Enski boltinn

„Mourin­ho á The Marine“ og Liver­pool getur hefnt fyrir ó­farirnar á Villa Park

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fólkið á heimavelli Marine er nú spennt fyrir komu Jose Mourinho.
Fólkið á heimavelli Marine er nú spennt fyrir komu Jose Mourinho. Catherine Ivill/Getty Images

Nú er komið í ljós hvaða lið mætast í þriðju umferð enska bikarsins.

Dregið var í þriðju umferð enska bikarsins í kvöld en þriðja umferðin er oftar en ekki ein sú skemmtilegasta umferðin í bikarkeppninni á hverju ári.

Þar eru bæði lið úr utandeildinni sem og lið úr ensku úrvalsdeildinni. Jose Mourinho og lærisveinar í Tottenham mæta m.a. Marine, úr 8. efstu deild Englands.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mæta Rotherham á heimavelli, fyrrum félagi Kára Árnasnar, og Man. United fær B-deildarlið Watford í heimsókn.

Arsenal fær úrvalsdeildarslag en Newcastle heimsækir Emirates leikvanginn og Liverpool heimsækir Aston Villa. Villa vann leik liðanna 7-2 fyrr á þessari leiktíð.

Allan dráttinn má sjá í heild sinni hér að neðan.

Drátturinn í heild sinni:

Huddersfield v Plymouth

Southampton v Shrewsbury

Chorley v Derby County

Marine v Tottenham Hotspur

Wolves v Crystal Palace

Stockport County v West Ham

Oldham Athletic v AFC Bournemouth

Manchester United v Watford

Stevenage v Swansea City

Everton v Rotherham

Nottingham Forest v Cardiff

Arsenal v Newcastle

Barnsley v Tranmere Rovers

Bristol Rovers v Sheffield United

Canvey Island or Boreham Wood v Millwall

Blackburn Rovers v Doncaster Rovers

Stoke City v Leicester City

Wycombe Wanderers v Preston North End

Crawley Town v Leeds United

Burnley v MK Dons

Bristol City v Portsmouth

QPR v Fulham

Aston Villa v Liverpool

Brentford v Middlesbrough

Manchester City v Birmingham City

Luton Town v Reading

Chelsea v Morecambe

Exeter City v Sheff Wed

Norwich City v Coventry City

Blackpool v West Brom

Newport County v Brighton

Cheltenham Town v Mansfield Town




Fleiri fréttir

Sjá meira


×