Veður með versta móti á Akureyri og ófært víða um land Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 3. desember 2020 06:45 Myndina birti Landsbjörg á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi en nokkur erill var hjá björgunarsveitum landsins vegna veðursins. Landsbjörg Á Akureyri hefur veðrið verið með versta móti síðan síðdegis í gær og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er þungfært víða í bænum. Verið er að moka aðalleiðir en í íbúagötum er víða ófært. Veðurviðvaranir eru í gildi um allt land nema á höfuðborgarsvæðinu. Alls staðar eru gular viðvaranir í gildi, nema á Suðausturlandi, þar er viðvörunin appelsíngul. Fyrir utan veðrið var nóttin róleg í umdæmi lögreglunnar á Akureyri og svo virðist sem fólk hafi hlýtt ráðleggingum og haldið sig heima. Eitt útkall var hjá björgunarsveit þegar aðstoða þurfti bíl á Ólafsfjarðarvegi sem hafði lent út í kanti. Að sögn lögreglu hefur snjóað gríðarlega mikið í bænum og síðan er veðrið enn verra í nágrenninu og glórulaus bylur úti á þjóðvegi, eins og varðstjórinn orðaði það. Áður en veðrið skall á höfðu menn áhyggjur af höfnunum fyrir norðan og hefur lögreglan haft eftirlit með höfninni á Akureyri og á Húsavík. Þar virðist þó ekkert tjón hafa orðið. Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum frá því klukkan fimm í dag og hefur ökumönnum sem lent hafa í vandræðum...Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Wednesday, December 2, 2020 Nokkur erill var hjá björgunarsveitum á landinu í gærkvöldi. Þær höfðu verið kallaðar út um 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum þegar Vísir náði tali af Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, á ellefta tímanum í gærkvöldi. Í færslu á Facebook-síðu Landsbjargar sem birt var upp úr miðnætti sagði að bílar hefðu setið fastir, lent utan vegar og þá fór einn bíll á hliðina. Flest verkefnin voru á Norður- og Vesturlandi en engar tilkynningar höfðu borist um slys á fólki. Yfirlit: Vetrarfærð er á landinu og slæmt ferðaveður víða. Margir vegir eru ýmist lokaðir eða ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 3, 2020 Á tilkynningu Vegagerðarinnar nú klukkan hálfsjö segir að það sé vetrarfærð á landinu og slæmt ferðaveður víða. Margir vegir eru ýmist lokaðir eða ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Lokað er á Holtavörðuheiði og Fróðárheiði og ófært á Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Á Fróðárheiði er vegurinn lokaður og sömu sögu er að segja um Bröttubrekku en þar er hjáleið um Heydal opin. Vegurinn um Laxárdalsheiði er ófær og einnig er lokað á Hotavörðuheiðinni. Þröskuldar eru lokaðir og einnig vegurinn um Klettsháls og óvissustig er í gildi í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Veður Samgöngur Björgunarsveitir Akureyri Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Veðurviðvaranir eru í gildi um allt land nema á höfuðborgarsvæðinu. Alls staðar eru gular viðvaranir í gildi, nema á Suðausturlandi, þar er viðvörunin appelsíngul. Fyrir utan veðrið var nóttin róleg í umdæmi lögreglunnar á Akureyri og svo virðist sem fólk hafi hlýtt ráðleggingum og haldið sig heima. Eitt útkall var hjá björgunarsveit þegar aðstoða þurfti bíl á Ólafsfjarðarvegi sem hafði lent út í kanti. Að sögn lögreglu hefur snjóað gríðarlega mikið í bænum og síðan er veðrið enn verra í nágrenninu og glórulaus bylur úti á þjóðvegi, eins og varðstjórinn orðaði það. Áður en veðrið skall á höfðu menn áhyggjur af höfnunum fyrir norðan og hefur lögreglan haft eftirlit með höfninni á Akureyri og á Húsavík. Þar virðist þó ekkert tjón hafa orðið. Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum frá því klukkan fimm í dag og hefur ökumönnum sem lent hafa í vandræðum...Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Wednesday, December 2, 2020 Nokkur erill var hjá björgunarsveitum á landinu í gærkvöldi. Þær höfðu verið kallaðar út um 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum þegar Vísir náði tali af Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, á ellefta tímanum í gærkvöldi. Í færslu á Facebook-síðu Landsbjargar sem birt var upp úr miðnætti sagði að bílar hefðu setið fastir, lent utan vegar og þá fór einn bíll á hliðina. Flest verkefnin voru á Norður- og Vesturlandi en engar tilkynningar höfðu borist um slys á fólki. Yfirlit: Vetrarfærð er á landinu og slæmt ferðaveður víða. Margir vegir eru ýmist lokaðir eða ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 3, 2020 Á tilkynningu Vegagerðarinnar nú klukkan hálfsjö segir að það sé vetrarfærð á landinu og slæmt ferðaveður víða. Margir vegir eru ýmist lokaðir eða ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Lokað er á Holtavörðuheiði og Fróðárheiði og ófært á Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Á Fróðárheiði er vegurinn lokaður og sömu sögu er að segja um Bröttubrekku en þar er hjáleið um Heydal opin. Vegurinn um Laxárdalsheiði er ófær og einnig er lokað á Hotavörðuheiðinni. Þröskuldar eru lokaðir og einnig vegurinn um Klettsháls og óvissustig er í gildi í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu.
Veður Samgöngur Björgunarsveitir Akureyri Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira