Breyting á handarreglu sem hefði mögulega tryggt Íslandi stig í Köben Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2020 14:30 Sitt sýnist hverjum um hvort dæma eigi hendi eins og í þessu tilviki, þegar dæmt var víti á Eric Dier eftir að Andy Carroll skallaði boltann í hönd hans. Getty/Newcastle United Útlit er fyrir breytingar á reglunum um það hvenær dæma skuli víti á menn fyrir að handleika knöttinn innan vítateigs í fótbolta. Þetta fullyrðir ESPN í dag. Umtalsverðrar óánægju hefur gætt með núverandi reglur sem segja að ávallt skuli dæma brot ef að handleggur er fyrir ofan öxl þegar bolti fer í hann. Til að mynda var það gagnrýnt þegar dæmt var víti á Eric Dier eftir að boltinn var skallaður í hönd hans í leik gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni fyrir tveimur mánuðum. Með reglubreytingunni, sem ef af verður tæki gildi á næstu leiktíð, yrði ekki sjálfkrafa dæmt víti í þessu tilviki, samkvæmt frétt ESPN um málið. Hið sama ætti þá við um vítið sem dæmt var á Hörð Björgvin Magnússon í uppbótartíma leiks Danmerkur og Íslands, en Danir skoruðu sigurmarkið í 2-1 sigri úr vítinu. Klippa: Danmörk - Ísland 2-1 IFAB, alþjóðanefnd knattspyrnusambanda sem sér um að semja reglur fótboltans, á eftir að ákveða hvort breytingarnar verði samþykktar. Málið verður tekið fyrir 16. desember. Samkvæmt heimildum ESPN felur reglubreytingin í sér að ef að hönd eða handleggur er nærri andliti til að verja það, eða ef að um eðlilega hreyfingu handar er að ræða, þá verði ekki lengur skylt að dæma brot, þó að meta þurfi hvert tilvik fyrir sig. THIS JUST IN ON HANDBALL!I'm told the handball law will be tweaked for next season so contact when the arm is above the shoulder will NOT be a mandatory penalty.So, Eric Dier may not be penalised as he was vs. Newcastle. More in Insider Notebook: https://t.co/qn7vTZZ6Uz pic.twitter.com/W12iUHMpeh— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) November 27, 2020 Vítaspyrnudómum hefur fjölgað gríðarlega í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð miðað við þá síðustu og sérstaklega þá þarsíðustu. VAR hefur gert dómurum auðveldara fyrir að fara eftir breyttum viðmiðum um hvenær dæma skuli hendi en þær breytingar hafa orðið á síðustu tveimur árum og hafa áhrif á fjölda vítaspyrnudóma. Tímabilið 2018-19 var að meðaltali dæmt víti á 27 leikja fresti, á 19 leikja fresti á síðustu leiktíð, en svo í 9. hverjum leik í vetur. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Sjá meira
Þetta fullyrðir ESPN í dag. Umtalsverðrar óánægju hefur gætt með núverandi reglur sem segja að ávallt skuli dæma brot ef að handleggur er fyrir ofan öxl þegar bolti fer í hann. Til að mynda var það gagnrýnt þegar dæmt var víti á Eric Dier eftir að boltinn var skallaður í hönd hans í leik gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni fyrir tveimur mánuðum. Með reglubreytingunni, sem ef af verður tæki gildi á næstu leiktíð, yrði ekki sjálfkrafa dæmt víti í þessu tilviki, samkvæmt frétt ESPN um málið. Hið sama ætti þá við um vítið sem dæmt var á Hörð Björgvin Magnússon í uppbótartíma leiks Danmerkur og Íslands, en Danir skoruðu sigurmarkið í 2-1 sigri úr vítinu. Klippa: Danmörk - Ísland 2-1 IFAB, alþjóðanefnd knattspyrnusambanda sem sér um að semja reglur fótboltans, á eftir að ákveða hvort breytingarnar verði samþykktar. Málið verður tekið fyrir 16. desember. Samkvæmt heimildum ESPN felur reglubreytingin í sér að ef að hönd eða handleggur er nærri andliti til að verja það, eða ef að um eðlilega hreyfingu handar er að ræða, þá verði ekki lengur skylt að dæma brot, þó að meta þurfi hvert tilvik fyrir sig. THIS JUST IN ON HANDBALL!I'm told the handball law will be tweaked for next season so contact when the arm is above the shoulder will NOT be a mandatory penalty.So, Eric Dier may not be penalised as he was vs. Newcastle. More in Insider Notebook: https://t.co/qn7vTZZ6Uz pic.twitter.com/W12iUHMpeh— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) November 27, 2020 Vítaspyrnudómum hefur fjölgað gríðarlega í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð miðað við þá síðustu og sérstaklega þá þarsíðustu. VAR hefur gert dómurum auðveldara fyrir að fara eftir breyttum viðmiðum um hvenær dæma skuli hendi en þær breytingar hafa orðið á síðustu tveimur árum og hafa áhrif á fjölda vítaspyrnudóma. Tímabilið 2018-19 var að meðaltali dæmt víti á 27 leikja fresti, á 19 leikja fresti á síðustu leiktíð, en svo í 9. hverjum leik í vetur.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Sjá meira