Víðir nýtur fyllsta trausts Katrínar og Svandísar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2020 12:16 Svandís, Katrín og Víðir á blaðamannafundi í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra nýtur trausts Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Víðir lýsti gestagangi á heimili sínu í aðdraganda þess að hann greindist smitaður af Covid-19 á dögunum. Nokkur gagnrýni hefur verið í samfélaginu og háværar raddir um að Víðir hafi ekki fylgt eigin fyrirmælum miðað við frásögn hans. Katrín sagði í viðtali við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur í beinni útsendingu frá Ráðherrabústaðnum í hádeginu að Víðir nyti trausts hennar. „Hann nýtur míns trausts,“ segir Katrín. Við séum öll að fóta okkur í flóknum aðstæðum og Víðir hafi komið heiðarlega fram. Við séum öll á þeim stað „Sjálf bý ég í fjölbýlishúsi svo dæmi sé tekið. Ég hitti fólk sem er ekki í mínum nánasta hring og er í því sem hefur verið skilgreint sem hááhættusvæði, sem eru svona sameiginleg rými. Við reynum öll að gera okkar besta í þeim aðstæðum sem við erum í,“ segir Katrín. Miklu skipti að koma heiðarlega fram eins og Víðir hafi gert. Rætt er við Katrínu hér að neðan. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er á sama máli. „Að sjálfsögðu nýtur Víðir Reynisson míns trausts. Hans skilaboð til samfélagsins hafa verið mjög mikilvæg í marga marga mánuði,“ segir Svandís. Ekki í embætti til að meta hegðun einstaklinga Þríeykið, skipað þeim Víði, Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Ölmu Möller landlækni, sé kannski stærsta ástæða þess hve góður árangur hefur náðst hér á landi í baráttunni við veiruna samanborið við nágrannalöndin. Svandís segir að góðan árangur hér á landi megi líklega að stærstum hluta þakka þríeykinu.Vísir/Vilhelm „Ég ætla ekki að tjá mig um einstaka atburði í lífi fólks. Hann hefur sjálfur gert það og það dugar,“ segir Svandís. „Ég er ekki í þessu embætti til að vega og meta hegðun einstaklinga.“ Rætt er við Svandísi hér að neðan. Eðlilegt sé að samfélagið ræði öll þessi mál og það sé eðlilegt. Fólk þurfi að nálgast Covid-19 faraldurinn af væntumþykju, bæði gagnvart samfélaginu og hvert öðru. Sameiginlegir snertifletir líklega smitleiðin Víðir hefur verið í sóttkví í viku eftir að hafa smitast af eiginkonu sinni en uppruni smitsins er óþekktur. Helgina fyrir greiningu voru þau hjónin að mestu heima við, en þó komu nokkrir gestir í heimsókn. Vinafólk þeirra bjó hjá þeim tímabundið vegna þess að þau þurftu til læknis í Reykjavík og kíktu dætur þeirra í kaffi á sunnudeginum ásamt vinkonu þeirra. „Börn okkar, tengdadóttir og barnabarn komu einnig við og um kvöldið komu til okkar vinahjón sem stoppuðu stutt. Í öllum tilfellum var passað upp á fjarlægðir á milli okkar og gesta og reyndum að forðast sameiginlega snertifleti,“ skrifar Víðir, sem segir það ekki hafa dugað til. „Við erum búin að fara vel yfir öll samskiptin og höfum fundið að fjarlægð sem var haldin var um eða yfir 2 metra við alla. Hins vegar er ljóst að við pössuðum ekki upp á alla sameiginlega snertifleti. Vatnskanna, kaffibollar og glös hafa sennilega verið sameiginlegir snertifletir sem hafa dugað til að smita.“ Enginn biðji fólk um að sitja lokað inni Batakveðjum hefur rignt yfir Víði í kjölfar frásagnar hans. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir líta ekki svo á að Víðir hafi farið gegn eigin ráðum og þeirra. Aðspurður hvort það væri hins vegar æskilegt fá tólf manns í heimsókn á 48 klukkutímum, þótt allir væru ekki að koma á sama tíma, svaraði Þórólfur neitandi en benti á að fólk þyrfti til dæmis að sinna fjölskyldunni sinni. „Þetta eru náttúrulega oft fjölskyldumeðlimir og fólk á foreldra og fólk á börn og auðvitað þarf fólk að hafa samskipti við sitt fólk eftir sem áður. Það er enginn að biðja fólk um að sitja lokað inni og hafa ekki samskipti við nokkurn mann. Fólk þarf að fara út í búð og fólk þarf að gera ýmsa hluti, fólk þarf að sinna börnunum sínum og foreldrum og svo framvegis. Þar eru kontaktarnir þannig að þeir eru ansi margir þrátt fyrir allt en við erum að biðla til fólks að fara bara mjög varlega. Ef allir fara varlega þá lágmörkum við þessa áhættu, við höfum aldrei sagt að það sé hægt að uppræta hana algjörlega,“ sagði Þórólfur í Bítinu á Bylgjunni í gær. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. 28. nóvember 2020 19:44 Þórólfur um smit Víðis: „Vont fyrir okkur og verst fyrir hann“ Sóttvarnalæknir segir að Víðir Reynisson hafi farið á hárréttu augnabliki í sóttkví til að lágmarka smithættu. 