Vonast til að De Gea geti mætt PSG Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2020 12:01 David de Gea fær aðhlynningu eftir að hafa meiðst gegn Southampton í gær. Getty/Mike Hewitt Ole Gunnar Solskjær vonast til þess að spænski markmaðurinn David de Gea verði búinn að jafna sig fyrir stórleik Manchester United við PSG í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld. De Gea fór meiddur af velli eftir fyrri hálfleik í leik United við Southampton í gær. Þá var staðan 2-0 fyrir Southampton. Lítið reyndi á Dean Henderson sem stóð í markinu í seinni hálfleik þegar United sneri leiknum sér í vil og vann 3-2. De Gea skall með vinstra hnéð í stöngina þegar hann reyndi að verjast aukaspyrnu James Ward-Prowse, þegar Southampton komst í 2-0. Solskjær var spurður út í meiðslin eftir leik: „Við skulum fara með De Gea í smávægilega skönnun eða skoðun. Vonandi verður hann í lagi á miðvikudaginn en ég er ekki viss,“ sagði knattspyrnustjórinn. „Dean spilaði samt vel. Hann er markmaður sem er vanur því að láta í sér heyra. Hann vill skipuleggja liðið. Hann þurfti ekki að taka á honum stóra sínum í markvörslunum en sýndi öryggi í höndunum,“ sagði Solskjær. View this post on Instagram A post shared by Dean Henderson (@deanhenderson) Þetta var fyrsti leikur Hendersons fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Áður hafði hann spilað í deildabikarnum og Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, eftir að hafa verið að láni hjá Sheffield United síðustu tvö ár og þótt standa sig vel í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Spurður út í orðróm þess efnis að Henderson færi að láni í janúar sagði Solskjær í síðustu viku að enski markmaðurinn „vildi vera áfram hjá Manchester United“. Henderson berst fyrir sæti sínu í enska landsliðshópnum sem fer á EM næsta sumar. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Tengdar fréttir Varamaðurinn Cavani lykillinn að endurkomu United Manchester United virðist hafa fundið upp tímavél en liðið kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 3-2 þökk sé ótrúlegri innkomu Edinson Cavani. 29. nóvember 2020 16:00 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
De Gea fór meiddur af velli eftir fyrri hálfleik í leik United við Southampton í gær. Þá var staðan 2-0 fyrir Southampton. Lítið reyndi á Dean Henderson sem stóð í markinu í seinni hálfleik þegar United sneri leiknum sér í vil og vann 3-2. De Gea skall með vinstra hnéð í stöngina þegar hann reyndi að verjast aukaspyrnu James Ward-Prowse, þegar Southampton komst í 2-0. Solskjær var spurður út í meiðslin eftir leik: „Við skulum fara með De Gea í smávægilega skönnun eða skoðun. Vonandi verður hann í lagi á miðvikudaginn en ég er ekki viss,“ sagði knattspyrnustjórinn. „Dean spilaði samt vel. Hann er markmaður sem er vanur því að láta í sér heyra. Hann vill skipuleggja liðið. Hann þurfti ekki að taka á honum stóra sínum í markvörslunum en sýndi öryggi í höndunum,“ sagði Solskjær. View this post on Instagram A post shared by Dean Henderson (@deanhenderson) Þetta var fyrsti leikur Hendersons fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Áður hafði hann spilað í deildabikarnum og Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, eftir að hafa verið að láni hjá Sheffield United síðustu tvö ár og þótt standa sig vel í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Spurður út í orðróm þess efnis að Henderson færi að láni í janúar sagði Solskjær í síðustu viku að enski markmaðurinn „vildi vera áfram hjá Manchester United“. Henderson berst fyrir sæti sínu í enska landsliðshópnum sem fer á EM næsta sumar. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Tengdar fréttir Varamaðurinn Cavani lykillinn að endurkomu United Manchester United virðist hafa fundið upp tímavél en liðið kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 3-2 þökk sé ótrúlegri innkomu Edinson Cavani. 29. nóvember 2020 16:00 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Varamaðurinn Cavani lykillinn að endurkomu United Manchester United virðist hafa fundið upp tímavél en liðið kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 3-2 þökk sé ótrúlegri innkomu Edinson Cavani. 29. nóvember 2020 16:00