Sakar starfshóp um samráðsleysi og að notast við gamlar og úreltar tölur Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2020 08:42 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda hefur gert alvarlegar athugasemdir við hugmyndir starfshóps heilbrigðisráðherra sem hefur lagt til að breytingar verði gerðar á skattkerfinu með það að leiðarljósi að sætindi hækki um tuttugu prósent í verði. Starfshópnum var falið að gera aðgerðaáætlun um beitingu efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu. Í skýrslu starfshópsins er lagt til skattahækkun á ýmsa gos- og svaladrykki svo þeir hækki í verði um 20 prósent. Í næsta skrefi yrðu skattar hækkaðir á sælgæti, orku- og próteinstykki, kex, kökur og sætabrauð þannig að þær vörur hækki einnig um 20 prósent. „Gamlar og úreltar tölur“ Félag atvinnurekenda gagnrýnir í erindi sem sent hefur verið til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, notkun embættis landlæknis og starfshópsins á „gömlum og úreltum tölum“ líkt og það er orðað. Fjögur erindi FA til heilbrigðisráðherra, þar sem boðið hafi verið samstarf um að leiða fram réttar tölur um þróun sykurneyslu landsmanna, hafi verið hunsuð. „Þá gagnrýnir FA samráðsleysi við gerð tillagnanna, en starfshópurinn leitaði t.d. aldrei eftir sölutölum gosdrykkja, sem FA bauð fram og sýna að neysla á sykruðu gosi hefur minnkað hratt undanfarinn áratug, án sykurskatts. Þess í stað styðst hópurinn við gömul gögn Landlækniembættisins, auk frumniðurstaðna úr mataræðiskönnun, sem ekki hafa verið birtar opinberlega og engin leið er að sannreyna. Tillögur hópsins eru fullar af innri mótsögnum - engan skatt á til dæmis að leggja á dísætar mjólkurvörur en hins vegar á að skattleggja sykurlausa drykki ef þeir innihalda sítrónusýru. Þá leggur hópurinn til að skattkerfið verði flækt stórlega og virðist ekki hafa hugsað út í hvernig eigi að hrinda tillögunum í framkvæmd,“ segir í tilkynningu frá FA. Fari í 24 prósenta þrepið Í tillögum starfshópsins er meðal annars lagt til að vörugjöld verði lögð gosdrykki og flest sætindi auk þess sem óhollar vörur af flestum toga falli í 24 prósenta þrep virðisaukaskattsins en ekki 11 prósenta eins og nú er. Neytendur Stjórnsýsla Verslun Sælgæti Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Starfshópnum var falið að gera aðgerðaáætlun um beitingu efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu. Í skýrslu starfshópsins er lagt til skattahækkun á ýmsa gos- og svaladrykki svo þeir hækki í verði um 20 prósent. Í næsta skrefi yrðu skattar hækkaðir á sælgæti, orku- og próteinstykki, kex, kökur og sætabrauð þannig að þær vörur hækki einnig um 20 prósent. „Gamlar og úreltar tölur“ Félag atvinnurekenda gagnrýnir í erindi sem sent hefur verið til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, notkun embættis landlæknis og starfshópsins á „gömlum og úreltum tölum“ líkt og það er orðað. Fjögur erindi FA til heilbrigðisráðherra, þar sem boðið hafi verið samstarf um að leiða fram réttar tölur um þróun sykurneyslu landsmanna, hafi verið hunsuð. „Þá gagnrýnir FA samráðsleysi við gerð tillagnanna, en starfshópurinn leitaði t.d. aldrei eftir sölutölum gosdrykkja, sem FA bauð fram og sýna að neysla á sykruðu gosi hefur minnkað hratt undanfarinn áratug, án sykurskatts. Þess í stað styðst hópurinn við gömul gögn Landlækniembættisins, auk frumniðurstaðna úr mataræðiskönnun, sem ekki hafa verið birtar opinberlega og engin leið er að sannreyna. Tillögur hópsins eru fullar af innri mótsögnum - engan skatt á til dæmis að leggja á dísætar mjólkurvörur en hins vegar á að skattleggja sykurlausa drykki ef þeir innihalda sítrónusýru. Þá leggur hópurinn til að skattkerfið verði flækt stórlega og virðist ekki hafa hugsað út í hvernig eigi að hrinda tillögunum í framkvæmd,“ segir í tilkynningu frá FA. Fari í 24 prósenta þrepið Í tillögum starfshópsins er meðal annars lagt til að vörugjöld verði lögð gosdrykki og flest sætindi auk þess sem óhollar vörur af flestum toga falli í 24 prósenta þrep virðisaukaskattsins en ekki 11 prósenta eins og nú er.
Neytendur Stjórnsýsla Verslun Sælgæti Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira