Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 18:31 Forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu bendir á mannsöfnuð fyrir utan verslanir vegna fjöldatakmarkana og telur að endurskoða þurfi reglurnar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. Forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. Samtök atvinnulífsins kölluðu í dag eftir því að stjórnvöld sníði skýran ramma um mögulegar aðgerðir á næstunni. Staðan kalli ekki á viðvarandi krísuástand. Sóttvarnalæknir segir kröfuna skiljanlega en erfiða viðureigar vegna ófyrirsjáanleika veirunnar. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu, óskar eftir samtali yfirvalda við atvinnulífið. Jafnvel þótt hagsmunir þeirra þyki kunna að stangast á við markmið sóttvarnaryfirvalda. Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís, og formaður Samtaka verslunar og þjónustu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég held að það sé nú hygginna manna háttur að hlusta á ráðin. Hvaðan sem þau koma. Það þarf líka að meta það að við höfum þó reynsluna af því að vinna úr þessum aðgerðum. Þetta samtal skiptir svo miklu máli til þess að við getum leyst úr þessu með skilvirkum hætti. Þetta snýst ekki bara um hvernig sóttvarnayfirvöld meta ástandið. Þetta snýst líka um pólitíska forrystu og við getum ekki látið atvinnulífið eða samfélagið stoppa. Við verðum að sjá til þess að hér geti daglegt líf gengið áfram. Við þurfum bara að gera það með öruggum hætti og ég held að það sé allt í lagi að það sé hlustað á það sem við höfum að segja,“ segir Jón. Hann telur að endurskoða þurfi fjöldatakmörk í samræmi við stærð verslana til að koma meðal annars í veg fyrir hópamyndun fyrir utan þær. „Ef við horfum á samræmið í aðgerðum finnst mér það skorta. Til dæmis erum við með risa verslunarhúsnæði; Byko, Húsasmiðjuna, Elko, Bauhaus. Þau búa við sömu takmarkanir og lítil apótek hér í bæ. Þetta gengur ekki upp. Við sjáum mannsöfnuð fyrir framan verslanir og þá myndast hætta á smitum.“ Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir Litakóðakerfið mögulega kynnt á morgun Hann telur einnig varhugavert að draga of miklar ályktanir af einstökum viðburðum og vísar þar í ummæli sóttvarnalæknis um smit í verslunarmiðstöð á upplýsingafundi almannavarna í dag. „Ég held að við ættum að forðast að draga of stórar ályktanir af því sem verður síðan grundvöllur að einhverjum aðgerðum sem ná heilt yfir. Ég treysti rakningateyminu til að finna fljótt og vel út úr þessu,“ segir Jón. Almannavarnir hafa unnið að litakóðakerfi fyrir stöðu faraldursins og stefnt er að því að kynna það á ríkisstjórnarfundi á morgun. Horft hefur verið til þess fyrir atvinnulífið en Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá ríkislögreglustjóra, sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa áhyggjur af því að fólk beri mögulega of miklar væntingar til kerfisins. „Að það muni leysa eitthvað eða breyta einhverju dramatísku. Þetta er bara eins og við þekkjum með veðrið. Bara til að lýsa ástandi,“ sagði Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. Samtök atvinnulífsins kölluðu í dag eftir því að stjórnvöld sníði skýran ramma um mögulegar aðgerðir á næstunni. Staðan kalli ekki á viðvarandi krísuástand. Sóttvarnalæknir segir kröfuna skiljanlega en erfiða viðureigar vegna ófyrirsjáanleika veirunnar. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu, óskar eftir samtali yfirvalda við atvinnulífið. Jafnvel þótt hagsmunir þeirra þyki kunna að stangast á við markmið sóttvarnaryfirvalda. Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís, og formaður Samtaka verslunar og þjónustu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég held að það sé nú hygginna manna háttur að hlusta á ráðin. Hvaðan sem þau koma. Það þarf líka að meta það að við höfum þó reynsluna af því að vinna úr þessum aðgerðum. Þetta samtal skiptir svo miklu máli til þess að við getum leyst úr þessu með skilvirkum hætti. Þetta snýst ekki bara um hvernig sóttvarnayfirvöld meta ástandið. Þetta snýst líka um pólitíska forrystu og við getum ekki látið atvinnulífið eða samfélagið stoppa. Við verðum að sjá til þess að hér geti daglegt líf gengið áfram. Við þurfum bara að gera það með öruggum hætti og ég held að það sé allt í lagi að það sé hlustað á það sem við höfum að segja,“ segir Jón. Hann telur að endurskoða þurfi fjöldatakmörk í samræmi við stærð verslana til að koma meðal annars í veg fyrir hópamyndun fyrir utan þær. „Ef við horfum á samræmið í aðgerðum finnst mér það skorta. Til dæmis erum við með risa verslunarhúsnæði; Byko, Húsasmiðjuna, Elko, Bauhaus. Þau búa við sömu takmarkanir og lítil apótek hér í bæ. Þetta gengur ekki upp. Við sjáum mannsöfnuð fyrir framan verslanir og þá myndast hætta á smitum.“ Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir Litakóðakerfið mögulega kynnt á morgun Hann telur einnig varhugavert að draga of miklar ályktanir af einstökum viðburðum og vísar þar í ummæli sóttvarnalæknis um smit í verslunarmiðstöð á upplýsingafundi almannavarna í dag. „Ég held að við ættum að forðast að draga of stórar ályktanir af því sem verður síðan grundvöllur að einhverjum aðgerðum sem ná heilt yfir. Ég treysti rakningateyminu til að finna fljótt og vel út úr þessu,“ segir Jón. Almannavarnir hafa unnið að litakóðakerfi fyrir stöðu faraldursins og stefnt er að því að kynna það á ríkisstjórnarfundi á morgun. Horft hefur verið til þess fyrir atvinnulífið en Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá ríkislögreglustjóra, sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa áhyggjur af því að fólk beri mögulega of miklar væntingar til kerfisins. „Að það muni leysa eitthvað eða breyta einhverju dramatísku. Þetta er bara eins og við þekkjum með veðrið. Bara til að lýsa ástandi,“ sagði Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira