Næstu sóttvarnaaðgerðir kynntar í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2020 08:23 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þegar hertar aðgerðir voru kynntar í lok október. Fyrir aftan sést glitta í sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm Búist er við því að ríkisstjórnin tilkynni í dag um næstu sóttvarnaaðgerðir þar sem núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir fellur úr gildi á miðnætti í kvöld. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði á sunnudag tillögum sínum að næstu aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hann hefur ekki viljað fara út í það í hverju tillögurnar felast en sagði þó í gær að hann teldi ekki mikið svigrúm til afléttinga í ljósi þróunar faraldursins síðustu daga. Um miðja síðustu viku hafði Þórólfur skilað öðrum tillögum til ráðherra en þegar smitum fór fjölgandi í síðari hluta vikunnar dró hann þær tillögur til baka og smíðaði nýjar. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar fyrir hádegi eins og venja er á þriðjudagsmorgnum og má gera ráð fyrir að minnisblað sóttvarnalæknis og reglugerð ráðherra verði til umræðu þar. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir tók gildi þann 18. nóvember. Hún kveður á um tíu manna samkomubann, tveggja metra fjarlægðarmörk og grímuskyldu þar sem ekki hægt að tryggja tvo metrana, til dæmis í almenningssamgöngum og verslunum. Þá er íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri heimilt en líkamsræktarstöðvar og sundlaugar eru lokaðar. Skemmtistaðir og barir eru einnig lokaðir og þá þurfa veitingastaðir með vínveitingaleyfi að loka klukkan 21. Starfsemi sem krefst nálægðar og/eða snertingar, til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa og nuddara, er heimil að uppfylltri grímuskyldu, tíu manna fjöldatakmörkun viðskiptavina og tveggja metra reglu á milli þeirra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði á sunnudag tillögum sínum að næstu aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hann hefur ekki viljað fara út í það í hverju tillögurnar felast en sagði þó í gær að hann teldi ekki mikið svigrúm til afléttinga í ljósi þróunar faraldursins síðustu daga. Um miðja síðustu viku hafði Þórólfur skilað öðrum tillögum til ráðherra en þegar smitum fór fjölgandi í síðari hluta vikunnar dró hann þær tillögur til baka og smíðaði nýjar. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar fyrir hádegi eins og venja er á þriðjudagsmorgnum og má gera ráð fyrir að minnisblað sóttvarnalæknis og reglugerð ráðherra verði til umræðu þar. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir tók gildi þann 18. nóvember. Hún kveður á um tíu manna samkomubann, tveggja metra fjarlægðarmörk og grímuskyldu þar sem ekki hægt að tryggja tvo metrana, til dæmis í almenningssamgöngum og verslunum. Þá er íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri heimilt en líkamsræktarstöðvar og sundlaugar eru lokaðar. Skemmtistaðir og barir eru einnig lokaðir og þá þurfa veitingastaðir með vínveitingaleyfi að loka klukkan 21. Starfsemi sem krefst nálægðar og/eða snertingar, til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa og nuddara, er heimil að uppfylltri grímuskyldu, tíu manna fjöldatakmörkun viðskiptavina og tveggja metra reglu á milli þeirra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira