Kári skrifar opið bréf til Þórólfs: „Ykkur hefur samt orðið svolítið á í messunni“ Sylvía Hall skrifar 29. nóvember 2020 18:53 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samsett/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist aldrei hafa veist að Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Hann hafi einungis hrósað honum og sé montinn af því að hafa verið með honum í liði. Þetta kemur fram í opnu bréfi Kára til Þórólfs. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gagnrýndi Kári sóttvarnayfirvöld og sagði skilaboð þeirra fyrir nokkrum vikum mögulega hafa valdið því að fólk fór að slaka of mikið á. Þeim hafi mistekist að hemja væntingar, það þyrfti að fara varlega í að spá fyrir um framtíðina. Þórólfur svaraði þessum orðum Kára í dag og sagði hann vega ómaklega að sér. Hann hafi ekki átt von á slíkum ummælum frá Kára, enda hafi hann alltaf ítrekað að almenningur ætti að fara varlega. „Ég hef aldrei sagt að það verði slakað á. Ég hef sagt að það sé allt til skoðunar og auðvitað veit maður ekkert hvernig væntingar fólks eru.“ Kári hefur verið þríeykinu innan handar, þó hann sé ekki alltaf sammála þeim.Vísir/Vilhelm Þórólfur hafi gefið í skyn að Kári vissi ekki hvað hann væri að tala um Kári segist áður hafa tjáð skoðanir sem séu ekki í takt við skoðanir Þórólfs og nefnir til að mynda ummæli sín í kjölfar hópsmits á öldurhúsum, þar sem hann sagði skynsamlegast að skella öllu í lás. Þórólfur hafi ekki verið sammála því og lýst því yfir á upplýsingafundi. „Þú gafst í skyn á upplýsingafundi sama dag að ég vissi lítið hvað ég væri að tala um og kaust að sitja á höndum þér í rúmar tvær vikur. Ég held að þú hafir líklega haft rétt fyrir þér í orðum þínum um mig, en kannski ekki alveg eins rétt fyrir þér í afstöðu til þess sem var að gerast í faraldrinum,“ skrifar Kári. Hann segist einnig hafa mótmælt því fyrir tveimur vikum að slaka ætti á takmörkunum innanlands. Óskynsamlegt væri að aflétta þegar svo stutt væri síðan nýgengi smita innanlands væri á pari við það sem var í Bandaríkjunum. Fyrirheit um væntanlegar tilslakanir hafi gert það að verkum að fólk varð kærulausara. „Þórólfur, þú og þitt fólk hafið höndlað faraldurinn af mikilli fagmensku og dugnaði og ég er vissum að það er ekki til betra fólk í heiminum í þetta verk. Ykkur hefur samt orðið svolítið á í messunni þegar kemur að því að hemja væntingar,“ skrifar Kári. Það sé hlutverk sóttvarnalæknis að tjá sig í samræmi við alvarleika stöðunnar, en ekki segja fólki það sem það vilji heyra. „Þið hafið á köflum kiknað undan lönguninni til þess að flytja góðar fréttir; gleymt því að það eina sem er verra en vondar fréttir eru góðar fréttir sem standast ekki og leiða menn út í mýri.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Kára vega ómaklega að sér Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir tölur dagsins á svipuðum nótum og undanfarið. Sveiflur geti orðið á milli daga og ekki megi draga of sterkar ályktanir af einum degi. 29. nóvember 2020 11:45 Telur skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa valdið kæruleysi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hafi mögulega valdið því að fólk hafi byrjað að slaka of mikið á. Hann segir mikilvægt að ekki sé spáð í framtíðina þegar um svo ótúreiknanlegan faraldur sé að ræða. Ekki sé rými fyrir tilslakanir fyrr en á næsta ári. 28. nóvember 2020 18:24 Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa. 29. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gagnrýndi Kári sóttvarnayfirvöld og sagði skilaboð þeirra fyrir nokkrum vikum mögulega hafa valdið því að fólk fór að slaka of mikið á. Þeim hafi mistekist að hemja væntingar, það þyrfti að fara varlega í að spá fyrir um framtíðina. Þórólfur svaraði þessum orðum Kára í dag og sagði hann vega ómaklega að sér. Hann hafi ekki átt von á slíkum ummælum frá Kára, enda hafi hann alltaf ítrekað að almenningur ætti að fara varlega. „Ég hef aldrei sagt að það verði slakað á. Ég hef sagt að það sé allt til skoðunar og auðvitað veit maður ekkert hvernig væntingar fólks eru.“ Kári hefur verið þríeykinu innan handar, þó hann sé ekki alltaf sammála þeim.Vísir/Vilhelm Þórólfur hafi gefið í skyn að Kári vissi ekki hvað hann væri að tala um Kári segist áður hafa tjáð skoðanir sem séu ekki í takt við skoðanir Þórólfs og nefnir til að mynda ummæli sín í kjölfar hópsmits á öldurhúsum, þar sem hann sagði skynsamlegast að skella öllu í lás. Þórólfur hafi ekki verið sammála því og lýst því yfir á upplýsingafundi. „Þú gafst í skyn á upplýsingafundi sama dag að ég vissi lítið hvað ég væri að tala um og kaust að sitja á höndum þér í rúmar tvær vikur. Ég held að þú hafir líklega haft rétt fyrir þér í orðum þínum um mig, en kannski ekki alveg eins rétt fyrir þér í afstöðu til þess sem var að gerast í faraldrinum,“ skrifar Kári. Hann segist einnig hafa mótmælt því fyrir tveimur vikum að slaka ætti á takmörkunum innanlands. Óskynsamlegt væri að aflétta þegar svo stutt væri síðan nýgengi smita innanlands væri á pari við það sem var í Bandaríkjunum. Fyrirheit um væntanlegar tilslakanir hafi gert það að verkum að fólk varð kærulausara. „Þórólfur, þú og þitt fólk hafið höndlað faraldurinn af mikilli fagmensku og dugnaði og ég er vissum að það er ekki til betra fólk í heiminum í þetta verk. Ykkur hefur samt orðið svolítið á í messunni þegar kemur að því að hemja væntingar,“ skrifar Kári. Það sé hlutverk sóttvarnalæknis að tjá sig í samræmi við alvarleika stöðunnar, en ekki segja fólki það sem það vilji heyra. „Þið hafið á köflum kiknað undan lönguninni til þess að flytja góðar fréttir; gleymt því að það eina sem er verra en vondar fréttir eru góðar fréttir sem standast ekki og leiða menn út í mýri.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Kára vega ómaklega að sér Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir tölur dagsins á svipuðum nótum og undanfarið. Sveiflur geti orðið á milli daga og ekki megi draga of sterkar ályktanir af einum degi. 29. nóvember 2020 11:45 Telur skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa valdið kæruleysi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hafi mögulega valdið því að fólk hafi byrjað að slaka of mikið á. Hann segir mikilvægt að ekki sé spáð í framtíðina þegar um svo ótúreiknanlegan faraldur sé að ræða. Ekki sé rými fyrir tilslakanir fyrr en á næsta ári. 28. nóvember 2020 18:24 Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa. 29. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Segir Kára vega ómaklega að sér Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir tölur dagsins á svipuðum nótum og undanfarið. Sveiflur geti orðið á milli daga og ekki megi draga of sterkar ályktanir af einum degi. 29. nóvember 2020 11:45
Telur skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa valdið kæruleysi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hafi mögulega valdið því að fólk hafi byrjað að slaka of mikið á. Hann segir mikilvægt að ekki sé spáð í framtíðina þegar um svo ótúreiknanlegan faraldur sé að ræða. Ekki sé rými fyrir tilslakanir fyrr en á næsta ári. 28. nóvember 2020 18:24
Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa. 29. nóvember 2020 12:30
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent