Röð tilviljana leiddi Þröst óvart inn á heimabanka ókunnugrar konu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 15:24 Þröstur lenti inn á heimabanka Ingu Steinu Sædísardóttur, ungrar konu frá Akureyri. Aðsend/Vilhelm Þröstur Þorsteinsson rak upp stór augu í sumar þegar hann hugðist skrá sig inn á heimabanka sinn en lenti, að því er virðist án vandkvæða, inn á heimabanka ókunnugrar konu. Röð tilviljana virðist hafa leitt Þröst inn á reikninginn; þar á meðal símanúmer sem var vitlaust slegið inn og móðir sem umhugað er um fjármál dóttur sinnar. „Ég taldi mig hafa sett símanúmerið mitt og fékk beiðni um rafrænu skilríkin í símann hjá mér. Ég svara því og set tölurnar mínar þar. Svo biður appið mig um fjórar öryggistölur sem ég er með og ég slæ þær inn og þá kemur þessi stelpa upp,“ segir Þröstur í samtali við Vísi. Hann minnist þess ekki að innskráningin hafi verið óvenjuleg á neinn hátt, allt hafi komið upp eins og venjulega. Hann kveðst hafa sett sig í samband við bankann, sem hafi gefið þau svör að konan sjálf virtist hafa samþykkt innskráninguna. Símanúmerin lík og samþykki á hinni línunni Þá gagnrýnir Þröstur að ekki sé hægt að loka alveg á aðgang að reikningum í gegnum smáforrit bankans. „Ég eyddi appinu úr símanum og fór svo í gegnum tölvuna inn á heimabankann en þurfti að setja appið aftur inn. Þetta hefur ekki gerst aftur en ef ég vil loka fyrir aðgang gegnum app þá finnst mér að ég eigi að geta það,“ segir Þröstur. Fram kemur í skriflegu svari Íslandsbanka við fyrirspurn Vísis að málið hafi verið sett í hæsta forgang þegar það kom upp. Í ljós hafi komið að viðkomandi viðskiptavinur, þ.e. Þröstur, hafi slegið inn rangt símanúmer, en þó afar líkt sínu eigin, í rafrænni auðkenningu. Eigandi þess númers hafi svo staðfest innskráninguna. „Þannig komst viðskiptavinur inn í upplýsingar hjá öðrum viðskiptavin,“ segir í svari Íslandsbanka. Mæðgurnar bættu við símtali Inga Steina Sædísardóttir, unga konan sem á reikninginn sem um ræðir, hafði ekki heyrt af málinu þegar Vísir náði tali af henni í dag. Þegar bornar voru undir hana skýringar bankans taldi hún þær þó sennilegar – hún hefði oft veitt móður sinni aðgang að heimabankanum sínum með þessum hætti þar sem sú síðarnefnda aðstoðaði hana gjarnan með fjármál. Í sumar hafi hún fengið slíka beiðni en síðar komið í ljós að þar var mamma hennar ekki að verki. „En ég spáði svo ekkert meira í því svo sem,“ segir Inga. Þær mæðgur hafi þó gert varúðarráðstafanir í kjölfar málsins. „Í framhaldinu, þar sem móðir mín kannaðist ekki við að hafa verið að fara inn á bankann, ákváðum við að hún léti mig ávallt vita símleiðis ef hún þyrfti að fara inn á reikninginn fyrir mig þar sem við könnuðumst ekki við virknina.“ Neytendur Íslenskir bankar Netöryggi Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Röð tilviljana virðist hafa leitt Þröst inn á reikninginn; þar á meðal símanúmer sem var vitlaust slegið inn og móðir sem umhugað er um fjármál dóttur sinnar. „Ég taldi mig hafa sett símanúmerið mitt og fékk beiðni um rafrænu skilríkin í símann hjá mér. Ég svara því og set tölurnar mínar þar. Svo biður appið mig um fjórar öryggistölur sem ég er með og ég slæ þær inn og þá kemur þessi stelpa upp,“ segir Þröstur í samtali við Vísi. Hann minnist þess ekki að innskráningin hafi verið óvenjuleg á neinn hátt, allt hafi komið upp eins og venjulega. Hann kveðst hafa sett sig í samband við bankann, sem hafi gefið þau svör að konan sjálf virtist hafa samþykkt innskráninguna. Símanúmerin lík og samþykki á hinni línunni Þá gagnrýnir Þröstur að ekki sé hægt að loka alveg á aðgang að reikningum í gegnum smáforrit bankans. „Ég eyddi appinu úr símanum og fór svo í gegnum tölvuna inn á heimabankann en þurfti að setja appið aftur inn. Þetta hefur ekki gerst aftur en ef ég vil loka fyrir aðgang gegnum app þá finnst mér að ég eigi að geta það,“ segir Þröstur. Fram kemur í skriflegu svari Íslandsbanka við fyrirspurn Vísis að málið hafi verið sett í hæsta forgang þegar það kom upp. Í ljós hafi komið að viðkomandi viðskiptavinur, þ.e. Þröstur, hafi slegið inn rangt símanúmer, en þó afar líkt sínu eigin, í rafrænni auðkenningu. Eigandi þess númers hafi svo staðfest innskráninguna. „Þannig komst viðskiptavinur inn í upplýsingar hjá öðrum viðskiptavin,“ segir í svari Íslandsbanka. Mæðgurnar bættu við símtali Inga Steina Sædísardóttir, unga konan sem á reikninginn sem um ræðir, hafði ekki heyrt af málinu þegar Vísir náði tali af henni í dag. Þegar bornar voru undir hana skýringar bankans taldi hún þær þó sennilegar – hún hefði oft veitt móður sinni aðgang að heimabankanum sínum með þessum hætti þar sem sú síðarnefnda aðstoðaði hana gjarnan með fjármál. Í sumar hafi hún fengið slíka beiðni en síðar komið í ljós að þar var mamma hennar ekki að verki. „En ég spáði svo ekkert meira í því svo sem,“ segir Inga. Þær mæðgur hafi þó gert varúðarráðstafanir í kjölfar málsins. „Í framhaldinu, þar sem móðir mín kannaðist ekki við að hafa verið að fara inn á bankann, ákváðum við að hún léti mig ávallt vita símleiðis ef hún þyrfti að fara inn á reikninginn fyrir mig þar sem við könnuðumst ekki við virknina.“
Neytendur Íslenskir bankar Netöryggi Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira