Þýðingarmikil vika fyrir viðræðurnar Sylvía Hall skrifar 29. nóvember 2020 17:37 Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, er mættur til Lundúna. Getty/Peter Summers Samninganefndir Breta og Evrópusambandsins munu halda viðræðum sínum áfram í vikunni í von um að ná samningi. Bretar verða ekki aðilar að innri markaði Evrópusambandsins eftir áramót, en þeir yfirgáfu sambandið formlega þann 31. janúar síðastliðinn. Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, er mættur til Lundúna og segir allt kapp lagt á það að ná samningi. Enn eigi eftir að ná samkomulagi um veigamikil atriði og segir Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, að vikan fram undan skipti sköpum. „Þetta er mjög þýðingarmikil vika, þetta er síðasta stóra vikan,“ sagði Raab í samtali við fréttamenn í dag. „Við eigum bara eftir að leysa úr tveimur kjarnaatriðum.“ Ef samningar nást ekki fyrir lok árs fer verslun milli Bretlands og annarra Evrópusambandsríkja eftir reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og tollar lagðir á ýmsar vörur. Samningurinn þarf að vera samþykktur af bæði Evrópuþinginu og breska þinginu og því ljóst að samningsaðilar hafa stuttan tíma ef það á að nást fyrir 31. desember. Á meðal þeirra atriða sem enn á eftir að ná samkomulagi um er stjórnun á fiskimiðum. Hingað til hafa Bretar hafnað tillögum Evrópusambandsins og telja sjálfstæðar þjóðir verða að hafa fulla stjórn á fiskimiðum sínum. „Evrópusambandið verður að horfast í augu við grundvallarpunktinn í þessu,“ sagði Raab. Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Bráðabirgðafríverslunarsamningur við Bretland í höfn Ísland, Noregur og Bretland hafa komist að samkomulagi að bráðabirgðafríverslunarsamningi, sem mun taka gildi 1. janúar næstkomandi þar til fríverslunarsamningur milli ríkjanna er í höfn. 20. nóvember 2020 17:39 Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi Enn ríkir óvissa um stöðu útflutnings á íslenskum fiski til til Bretlands til langframa eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um áramót. Bráðabirgðasamkomulag gildir fram á mitt næsta ár. 17. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, er mættur til Lundúna og segir allt kapp lagt á það að ná samningi. Enn eigi eftir að ná samkomulagi um veigamikil atriði og segir Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, að vikan fram undan skipti sköpum. „Þetta er mjög þýðingarmikil vika, þetta er síðasta stóra vikan,“ sagði Raab í samtali við fréttamenn í dag. „Við eigum bara eftir að leysa úr tveimur kjarnaatriðum.“ Ef samningar nást ekki fyrir lok árs fer verslun milli Bretlands og annarra Evrópusambandsríkja eftir reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og tollar lagðir á ýmsar vörur. Samningurinn þarf að vera samþykktur af bæði Evrópuþinginu og breska þinginu og því ljóst að samningsaðilar hafa stuttan tíma ef það á að nást fyrir 31. desember. Á meðal þeirra atriða sem enn á eftir að ná samkomulagi um er stjórnun á fiskimiðum. Hingað til hafa Bretar hafnað tillögum Evrópusambandsins og telja sjálfstæðar þjóðir verða að hafa fulla stjórn á fiskimiðum sínum. „Evrópusambandið verður að horfast í augu við grundvallarpunktinn í þessu,“ sagði Raab.
Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Bráðabirgðafríverslunarsamningur við Bretland í höfn Ísland, Noregur og Bretland hafa komist að samkomulagi að bráðabirgðafríverslunarsamningi, sem mun taka gildi 1. janúar næstkomandi þar til fríverslunarsamningur milli ríkjanna er í höfn. 20. nóvember 2020 17:39 Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi Enn ríkir óvissa um stöðu útflutnings á íslenskum fiski til til Bretlands til langframa eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um áramót. Bráðabirgðasamkomulag gildir fram á mitt næsta ár. 17. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Bráðabirgðafríverslunarsamningur við Bretland í höfn Ísland, Noregur og Bretland hafa komist að samkomulagi að bráðabirgðafríverslunarsamningi, sem mun taka gildi 1. janúar næstkomandi þar til fríverslunarsamningur milli ríkjanna er í höfn. 20. nóvember 2020 17:39
Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi Enn ríkir óvissa um stöðu útflutnings á íslenskum fiski til til Bretlands til langframa eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um áramót. Bráðabirgðasamkomulag gildir fram á mitt næsta ár. 17. nóvember 2020 19:00