Shilton enn bitur út í Maradona og segir hann aldrei hafa beðist afsökunar á „hönd Guðs“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2020 12:00 Eitt frægasta augnablik fótboltasögunnar, „hönd Guðs“. getty/S&G Þrátt fyrir að rúmlega þrír áratugir séu liðnir frá leik Argentínu og Englands á HM 1986 er Peter Shilton enn sár út í Diego Maradona fyrir að hafa skorað með „hönd Guðs“. Peter Shilton, fyrrverandi markvörður enska landsliðsins, er enn sár út í Diego Maradona. Hann tók af allan vafa með það með pistli sínum í Daily Mail í kjölfar fráfalls þess argentínska. Sem frægt er skoraði Maradona eitt umdeildasta mark fótboltasögunnar þegar hann sló boltann yfir Shilton og í netið í leik Argentínu og Englands í átta liða úrslitum á HM 1986. Shilton sagði að Maradona hefði aldrei beðist afsökunar á „hönd Guðs“ eins og markið er jafnan kallað. „Líf mitt hefur lengi verið tengt Diego Maradona og ekki á þann hátt sem ég hefði viljað. En ég er sorgmæddur að heyra af andláti hans. Hann er án nokkurs vafa besti leikmaður sem ég mætti og ég hugsa til fjölskyldu hans,“ skrifaði Shilton. Þeir Maradona töluðu aldrei saman eftir leikinn í Mexíkó fyrir 34 árum og Shilton segir að Argentínumaðurinn hafi aldrei beðist afsökunar á „hönd Guðs“. „Við stukkum saman upp. Hann vissi að hann myndi ekki ná að skalla boltann svo hann sló hann í netið. Einbeittur brotavilji. Svindl. Þegar hann hljóp í burtu til að fagna leit hann tvisvar til baka eins og til að bíða eftir flauti dómarans. Hann vissi hvað hann hafði gert og það vissu það allir fyrir utan dómaratríóið,“ skrifaði Shilton. Skömmu eftir „hönd Guðs“ skoraði Maradona annað ekki síður frægt mark eftir frábæran einleik. Shilton segir að þá hafi Englendingar enn verið að jafna sig á fyrra markinu sem þeir fengu á sig. „Mér er alveg sama hvað hver segir, þetta vann leikinn fyrir Argentínu. Hann skoraði stórkostlegt mark skömmu síðar þegar við vorum enn ráðvilltir eftir það sem hafði gerst. Í fyrsta sinn í leiknum komst hann á ferðina og hann skoraði. Þetta var frábært mark en við vorum ekki í nokkrum vafa: án fyrra marksins hefði hann ekki skorað það seinna,“ skrifaði Shilton. „Það sem ég er ósáttur með er að hann baðst aldrei afsökunar. Hann sagðist aldrei hafa svindlað og vildi biðjast afsökunar. Í staðinn notaði hann línuna um „hönd Guðs“. Það var ekki rétt. Hann var stórkostlegur en skorti íþróttamennsku.“ Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Sjá meira
Peter Shilton, fyrrverandi markvörður enska landsliðsins, er enn sár út í Diego Maradona. Hann tók af allan vafa með það með pistli sínum í Daily Mail í kjölfar fráfalls þess argentínska. Sem frægt er skoraði Maradona eitt umdeildasta mark fótboltasögunnar þegar hann sló boltann yfir Shilton og í netið í leik Argentínu og Englands í átta liða úrslitum á HM 1986. Shilton sagði að Maradona hefði aldrei beðist afsökunar á „hönd Guðs“ eins og markið er jafnan kallað. „Líf mitt hefur lengi verið tengt Diego Maradona og ekki á þann hátt sem ég hefði viljað. En ég er sorgmæddur að heyra af andláti hans. Hann er án nokkurs vafa besti leikmaður sem ég mætti og ég hugsa til fjölskyldu hans,“ skrifaði Shilton. Þeir Maradona töluðu aldrei saman eftir leikinn í Mexíkó fyrir 34 árum og Shilton segir að Argentínumaðurinn hafi aldrei beðist afsökunar á „hönd Guðs“. „Við stukkum saman upp. Hann vissi að hann myndi ekki ná að skalla boltann svo hann sló hann í netið. Einbeittur brotavilji. Svindl. Þegar hann hljóp í burtu til að fagna leit hann tvisvar til baka eins og til að bíða eftir flauti dómarans. Hann vissi hvað hann hafði gert og það vissu það allir fyrir utan dómaratríóið,“ skrifaði Shilton. Skömmu eftir „hönd Guðs“ skoraði Maradona annað ekki síður frægt mark eftir frábæran einleik. Shilton segir að þá hafi Englendingar enn verið að jafna sig á fyrra markinu sem þeir fengu á sig. „Mér er alveg sama hvað hver segir, þetta vann leikinn fyrir Argentínu. Hann skoraði stórkostlegt mark skömmu síðar þegar við vorum enn ráðvilltir eftir það sem hafði gerst. Í fyrsta sinn í leiknum komst hann á ferðina og hann skoraði. Þetta var frábært mark en við vorum ekki í nokkrum vafa: án fyrra marksins hefði hann ekki skorað það seinna,“ skrifaði Shilton. „Það sem ég er ósáttur með er að hann baðst aldrei afsökunar. Hann sagðist aldrei hafa svindlað og vildi biðjast afsökunar. Í staðinn notaði hann línuna um „hönd Guðs“. Það var ekki rétt. Hann var stórkostlegur en skorti íþróttamennsku.“
Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Sjá meira
Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00