í gær og voru allir á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins þrír voru í sóttkví við greiningu. Smitum hefur farið fækkandi undanfarnar vikur en svo staðið í stað undanfarna daga. Þórólfur segir vísbendingu um að faraldurinn sé að fara aftur af stað í ljósi fjölgunar í smitum í samfélaginu sem erfitt er að reka. Þá séu vísbendingar í gögnum Háskóla Íslands þess efnis að smitstuðullinn sé að fara aftur upp á við. Nefndi Þórólfur að sum smitanna sem komið hafi upp undanfarið megi rekja til stórra verslunarmiðstöðva. Sömuleiðis til þess að fólk hafi farið óvarlega í veisluhöldum, sérstaklega síðustu helgi. Þá séu dæmi um að fólk fari óvarlega í sóttkví. Hann biðlaði til fólks að fara varlega í allri hópamyndun og huga að smitvörnum. Gæti þurft að enduskoða tillögurnar Nýjar tillögur Þórólfs um aðgerðir sem taka eiga gildi 2. desember hafa verið sendar heilbrigðisráðherra. Hann sagði ekki tímabært að ræða tillögur sínar en bæði Þórólfur og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, höfðu nefnt í viðtölum nýlega að reikna mætti einhverjum tilslökunum 2. desember. Þórólfur sagðist á fundinum í morgun mögulega þurfa að endurskoða tillögur sínar í ljósi nýrra aðstæðna. Töluvert væri um að fólk væri líka að greinast á landamærum. Hann nefndi aðgerðir til skoðunar varðandi sóttkví og einangrun fólks sem komi að utan og þannig lágmarka áhættuna á að fá smit inn í samfélagið. Aðspurður hvort ekki mætti reikna með hörðum aðgerðum fram í janúar sagðist Þórólfur ekki sjá fram í tímann. Hann minnti á að góður árangur hefði náðst. Fjögur hundruð stofnar veirunnar hefðu greinst á landamærum og komið í veg fyrir að kæmust inn í landið. Mikið ákall væri um afléttingu á sama tíma og merki eru um að faraldurinn sé að fara aftur af stað. „Við viljum ekki missa stjórn á faraldrinum aftur,“ segir Þórólfur. Einstaklingsbundnar sóttvarnir séu besta vörnin og skorar hann á landsmenn að standa sig næstu vikur og mánuði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira