Hátt í 20 ökumenn í vandræðum á heiðum og fjallvegum Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2020 22:48 Björgunarsveitarmenn að störfum í óveðri á höfuðborgarsvæðinu í febrúar. Vísir/vilhelm Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum á landinu í kvöld, sem kallaðar hafa verið út hátt í 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum. Veður er slæmt í öllum landshlutum og verður áfram næstu daga. Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að byrjað hafi verið að kalla björgunarsveitir út um fimmleytið og áfram borist verkefni fram eftir kvöldi. Aðallega hafi fólk þurft aðstoð á Norðurlandi og Austurlandi en seinnipart kvölds hafi hjálparbeiðnir tekið að berast frá Vesturlandi. Davíð segir að öll verkefnin, á bilinu 15-20 talsins, hafi lotið að því að aðstoða ökumenn bíla í vandræðum vegna færðar eða veðurs, aðallega á fjallvegum og heiðum. „Ég hef verið að benda á að ferðaveður á þessum fjallvegum er með lakara móti og við bendum fólki eindregið á að sé það að ferðast milli landshluta gái það vel að upplýsingum um færð og veður og hugi að útbúnaði sínum og bílanna, þannig að sé öruggt,“ segir Davíð. Til dæmis hafi verið farið í útköll á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar eru vegirnir annars vegar lokaður og hins vegar ófær. Björgunarsveitir eða lögregla hafa þó ekki lokað vegum það sem af er kvöldi og Davíð segir að einhverjir hafi mögulega freistast til að fara yfir. „En við erum viðbúin áfram og mjög meðvituð um að viðvaranirnar gilda fram á föstudag. Við erum orðin nokkuð vön því að halda okkur til hlés út af Covid og fleira og ég held að við verðum að temja okkur það í svona veðrum,“ segir Davíð. Upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Neyðarskýlin opin allan sólarhringinn vegna kuldakastsins Neyðarskýlin fjögur sem Reykjavíkurborg rekur – Konukot, gistiskýlið á Lindargötu, neyðarskýlið á Granda og tímabundið neyðarskýli fyrir konur – verða öll opin allan sólarhringinn frá 3.til 7. desember, vegna kuldakastsins sem framundan er. 2. desember 2020 14:46 Appelsínugul viðvörun á Suðausturlandi: Hviður allt að 45 m/s Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi klukkan 16 í dag og gildir til miðnættis annað kvöld. 2. desember 2020 10:03 Stormur, stórhríð og hörkufrost í kortunum Í dag, á morgun og fram á föstudag er útlit fyrir fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins með stormi, stórhríð og ísköldu heimskautalofti sem herðir á frostinu. 2. desember 2020 06:57 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að byrjað hafi verið að kalla björgunarsveitir út um fimmleytið og áfram borist verkefni fram eftir kvöldi. Aðallega hafi fólk þurft aðstoð á Norðurlandi og Austurlandi en seinnipart kvölds hafi hjálparbeiðnir tekið að berast frá Vesturlandi. Davíð segir að öll verkefnin, á bilinu 15-20 talsins, hafi lotið að því að aðstoða ökumenn bíla í vandræðum vegna færðar eða veðurs, aðallega á fjallvegum og heiðum. „Ég hef verið að benda á að ferðaveður á þessum fjallvegum er með lakara móti og við bendum fólki eindregið á að sé það að ferðast milli landshluta gái það vel að upplýsingum um færð og veður og hugi að útbúnaði sínum og bílanna, þannig að sé öruggt,“ segir Davíð. Til dæmis hafi verið farið í útköll á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar eru vegirnir annars vegar lokaður og hins vegar ófær. Björgunarsveitir eða lögregla hafa þó ekki lokað vegum það sem af er kvöldi og Davíð segir að einhverjir hafi mögulega freistast til að fara yfir. „En við erum viðbúin áfram og mjög meðvituð um að viðvaranirnar gilda fram á föstudag. Við erum orðin nokkuð vön því að halda okkur til hlés út af Covid og fleira og ég held að við verðum að temja okkur það í svona veðrum,“ segir Davíð. Upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar.
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Neyðarskýlin opin allan sólarhringinn vegna kuldakastsins Neyðarskýlin fjögur sem Reykjavíkurborg rekur – Konukot, gistiskýlið á Lindargötu, neyðarskýlið á Granda og tímabundið neyðarskýli fyrir konur – verða öll opin allan sólarhringinn frá 3.til 7. desember, vegna kuldakastsins sem framundan er. 2. desember 2020 14:46 Appelsínugul viðvörun á Suðausturlandi: Hviður allt að 45 m/s Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi klukkan 16 í dag og gildir til miðnættis annað kvöld. 2. desember 2020 10:03 Stormur, stórhríð og hörkufrost í kortunum Í dag, á morgun og fram á föstudag er útlit fyrir fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins með stormi, stórhríð og ísköldu heimskautalofti sem herðir á frostinu. 2. desember 2020 06:57 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Neyðarskýlin opin allan sólarhringinn vegna kuldakastsins Neyðarskýlin fjögur sem Reykjavíkurborg rekur – Konukot, gistiskýlið á Lindargötu, neyðarskýlið á Granda og tímabundið neyðarskýli fyrir konur – verða öll opin allan sólarhringinn frá 3.til 7. desember, vegna kuldakastsins sem framundan er. 2. desember 2020 14:46
Appelsínugul viðvörun á Suðausturlandi: Hviður allt að 45 m/s Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi klukkan 16 í dag og gildir til miðnættis annað kvöld. 2. desember 2020 10:03
Stormur, stórhríð og hörkufrost í kortunum Í dag, á morgun og fram á föstudag er útlit fyrir fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins með stormi, stórhríð og ísköldu heimskautalofti sem herðir á frostinu. 2. desember 2020 06:57