Um tíu þúsund börn á leik- og grunnskólaaldri þurft í sóttkví í þriðju bylgju Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 08:31 Börn að leik við grunnskóla í Kópavogi en þegar maður er í sóttkví má ekki mæta í skólann. Vísir/Vilhelm Þúsundir barna á leik- og grunnskólaaldri hafa þurft í sóttkví síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þá hafa mörg hundruð börn á sama aldri greinst með veiruna. Um tíu þúsund börn á leik- og grunnskólaaldri hafa þurft að fara í sóttkví í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Alls hafa 1.978 börn á aldrinum núll til fimm ára þurft að fara í sóttkví og 7.856 börn á aldrinum sex til fimmtán ára. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis. 106 börn á aldrinum núll til fimm ára hafa síðan greinst með kórónuveiruna í þriðju bylgjunni og 325 börn á aldrinum sex til fimmtán ára. Þegar þetta er skrifað eru tvö börn yngri en eins árs í einangrun vegna smits, sjö á aldrinum eins til fimm ára, átta á aldrinum sex til tólf ára og sex á aldrinum þrettán til sautján ára. Eitt af því sem stjórnvöld hafa lagt áherslu á í þessari bylgju er að reyna að skerða skólastarf í leik- og grunnskólum sem minnst. Þannig hefur ekki verið gripið til þess ráðs, eins og gert var í fyrstu bylgju faraldursins, að skerða skólastarf með þeim hætti að börn mættu bara nokkra klukkutíma í dag í skólann á hverjum degi eða annan hvern dag. Á móti kemur að fjöldi nemenda og kennara hefur þurft að fara í sóttkví eftir að smit hafa komið upp í hinum ýmsu skólum, bæði á leik- og grunnskólastigi. Nýjasta dæmið er Öldutúnsskóli í Hafnarfirði. Á föstudag var greint frá því að 62 nemendur og fjórtán starfsmenn skólans þyrftu að fara í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp í skólanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Um tíu þúsund börn á leik- og grunnskólaaldri hafa þurft að fara í sóttkví í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Alls hafa 1.978 börn á aldrinum núll til fimm ára þurft að fara í sóttkví og 7.856 börn á aldrinum sex til fimmtán ára. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis. 106 börn á aldrinum núll til fimm ára hafa síðan greinst með kórónuveiruna í þriðju bylgjunni og 325 börn á aldrinum sex til fimmtán ára. Þegar þetta er skrifað eru tvö börn yngri en eins árs í einangrun vegna smits, sjö á aldrinum eins til fimm ára, átta á aldrinum sex til tólf ára og sex á aldrinum þrettán til sautján ára. Eitt af því sem stjórnvöld hafa lagt áherslu á í þessari bylgju er að reyna að skerða skólastarf í leik- og grunnskólum sem minnst. Þannig hefur ekki verið gripið til þess ráðs, eins og gert var í fyrstu bylgju faraldursins, að skerða skólastarf með þeim hætti að börn mættu bara nokkra klukkutíma í dag í skólann á hverjum degi eða annan hvern dag. Á móti kemur að fjöldi nemenda og kennara hefur þurft að fara í sóttkví eftir að smit hafa komið upp í hinum ýmsu skólum, bæði á leik- og grunnskólastigi. Nýjasta dæmið er Öldutúnsskóli í Hafnarfirði. Á föstudag var greint frá því að 62 nemendur og fjórtán starfsmenn skólans þyrftu að fara í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp í skólanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira