„Fullt af veiru þarna úti“ og mörg smit órakin Sylvía Hall skrifar 27. nóvember 2020 23:00 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Vísir/Vilhelm Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir stöðuna núna líklegast tengjast samkomum síðustu helgar. Fólk sé byrjað að slaka á í ljósi jákvæðra frétta af bóluefnaþróun og reyni að halda í jólahefðirnar, þrátt fyrir að það sé ekki ráðlegt. „Eins og þetta lítur út núna erum við að sjá vísbendingar um veldisvöxt og okkur sýnist það að það sem við erum að eiga við núna séu afleiðingar helgarinnar. Fólk hafi verið að hittast um helgina og það kristallast núna seinni part vikunnar,“ sagði Rögnvaldur í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir fólk almennt meina vel. Þetta séu yfirleitt einfaldar samkomur innan fjölskyldna eða vinahópa, en afleiðingarnar geti verið miklar þar sem veiran virðist vera að sækja í sig veðrið. „Við verðum að reyna að forðast allar hópamyndanir eins og hægt er og virða það ef fólk er í sóttkví, leyfa því að klára sína sóttkví. Við þurfum að haga okkur öðruvísi núna. Það er búið að tönnlast á því allt þetta ár að þetta ár verður öðruvísi, og það er öðruvísi.“ Nú þegar hafi fólk þurft að hafa páskana með öðrum hætti en vanalega og stórviðburðir á borð við Þjóðhátíð hafi verið blásnir af. Fólk þurfi að horfast í augu við það að hlutirnir gætu þurft að vera með öðru móti í ár. „Við vorum ekki með Þjóðhátíð, við þurftum næstum því að fresta páskunum og það er ekkert annað með aðventuna eða jólin. Við þurfum bara að stilla okkur í annan gír og sætta okkur við það að hefðirnar okkar, sem eru partur af hátíðleika mjög margra, að við verðum bara að gera þetta öðruvísi.“ „Þetta er ekki búið“ Aðspurður hvort fólk ætti að íhuga að fresta fyrirhuguðum hittingum þessa helgina segir Rögnvaldur að það sé engin spurning. Hann hafi heyrt af fjölskyldum sem ætluðu sér að hittast, undirbúa jólin og steikja laufabrauð en því hafi verið slegið á frest. „Ég hvet alla til þess að hugsa það og hafa aðeins meira úthald. Þetta er ekki búið. Maður skilur alveg að fólk sé tilbúið að hittast og komið með leið af þessu öllu saman, það eru komnar góðar fréttir af bóluefni og tölurnar síðustu vikur hafa verið jákvæðar að því leyti að þetta er að fara niður en þetta er bara ekki búið,“ segir Rögnvaldur. „Það er fullt af veiru þarna úti enn þá og við erum með tilfelli sem við náum ekki að rekja, sem er líka áhyggjuefni. Þetta er ekki búið.“ Hann bendir á að enn sé stór hluti nýsmitaðra utan sóttkvíar. „Næstum helmingur af þeim sem komu í gær voru utan sóttkvíar og það er alltaf mikið áhyggjuefni þegar það er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Saklaust kaffiboð hjá ömmu sendi nokkra í einangrun Nokkrir hafa þurft í einangrun með kórónuveirusmit eftir kaffiboð innan fjölskyldu um síðustu helgi. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þetta sýna vel hversu lítið þurfi til að smitum fari fjölgandi. 26. nóvember 2020 20:27 „Þetta lítur bara ekki vel út, því miður“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi í dag. Hún reiknar með að helgin fari í að ákveða hvort einhverjar breytingar verði gerðar á sóttvarnaraðgerðum þann 2. desember. 27. nóvember 2020 13:51 Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. 27. nóvember 2020 11:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
„Eins og þetta lítur út núna erum við að sjá vísbendingar um veldisvöxt og okkur sýnist það að það sem við erum að eiga við núna séu afleiðingar helgarinnar. Fólk hafi verið að hittast um helgina og það kristallast núna seinni part vikunnar,“ sagði Rögnvaldur í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir fólk almennt meina vel. Þetta séu yfirleitt einfaldar samkomur innan fjölskyldna eða vinahópa, en afleiðingarnar geti verið miklar þar sem veiran virðist vera að sækja í sig veðrið. „Við verðum að reyna að forðast allar hópamyndanir eins og hægt er og virða það ef fólk er í sóttkví, leyfa því að klára sína sóttkví. Við þurfum að haga okkur öðruvísi núna. Það er búið að tönnlast á því allt þetta ár að þetta ár verður öðruvísi, og það er öðruvísi.“ Nú þegar hafi fólk þurft að hafa páskana með öðrum hætti en vanalega og stórviðburðir á borð við Þjóðhátíð hafi verið blásnir af. Fólk þurfi að horfast í augu við það að hlutirnir gætu þurft að vera með öðru móti í ár. „Við vorum ekki með Þjóðhátíð, við þurftum næstum því að fresta páskunum og það er ekkert annað með aðventuna eða jólin. Við þurfum bara að stilla okkur í annan gír og sætta okkur við það að hefðirnar okkar, sem eru partur af hátíðleika mjög margra, að við verðum bara að gera þetta öðruvísi.“ „Þetta er ekki búið“ Aðspurður hvort fólk ætti að íhuga að fresta fyrirhuguðum hittingum þessa helgina segir Rögnvaldur að það sé engin spurning. Hann hafi heyrt af fjölskyldum sem ætluðu sér að hittast, undirbúa jólin og steikja laufabrauð en því hafi verið slegið á frest. „Ég hvet alla til þess að hugsa það og hafa aðeins meira úthald. Þetta er ekki búið. Maður skilur alveg að fólk sé tilbúið að hittast og komið með leið af þessu öllu saman, það eru komnar góðar fréttir af bóluefni og tölurnar síðustu vikur hafa verið jákvæðar að því leyti að þetta er að fara niður en þetta er bara ekki búið,“ segir Rögnvaldur. „Það er fullt af veiru þarna úti enn þá og við erum með tilfelli sem við náum ekki að rekja, sem er líka áhyggjuefni. Þetta er ekki búið.“ Hann bendir á að enn sé stór hluti nýsmitaðra utan sóttkvíar. „Næstum helmingur af þeim sem komu í gær voru utan sóttkvíar og það er alltaf mikið áhyggjuefni þegar það er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Saklaust kaffiboð hjá ömmu sendi nokkra í einangrun Nokkrir hafa þurft í einangrun með kórónuveirusmit eftir kaffiboð innan fjölskyldu um síðustu helgi. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þetta sýna vel hversu lítið þurfi til að smitum fari fjölgandi. 26. nóvember 2020 20:27 „Þetta lítur bara ekki vel út, því miður“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi í dag. Hún reiknar með að helgin fari í að ákveða hvort einhverjar breytingar verði gerðar á sóttvarnaraðgerðum þann 2. desember. 27. nóvember 2020 13:51 Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. 27. nóvember 2020 11:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Saklaust kaffiboð hjá ömmu sendi nokkra í einangrun Nokkrir hafa þurft í einangrun með kórónuveirusmit eftir kaffiboð innan fjölskyldu um síðustu helgi. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þetta sýna vel hversu lítið þurfi til að smitum fari fjölgandi. 26. nóvember 2020 20:27
„Þetta lítur bara ekki vel út, því miður“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi í dag. Hún reiknar með að helgin fari í að ákveða hvort einhverjar breytingar verði gerðar á sóttvarnaraðgerðum þann 2. desember. 27. nóvember 2020 13:51
Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. 27. nóvember 2020 11:40