Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra að setja lög á verkfallsaðgerðir flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Við ræðum við dómsmálaráðherra í hádegisfréttum okkar á slaginu tólf.
Einnig verður rætt við sóttvarnalækni um þróun kórónuveirufaraldursins en tuttugu greindust með veiruna innanlands í gær.
Að auki heyrum við í framkvæmdastjóra Félags Atvinnurekenda sem gagnrýnir harðlega nýframkomnar hugmyndir um sykurskatt.
Þetta og meira til í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Myndbandaspilari er að hlaða.