COVID leiðir til fjölgunar dauðsfalla af völdum malaríu Heimsljós 30. nóvember 2020 11:43 Gunnisal Dauðsföll af völdum malaríu sem rekja má til skertrar heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirunnar eru langtum fleiri en þau sem orðið hafa vegna COVID-19 í Afríku sunnan Sahara Dauðsföll af völdum malaríu sem beinlínis má rekja til skertrar heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirunnar eru langtum fleiri en þau sem orðið hafa vegna COVID-19 í Afríku sunnan Sahara, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO). Tæplega 410 þúsund einstaklingar létust af völdum malaríu á síðasta ári, í flestum tilvikum börn í fátækustu ríkjum Afríku. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árlegri skýrslu WHO sem gefin er út í dag, á alþjóðadegi malaríu. Þótt tölur liggi ekki fyrir um dauðsföll af völdum malaríu á þessu ári segir í skýrslu WHO að nánast megi fullyrða að sjúkdómurinn hafi lagt fleiri að velli en í fyrra, vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, einhvers staðar á bilinu frá 20 þúsundum að 100 þúsundum, í Afríku sunnan Sahara. Líkt og áður er malaría skæðust í Afríku en í álfunni greinast að jafnaði um níu af hverjum tíu tilfellum. Engu að síður hafa miklar framfarir orðið frá aldamótum og dauðsföllum hefur fækkað um 44 prósent – úr um það bil 680 þúsundum niður í 385 þúsund – en WHO bendir á að hægst hafi á framförum á allra síðustu árum, einkum í þeim ríkjum þar sem sjúkdómurinn er algengastur. Fjárskortur hamlar árangri gegn malaríu, segir í skýrslu WHO. Þar kemur fram að fjárþörf hafi verið metin á 5,6 milljónir bandarískra dala en framlög hafi einungis náð 3 milljónum. Fjárskortur og COVID-19 séu augljós hættumerki um að heimurinn sé fjarri því en áður að útrýma malaríu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent
Dauðsföll af völdum malaríu sem beinlínis má rekja til skertrar heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirunnar eru langtum fleiri en þau sem orðið hafa vegna COVID-19 í Afríku sunnan Sahara, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO). Tæplega 410 þúsund einstaklingar létust af völdum malaríu á síðasta ári, í flestum tilvikum börn í fátækustu ríkjum Afríku. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árlegri skýrslu WHO sem gefin er út í dag, á alþjóðadegi malaríu. Þótt tölur liggi ekki fyrir um dauðsföll af völdum malaríu á þessu ári segir í skýrslu WHO að nánast megi fullyrða að sjúkdómurinn hafi lagt fleiri að velli en í fyrra, vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, einhvers staðar á bilinu frá 20 þúsundum að 100 þúsundum, í Afríku sunnan Sahara. Líkt og áður er malaría skæðust í Afríku en í álfunni greinast að jafnaði um níu af hverjum tíu tilfellum. Engu að síður hafa miklar framfarir orðið frá aldamótum og dauðsföllum hefur fækkað um 44 prósent – úr um það bil 680 þúsundum niður í 385 þúsund – en WHO bendir á að hægst hafi á framförum á allra síðustu árum, einkum í þeim ríkjum þar sem sjúkdómurinn er algengastur. Fjárskortur hamlar árangri gegn malaríu, segir í skýrslu WHO. Þar kemur fram að fjárþörf hafi verið metin á 5,6 milljónir bandarískra dala en framlög hafi einungis náð 3 milljónum. Fjárskortur og COVID-19 séu augljós hættumerki um að heimurinn sé fjarri því en áður að útrýma malaríu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent