Óskastaðan að lágmarksfjöldi yrði hækkaður í tuttugu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 18:46 Andrés Magnússon gagnrýnir harðar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda og segist kvíða jólavertíðinni ef fram fer sem horfir. Vísir/Baldur Hrafnkell Jónsson Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, kallar eftir því að lágmarksfjöldi í verslunum verði hækkaður upp í tuttugu og að stærri verslanir fái heimild til að taka á móti allt að hundrað manns í einu. „Það er staða sem við getum auðveldlega lifað með til jóla,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Sóttvarnalæknir skilaði minnisblaði sínu um endurskoðaðar sóttvarnarráðstafanir til heilbrigðisráðherra í gær. Hann hefur ekki greint frá eðli þeirra en á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði hann „ekki mikið rými til almennra tilslakana eins og staðan er núna ef við viljum ekki fá bakslag í faraldurinn“. Heilbrigðisráðherra hefur nánast undantekningalaust samþykkt tillögur sóttvarnalæknis um næstu aðgerðir óbreyttar. Ráðherra mun leggja tillögurnar á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið, en núgildandi reglugerð fellur úr gildi 2. desember. Andrés hefur áhyggjur af því að tíu manna samkomutakmarkanir verði áfram í gildi í jólavertíðinni. „Þetta horfir mjög illa við okkur. Það sem við gagnrýnum, höfum gagnrýnt og gagnrýnum enn er skortur á fyrirsjáanleika, skortur á samræmi og skortur á samráði sóttvarnayfirvalda,“ segir hann. Hann segir að þekking og reynsla hafi myndast á hegðun fólks í verslunum og því sé samráðið afar mikilvægt. „Við höfum ekki orðið vör við það að sóttvarnayfirvöld hafi haft nokkuð samráð við okkur né aðra aðila í atvinnulífinu um þessar aðgerðir. Það er jú þannig að á þessum níu mánuðum sem liðnir eru síðan faraldurinn hófst þá hefur myndast þekking og reynsla í atvinnulífinu á því hvernig fólk hegðar sér, hvaða þarfir fólk hefur og hvernig atvinnulífinu þykir ástæða til að bregðast við. Þetta eru allt atriði sem við gagnrýnum mjög.“ Þá sé ljóst að vandamál muni skapast í tíu manna takmörkunum, til dæmis þegar fólk hyggur á jólatrjáakaup. „Ég bara kvíði því mjög. við getum bara tekið sem dæmi að núna byrjar fólk að kaupa sér jólatré. Eins og reglurnar eru núna þá geta einungis tíu manns verið inni í hverju rými þar sem fólk er að kaupa jólatré og það getur hver og einn spurt sjálfan sig að því hvernig það gangi núna næstu kannski tvær, þrjár vikur, ef öll þjóðin á að fara inn í tíu manna hollum inn í þessar tiltölulega fáu verslanir til að kaupa sér jólatré. Það mun ekki ganga upp. Ég bara fullyrði það,“ segir hann. „Óskastaðan væri sú að lágmarksfjöldinn yrði hækkaður upp í tuttugu og stærri verslanir gætu haft að minnsta kosti 100 manns inni í einu, og síðan einn fyrir hverja tíu fermetra umfram það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Takmarkanir nauðsynlegar svo sjúkrahúsin ráði við faraldurinn Breski ráðherrann Michael Gove hefur varað við því að án áframhaldandi takmarkana gæti álagið á sjúkrahús landsins orðið þeim ofviða. Núverandi takmarkanir eru í gildi til 2. desember, en hertar svæðisbundnar aðgerðir taka þá gildi sem hugnast ekki öllum þingmönnum Íhaldsflokksins. 28. nóvember 2020 23:29 Fara þurfi varlega næstu vikur svo jólin verði ekki undirlögð samfélagssmiti Mikilvægt er að samfélagið vari varlega næstu þrjár vikurnar svo að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum, að því að er fram kemur í niðurlagi nýrrar rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. 26. nóvember 2020 22:00 Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. 26. nóvember 2020 18:31 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Sóttvarnalæknir skilaði minnisblaði sínu um endurskoðaðar sóttvarnarráðstafanir til heilbrigðisráðherra í gær. Hann hefur ekki greint frá eðli þeirra en á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði hann „ekki mikið rými til almennra tilslakana eins og staðan er núna ef við viljum ekki fá bakslag í faraldurinn“. Heilbrigðisráðherra hefur nánast undantekningalaust samþykkt tillögur sóttvarnalæknis um næstu aðgerðir óbreyttar. Ráðherra mun leggja tillögurnar á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið, en núgildandi reglugerð fellur úr gildi 2. desember. Andrés hefur áhyggjur af því að tíu manna samkomutakmarkanir verði áfram í gildi í jólavertíðinni. „Þetta horfir mjög illa við okkur. Það sem við gagnrýnum, höfum gagnrýnt og gagnrýnum enn er skortur á fyrirsjáanleika, skortur á samræmi og skortur á samráði sóttvarnayfirvalda,“ segir hann. Hann segir að þekking og reynsla hafi myndast á hegðun fólks í verslunum og því sé samráðið afar mikilvægt. „Við höfum ekki orðið vör við það að sóttvarnayfirvöld hafi haft nokkuð samráð við okkur né aðra aðila í atvinnulífinu um þessar aðgerðir. Það er jú þannig að á þessum níu mánuðum sem liðnir eru síðan faraldurinn hófst þá hefur myndast þekking og reynsla í atvinnulífinu á því hvernig fólk hegðar sér, hvaða þarfir fólk hefur og hvernig atvinnulífinu þykir ástæða til að bregðast við. Þetta eru allt atriði sem við gagnrýnum mjög.“ Þá sé ljóst að vandamál muni skapast í tíu manna takmörkunum, til dæmis þegar fólk hyggur á jólatrjáakaup. „Ég bara kvíði því mjög. við getum bara tekið sem dæmi að núna byrjar fólk að kaupa sér jólatré. Eins og reglurnar eru núna þá geta einungis tíu manns verið inni í hverju rými þar sem fólk er að kaupa jólatré og það getur hver og einn spurt sjálfan sig að því hvernig það gangi núna næstu kannski tvær, þrjár vikur, ef öll þjóðin á að fara inn í tíu manna hollum inn í þessar tiltölulega fáu verslanir til að kaupa sér jólatré. Það mun ekki ganga upp. Ég bara fullyrði það,“ segir hann. „Óskastaðan væri sú að lágmarksfjöldinn yrði hækkaður upp í tuttugu og stærri verslanir gætu haft að minnsta kosti 100 manns inni í einu, og síðan einn fyrir hverja tíu fermetra umfram það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Takmarkanir nauðsynlegar svo sjúkrahúsin ráði við faraldurinn Breski ráðherrann Michael Gove hefur varað við því að án áframhaldandi takmarkana gæti álagið á sjúkrahús landsins orðið þeim ofviða. Núverandi takmarkanir eru í gildi til 2. desember, en hertar svæðisbundnar aðgerðir taka þá gildi sem hugnast ekki öllum þingmönnum Íhaldsflokksins. 28. nóvember 2020 23:29 Fara þurfi varlega næstu vikur svo jólin verði ekki undirlögð samfélagssmiti Mikilvægt er að samfélagið vari varlega næstu þrjár vikurnar svo að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum, að því að er fram kemur í niðurlagi nýrrar rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. 26. nóvember 2020 22:00 Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. 26. nóvember 2020 18:31 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Takmarkanir nauðsynlegar svo sjúkrahúsin ráði við faraldurinn Breski ráðherrann Michael Gove hefur varað við því að án áframhaldandi takmarkana gæti álagið á sjúkrahús landsins orðið þeim ofviða. Núverandi takmarkanir eru í gildi til 2. desember, en hertar svæðisbundnar aðgerðir taka þá gildi sem hugnast ekki öllum þingmönnum Íhaldsflokksins. 28. nóvember 2020 23:29
Fara þurfi varlega næstu vikur svo jólin verði ekki undirlögð samfélagssmiti Mikilvægt er að samfélagið vari varlega næstu þrjár vikurnar svo að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum, að því að er fram kemur í niðurlagi nýrrar rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. 26. nóvember 2020 22:00
Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. 26. nóvember 2020 18:31