25. nóvember 2020 17:56 Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Katrín sagði í viðtali við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur í beinni útsendingu frá Ráðherrabústaðnum í hádeginu að Víðir nyti trausts hennar. „Hann nýtur míns trausts,“ segir Katrín. Við séum öll að fóta okkur í flóknum aðstæðum og Víðir hafi komið heiðarlega fram. Við séum öll á þeim stað „Sjálf bý ég í fjölbýlishúsi svo dæmi sé tekið. Ég hitti fólk sem er ekki í mínum nánasta hring og er í því sem hefur verið skilgreint sem hááhættusvæði, sem eru svona sameiginleg rými. Við reynum öll að gera okkar besta í þeim aðstæðum sem við erum í,“ segir Katrín. Miklu skipti að koma heiðarlega fram eins og Víðir hafi gert. Rætt er við Katrínu hér að neðan. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er á sama máli. „Að sjálfsögðu nýtur Víðir Reynisson míns trausts. Hans skilaboð til samfélagsins hafa verið mjög mikilvæg í marga marga mánuði,“ segir Svandís. Ekki í embætti til að meta hegðun einstaklinga Þríeykið, skipað þeim Víði, Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Ölmu Möller landlækni, sé kannski stærsta ástæða þess hve góður árangur hefur náðst hér á landi í baráttunni við veiruna samanborið við nágrannalöndin. Svandís segir að góðan árangur hér á landi megi líklega að stærstum hluta þakka þríeykinu.Vísir/Vilhelm „Ég ætla ekki að tjá mig um einstaka atburði í lífi fólks. Hann hefur sjálfur gert það og það dugar,“ segir Svandís. „Ég er ekki í þessu embætti til að vega og meta hegðun einstaklinga.“ Rætt er við Svandísi hér að neðan. Eðlilegt sé að samfélagið ræði öll þessi mál og það sé eðlilegt. Fólk þurfi að nálgast Covid-19 faraldurinn af væntumþykju, bæði gagnvart samfélaginu og hvert öðru. Sameiginlegir snertifletir líklega smitleiðin Víðir hefur verið í sóttkví í viku eftir að hafa smitast af eiginkonu sinni en uppruni smitsins er óþekktur. Helgina fyrir greiningu voru þau hjónin að mestu heima við, en þó komu nokkrir gestir í heimsókn. Vinafólk þeirra bjó hjá þeim tímabundið vegna þess að þau þurftu til læknis í Reykjavík og kíktu dætur þeirra í kaffi á sunnudeginum ásamt vinkonu þeirra. „Börn okkar, tengdadóttir og barnabarn komu einnig við og um kvöldið komu til okkar vinahjón sem stoppuðu stutt. Í öllum tilfellum var passað upp á fjarlægðir á milli okkar og gesta og reyndum að forðast sameiginlega snertifleti,“ skrifar Víðir, sem segir það ekki hafa dugað til. „Við erum búin að fara vel yfir öll samskiptin og höfum fundið að fjarlægð sem var haldin var um eða yfir 2 metra við alla. Hins vegar er ljóst að við pössuðum ekki upp á alla sameiginlega snertifleti. Vatnskanna, kaffibollar og glös hafa sennilega verið sameiginlegir snertifletir sem hafa dugað til að smita.“ Enginn biðji fólk um að sitja lokað inni Batakveðjum hefur rignt yfir Víði í kjölfar frásagnar hans. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir líta ekki svo á að Víðir hafi farið gegn eigin ráðum og þeirra. Aðspurður hvort það væri hins vegar æskilegt fá tólf manns í heimsókn á 48 klukkutímum, þótt allir væru ekki að koma á sama tíma, svaraði Þórólfur neitandi en benti á að fólk þyrfti til dæmis að sinna fjölskyldunni sinni. „Þetta eru náttúrulega oft fjölskyldumeðlimir og fólk á foreldra og fólk á börn og auðvitað þarf fólk að hafa samskipti við sitt fólk eftir sem áður. Það er enginn að biðja fólk um að sitja lokað inni og hafa ekki samskipti við nokkurn mann. Fólk þarf að fara út í búð og fólk þarf að gera ýmsa hluti, fólk þarf að sinna börnunum sínum og foreldrum og svo framvegis. Þar eru kontaktarnir þannig að þeir eru ansi margir þrátt fyrir allt en við erum að biðla til fólks að fara bara mjög varlega. Ef allir fara varlega þá lágmörkum við þessa áhættu, við höfum aldrei sagt að það sé hægt að uppræta hana algjörlega,“ sagði Þórólfur í Bítinu á Bylgjunni í gær.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. 28. nóvember 2020 19:44 Þórólfur um smit Víðis: „Vont fyrir okkur og verst fyrir hann“ Sóttvarnalæknir segir að Víðir Reynisson hafi farið á hárréttu augnabliki í sóttkví til að lágmarka smithættu. 25. nóvember 2020 17:56 Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. 28. nóvember 2020 19:44
Þórólfur um smit Víðis: „Vont fyrir okkur og verst fyrir hann“ Sóttvarnalæknir segir að Víðir Reynisson hafi farið á hárréttu augnabliki í sóttkví til að lágmarka smithættu. 25. nóvember 2020 17:56
Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42