63 greind smit tengd hópsýkingunni á Hótel Rangá í sumar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 07:00 Hópsýking kom upp á Hótel Rangá á Suðurlandi í ágúst. Hótel Rangá Hópsýking kom upp á Hótel Rangá í ágúst í sumar. Tugir einstaklinga smituðust og þurfti ríkisstjórnin meðal annars að fara í skimun vegna sýkingarinnar. 63 einstaklingar sem greindust með kórónuveiruna í annarri bylgju faraldursins í sumar höfðu bein eða óbein tengsl við hópsýkingunua á Hótel Rangá. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis. Fyrsta smitið greindist þann 16. ágúst að því er segir í svarinu en þann 20. ágúst fyrst greint frá smiti á hótelinu. Þá var sagt frá að starfsmaður þar hefði greinst með veiruna og því var í kjölfarið lokað. Ríkisstjórnin hafði borðað hádegismat á Hótel Rangá tveimur dögum áður en starfsmaðurinn greindist. Hann hafði þó ekki sinnt ráðherrunum. 21. ágúst var ákveðið að ríkisstjórnin færi í skimun vegna smitsins og viðhefði smitgát þar til niðurstöður lægju fyrir. Enginn ráðherranna reyndist smitaður en hins vegar varð ljóst eftir því sem dagarnir liðu að upp var komin hópsýking í tengslum við Hótel Rangá. Sá stofn veirunnar sem greindist í sýkingunni var nefndur „græna veiran“ þar sem hann fékk grænan lit hjá smitrakningarteymi almannavarna. Önnur hópsýking kom upp vegna „grænu veirunnar“ en það var á Akranesi í lok júlí. Fyrsta smitið í þeirri sýkingu greindist 25. júlí og tengdist smitið vinnustað á höfuðborgarsvæðinu. Alls greindust svo 24 með bein eða óbein tengsl við hópsýkinguna. Með óbeinum tengslum er átt við afleidd smit frá þessari hópsýkingu, það er einstaklinga sem tengjast vinnustaðnum eða hópnum beint, að því er segir í svari almannavarna. Stofninn ekki greinst síðan 6. október „Græna veiran“ hefur ekki greinst síðan 6. október en raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur greint veiruafbrigðið í 231 smiti. Miðað er við að önnur bylgja faraldursins hafi byrjað um miðjan júlí. 216 greindust í þeirri bylgju faraldursins. 15. september er svo upphafsdagur þriðju bylgju faraldursins en um 2.900 manns hafa greinst í þeirri bylgju. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
63 einstaklingar sem greindust með kórónuveiruna í annarri bylgju faraldursins í sumar höfðu bein eða óbein tengsl við hópsýkingunua á Hótel Rangá. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis. Fyrsta smitið greindist þann 16. ágúst að því er segir í svarinu en þann 20. ágúst fyrst greint frá smiti á hótelinu. Þá var sagt frá að starfsmaður þar hefði greinst með veiruna og því var í kjölfarið lokað. Ríkisstjórnin hafði borðað hádegismat á Hótel Rangá tveimur dögum áður en starfsmaðurinn greindist. Hann hafði þó ekki sinnt ráðherrunum. 21. ágúst var ákveðið að ríkisstjórnin færi í skimun vegna smitsins og viðhefði smitgát þar til niðurstöður lægju fyrir. Enginn ráðherranna reyndist smitaður en hins vegar varð ljóst eftir því sem dagarnir liðu að upp var komin hópsýking í tengslum við Hótel Rangá. Sá stofn veirunnar sem greindist í sýkingunni var nefndur „græna veiran“ þar sem hann fékk grænan lit hjá smitrakningarteymi almannavarna. Önnur hópsýking kom upp vegna „grænu veirunnar“ en það var á Akranesi í lok júlí. Fyrsta smitið í þeirri sýkingu greindist 25. júlí og tengdist smitið vinnustað á höfuðborgarsvæðinu. Alls greindust svo 24 með bein eða óbein tengsl við hópsýkinguna. Með óbeinum tengslum er átt við afleidd smit frá þessari hópsýkingu, það er einstaklinga sem tengjast vinnustaðnum eða hópnum beint, að því er segir í svari almannavarna. Stofninn ekki greinst síðan 6. október „Græna veiran“ hefur ekki greinst síðan 6. október en raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur greint veiruafbrigðið í 231 smiti. Miðað er við að önnur bylgja faraldursins hafi byrjað um miðjan júlí. 216 greindust í þeirri bylgju faraldursins. 15. september er svo upphafsdagur þriðju bylgju faraldursins en um 2.900 manns hafa greinst í þeirri bylgju.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira