„Ormagryfja“ fjölmiðlanefndar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2020 15:04 Ingimar Helgi Finnsson og Hugi Halldórsson. Facebook/FantasyGandalf Hugi Halldórsson, sem stendur fyrir hlaðvarpinu FantasyGandalf, segir fjölmiðlanefnd þurfa að rökstyðja það og skýra hvernig hún ætlar að gera greinarmun á þeim hlaðvörpum sem þurfa að skrá sig sem fjölmiðla og þeirra sem þurfa þess ekki. „Hvenær ætlar þú að segja að hlaðvarp sé fjölmiðill og hvenær ekki?“ spyr Hugi en hann hefur fengið fyrirmæli frá fjölmiðlanefnd um að skrá sig sem fjölmiðil. Og „skrá sig“ eru einmitt þau orð sem ber að nota í þessu samhengi, þar sem Hugi vill meina að hlaðvarpið sitt sé miklu nær því að vera blogg en fjölmiðill. „Ég mæti bara einu sinni í viku og segi það sem mér finnst. Þetta er eins og að skrifa pistil; þetta er bara blogg,“ útskýrir Hugi og vísar í nýyrði sem hann segir nærtækast að nota: Bloggvarp. Þess ber að geta að í lögum um fjölmiðla er hvergi talað um hlaðvörp nema í hugtakaskýringum. Hvenær er hlaðvarp fjölmiðill? Að minnsta kosti þrír hlaðvarparar hafa fengið bréf frá fjölmiðlanefnd þar sem þeir eru skikkaðir til að skrá sig sem fjölmiðla. Tilefnið, a.m.k. í tilviki FantasyGandalf, eru auglýsingar frá veðmálafyrirtækisins Coolbet en þær eru ólöglegar í íslenskum fjölmiðlum þar sem fyrirtækið hefur ekki heimild til veðmálastarfsemi hérlendis. Í samskiptum fjölmiðlanefndar við Huga kemur hins vegar ekkert fram um það á hvaða forsendum honum er gert að skrá hlaðvarpið sem fjölmiðil né hvaða hlaðvörp falli undir fjölmiðlalög að mati fjölmiðlanefndar. Elfa Ýr Gylfadóttir, formaður nefndarinnar, sagði sjálf í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni ljóst að ekki væru öll hlaðvörp fjölmiðlar. Hún gaf enga skýringu á því hvaða viðmiðum nefndin færi eftir í ákvörðunum sínum. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.Fjölmiðlanefnd Á leið í „helvíti stóra rassíu“ „Ef ég þarf að skrá mig þurfa helvíti mörg hlaðvörp að skrá sig,“ segir Hugi en hann metur fjöldann á bilinu 200-300 hér á landi. Hann vísar til orða Elfu um að gerður sé greinarmunur á vefmiðlum og bloggi og segir að ef fjölmiðlanefnd ætli í „þessa vegferð“ þá verði sömuleiðis að gera greinarmun á fjölmiðlavörpum og bloggvörpum. „Þetta er ormagryfja,“ segir hann. „Mér finnst þau vera að teygja sig helvíti langt gagnvart mér og fyrst þau eru byrjuð á þessu þá þurfa þau að fara í helvíti stóra rassíu.“ Hugi segir að skýrar reglur verði að gilda og að fjölmiðlanefnd verði að rökstyðja ákvarðanir sínar greinilega þegar kemur að því að gera upp á milli hlaðvarpa. „Þú getur ekki bara sagt: Þú mátt gera þetta en ekki þú.“ Mun skrá sig ef fjölmiðlanefnd skýrir mál sitt Hvað varðar FantasyGandalf sé ljóst að hann hafi hvorki atvinnu af hlaðvarpinu né sé því ritstýrt. Það sé vettvangur til að koma skoðunum á framfæri, líkt og blogg. „Ég mun skrá mig sem fjölmiðil ef ég fæ almennileg og skýr rök. Ég þarf að fá greinargóðar og ítarlegar skýringar á því af hverju ég sérstaklega fell undir þessi lög,“ segir Hugi, sem hefur svarað erindi fjölmiðlanefndar. Hann segist hafa heyrt því fleygt að í ákvörðunum sínum um hlaðvörpin sé fjölmiðlanefnd að styðjast við Evrópulöggjöf sem enn hafi ekki verið innleidd hérlendis. „Ég er alveg til í að fylgja lögum en það eru engin lög um þetta. Ef þau eru að túlka einhver lög þannig að þau gildi um mig, þá þarf greinilega bara að útskýra það fyrir mér eins og ég sé fimm ára.“ Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Sjá meira
„Hvenær ætlar þú að segja að hlaðvarp sé fjölmiðill og hvenær ekki?“ spyr Hugi en hann hefur fengið fyrirmæli frá fjölmiðlanefnd um að skrá sig sem fjölmiðil. Og „skrá sig“ eru einmitt þau orð sem ber að nota í þessu samhengi, þar sem Hugi vill meina að hlaðvarpið sitt sé miklu nær því að vera blogg en fjölmiðill. „Ég mæti bara einu sinni í viku og segi það sem mér finnst. Þetta er eins og að skrifa pistil; þetta er bara blogg,“ útskýrir Hugi og vísar í nýyrði sem hann segir nærtækast að nota: Bloggvarp. Þess ber að geta að í lögum um fjölmiðla er hvergi talað um hlaðvörp nema í hugtakaskýringum. Hvenær er hlaðvarp fjölmiðill? Að minnsta kosti þrír hlaðvarparar hafa fengið bréf frá fjölmiðlanefnd þar sem þeir eru skikkaðir til að skrá sig sem fjölmiðla. Tilefnið, a.m.k. í tilviki FantasyGandalf, eru auglýsingar frá veðmálafyrirtækisins Coolbet en þær eru ólöglegar í íslenskum fjölmiðlum þar sem fyrirtækið hefur ekki heimild til veðmálastarfsemi hérlendis. Í samskiptum fjölmiðlanefndar við Huga kemur hins vegar ekkert fram um það á hvaða forsendum honum er gert að skrá hlaðvarpið sem fjölmiðil né hvaða hlaðvörp falli undir fjölmiðlalög að mati fjölmiðlanefndar. Elfa Ýr Gylfadóttir, formaður nefndarinnar, sagði sjálf í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni ljóst að ekki væru öll hlaðvörp fjölmiðlar. Hún gaf enga skýringu á því hvaða viðmiðum nefndin færi eftir í ákvörðunum sínum. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.Fjölmiðlanefnd Á leið í „helvíti stóra rassíu“ „Ef ég þarf að skrá mig þurfa helvíti mörg hlaðvörp að skrá sig,“ segir Hugi en hann metur fjöldann á bilinu 200-300 hér á landi. Hann vísar til orða Elfu um að gerður sé greinarmunur á vefmiðlum og bloggi og segir að ef fjölmiðlanefnd ætli í „þessa vegferð“ þá verði sömuleiðis að gera greinarmun á fjölmiðlavörpum og bloggvörpum. „Þetta er ormagryfja,“ segir hann. „Mér finnst þau vera að teygja sig helvíti langt gagnvart mér og fyrst þau eru byrjuð á þessu þá þurfa þau að fara í helvíti stóra rassíu.“ Hugi segir að skýrar reglur verði að gilda og að fjölmiðlanefnd verði að rökstyðja ákvarðanir sínar greinilega þegar kemur að því að gera upp á milli hlaðvarpa. „Þú getur ekki bara sagt: Þú mátt gera þetta en ekki þú.“ Mun skrá sig ef fjölmiðlanefnd skýrir mál sitt Hvað varðar FantasyGandalf sé ljóst að hann hafi hvorki atvinnu af hlaðvarpinu né sé því ritstýrt. Það sé vettvangur til að koma skoðunum á framfæri, líkt og blogg. „Ég mun skrá mig sem fjölmiðil ef ég fæ almennileg og skýr rök. Ég þarf að fá greinargóðar og ítarlegar skýringar á því af hverju ég sérstaklega fell undir þessi lög,“ segir Hugi, sem hefur svarað erindi fjölmiðlanefndar. Hann segist hafa heyrt því fleygt að í ákvörðunum sínum um hlaðvörpin sé fjölmiðlanefnd að styðjast við Evrópulöggjöf sem enn hafi ekki verið innleidd hérlendis. „Ég er alveg til í að fylgja lögum en það eru engin lög um þetta. Ef þau eru að túlka einhver lög þannig að þau gildi um mig, þá þarf greinilega bara að útskýra það fyrir mér eins og ég sé fimm ára.“
Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Sjá meira