Upprunalegi Svarthöfði er dáinn Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2020 09:09 David Prowse lék óþokkann Svarthöfða á árum áður. EPA/SUSANNA SAEZ David Prowse, líkamsræktarmaðurinn sem lék óþokkann Darth Vader, eða Svarthöfða, í Star Wars, er dáinn. Hann var 85 ára gamall og er sagður hafa dáið eftir skammvinn veikindi. Prowse, sem var breskur, var ráðinn til að leika Svarthöfða vegna stærðar hans og líkamsbyggingar en rödd hans og hreimur þótti ekki henta hlutverkinu og var James Earl Jones því fenginn til að talsetja línur sith-lávarðarins. „Megi mátturinn vera með honum, ávallt,“ hefur BBC eftir Thomas Bowington, umboðsmanni Prowse. Þó Prowse hafi verið hvað þekktastur fyrir að leika Svarthöfða er hann sagður hafa verið stoltastur af hlutverki sínu sem Grænkrossamanninn sem stuðlaði um árabil að auknu öryggi í umferðinni í Bretlandi. Fyrir það hlutverk var hann heiðraður af ríkinu. It was so fun watching the videos of him acting out the lines on set before James Earl Jones dubbed over. RIP David Prowse https://t.co/pNdgOmDa8Z pic.twitter.com/xEiYZ9R2g0— Jay Shatara (@JShataraTV) November 29, 2020 Áður en Prowse tók að sér hlutverk Svarthöfða hafði hann meðal annars unnið við einkaþjálfun og þjálfaði til að mynda Christopher Reeve fyrir hlutverk hans í Superman. Hann lék reglulega skrímsli í gegnum árin og þar á meðal lék hann skrímsli Frankensteins minnst þrisvar sinnum. Hann kom einnig fram í þáttunum The Saint, Space 1999 og Doctor Who. Það var eftir að George Lucas sá hann leika lífvörð í Clockwork Orange sem hann bauð Prowse í prufur fyrir hlutverk Svarthöfða. Lucas leyfi honum svo að velja hvort hann myndi leika Svarthöfða eða hinn loðna Chewbacca. Prowse valdi Svarthöfða því hann vildi leika vonda karlinn. Bíó og sjónvarp Andlát Star Wars Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Sjá meira
Prowse, sem var breskur, var ráðinn til að leika Svarthöfða vegna stærðar hans og líkamsbyggingar en rödd hans og hreimur þótti ekki henta hlutverkinu og var James Earl Jones því fenginn til að talsetja línur sith-lávarðarins. „Megi mátturinn vera með honum, ávallt,“ hefur BBC eftir Thomas Bowington, umboðsmanni Prowse. Þó Prowse hafi verið hvað þekktastur fyrir að leika Svarthöfða er hann sagður hafa verið stoltastur af hlutverki sínu sem Grænkrossamanninn sem stuðlaði um árabil að auknu öryggi í umferðinni í Bretlandi. Fyrir það hlutverk var hann heiðraður af ríkinu. It was so fun watching the videos of him acting out the lines on set before James Earl Jones dubbed over. RIP David Prowse https://t.co/pNdgOmDa8Z pic.twitter.com/xEiYZ9R2g0— Jay Shatara (@JShataraTV) November 29, 2020 Áður en Prowse tók að sér hlutverk Svarthöfða hafði hann meðal annars unnið við einkaþjálfun og þjálfaði til að mynda Christopher Reeve fyrir hlutverk hans í Superman. Hann lék reglulega skrímsli í gegnum árin og þar á meðal lék hann skrímsli Frankensteins minnst þrisvar sinnum. Hann kom einnig fram í þáttunum The Saint, Space 1999 og Doctor Who. Það var eftir að George Lucas sá hann leika lífvörð í Clockwork Orange sem hann bauð Prowse í prufur fyrir hlutverk Svarthöfða. Lucas leyfi honum svo að velja hvort hann myndi leika Svarthöfða eða hinn loðna Chewbacca. Prowse valdi Svarthöfða því hann vildi leika vonda karlinn.
Bíó og sjónvarp Andlát Star Wars Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Sjá meira