Gaupi hitti Þórólf: „Finnst íþróttamenn ekki geta kvartað umfram aðra“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2020 15:35 Mikið hefur mætt á Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni undanfarna mánuði. vísir/vilhelm Guðjón Guðmundsson ræddi við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í dag. Hann segir að íþróttafólk búi ekki við meiri hömlur vegna kórónuveirufaraldursins en aðrir og segir rangt að Ísland sé eitt fárra landa sem banni íþróttaiðkun. „Þetta er mjög mismunandi eftir löndum. Ég er búinn að kanna hvernig þetta er á Norðurlöndunum og þetta er mjög breytilegt milli landa hvernig íþróttastarfi er háttað og hvað er bannað. Í flestum Norðurlandanna er það þannig að löndunum er skipt upp, þar sem áhættan er mikil er nánast allt íþróttastarf bannað nema atvinnumanna og æfingar líka. Þetta er bara mjög mismunandi og það er ekki rétt að segja að það sé alls staðar öðruvísi en á Íslandi,“ sagði Þórólfur. „Reglurnar eru bara ekki eins á milli landanna þannig að það er ekki hægt að segja að allir séu með sömu reglur en við með öðruvísi reglur. Þetta er breytilegt milli landa. Á mörgum Norðurlandanna, á mörgum svæðum, er bara atvinnumennska leyfð í íþróttum og annað ekki.“ Nokkuð hefur verið fundið að því að afreksíþróttir hafi verið settar undir sama hatt og almenningsíþróttir þegar kemur að takmörkunum vegna faraldursins. Veiran gerir engan greinarmun „Við erum ekkert að skipta þessu upp eftir því hvað fólk er að gera því veiran gerir engan greinarmun á hvort um afreksmenn er að ræða eða ekki. Við höfum sett nánast alla þjóðina í mjög íþyngjandi aðgerðir, þannig að það eru ekki bara íþróttir. Það hefur jafnvel verið meira íþyngjandi fyrir flesta aðra starfsemi. Ef við skoðum þetta grannt finnst mér íþróttamenn ekki geta kvartað umfram aðra,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að samanburður á hópamyndunum sé flókinn er Gaupi spurði hann af hverju 50 manns mættu vera inni í Vínbúðinni en einn íþróttamaður ekki fara inn í íþróttahús að æfa. Besti árangur í Evrópu „Þessi samanburður er mjög erfiður. Við höfum reynt að halda matvöruverslunum opnum og þetta með áfengisverslunina kom til vegna þess hvernig hún er skilgreind. Menn hafa mismunandi skoðanir á því. En við erum ekki í þessum samanburði,,“ sagði Þórólfur. „Við biðjum alla að skilja af hverju við erum að þessum íþyngjandi aðgerðum og biðja fólk um að hafa í huga þann árangur sem við höfum náð í öll saman. Við höfum haldið faraldrinum í skefjum og náð besta árangri í Evrópu. Lægstu tölurnar eru hér. Það er út af þessum íþyngjandi aðgerðum. Ég held að menn ættu frekar að horfa á það frekar en metast á milli greina.“ Allir þurft að færa miklar fórnir Gaupi benti á að íþróttahreyfingin á Íslandi hafi sýnt ábyrgð og hugað vel að sóttvörnum í faraldrinum. „Það hafa allir sýnt þolinmæði og ég endurtek það sem ég sagði áðan: það hafa allir þurft að færa miklar fórnir. Sumir meiri fórnir en aðrir. Allir hafa sýnt mikla þolinmæði og ég held að það sé ekki sanngjarnt gagnvart mjög mörgum, eins og t.d. listamönnum sem hafa nánast ekki fengið að gera neitt, að menn séu í þeim samanburði og halda að það sé farið verr með þá en aðra. Það er ekki þannig,“ sagði Þórólfur. Erfitt að ákveða fram í tímann Hann segir ekki auðvelt að segja til um það hvenær hægt verði að aflétta æfingabanninu. „Eins og við höfum sagt er erfitt að ákveða langt fram í tímann því þetta helgast af því hvernig þessi blessaði faraldur verður. Eins og menn sáu í síðustu viku virtist stefna í að við gætum farið að aflétta, þ.á.m. á íþróttum, þannig að við erum sífellt með þessa starfsemi og aðra í huga þegar við hugsum hvort við getum aflétt og það er það sem við reynum alltaf að gera,“ sagði Þórólfur að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportpakkinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Sjá meira
„Þetta er mjög mismunandi eftir löndum. Ég er búinn að kanna hvernig þetta er á Norðurlöndunum og þetta er mjög breytilegt milli landa hvernig íþróttastarfi er háttað og hvað er bannað. Í flestum Norðurlandanna er það þannig að löndunum er skipt upp, þar sem áhættan er mikil er nánast allt íþróttastarf bannað nema atvinnumanna og æfingar líka. Þetta er bara mjög mismunandi og það er ekki rétt að segja að það sé alls staðar öðruvísi en á Íslandi,“ sagði Þórólfur. „Reglurnar eru bara ekki eins á milli landanna þannig að það er ekki hægt að segja að allir séu með sömu reglur en við með öðruvísi reglur. Þetta er breytilegt milli landa. Á mörgum Norðurlandanna, á mörgum svæðum, er bara atvinnumennska leyfð í íþróttum og annað ekki.“ Nokkuð hefur verið fundið að því að afreksíþróttir hafi verið settar undir sama hatt og almenningsíþróttir þegar kemur að takmörkunum vegna faraldursins. Veiran gerir engan greinarmun „Við erum ekkert að skipta þessu upp eftir því hvað fólk er að gera því veiran gerir engan greinarmun á hvort um afreksmenn er að ræða eða ekki. Við höfum sett nánast alla þjóðina í mjög íþyngjandi aðgerðir, þannig að það eru ekki bara íþróttir. Það hefur jafnvel verið meira íþyngjandi fyrir flesta aðra starfsemi. Ef við skoðum þetta grannt finnst mér íþróttamenn ekki geta kvartað umfram aðra,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að samanburður á hópamyndunum sé flókinn er Gaupi spurði hann af hverju 50 manns mættu vera inni í Vínbúðinni en einn íþróttamaður ekki fara inn í íþróttahús að æfa. Besti árangur í Evrópu „Þessi samanburður er mjög erfiður. Við höfum reynt að halda matvöruverslunum opnum og þetta með áfengisverslunina kom til vegna þess hvernig hún er skilgreind. Menn hafa mismunandi skoðanir á því. En við erum ekki í þessum samanburði,,“ sagði Þórólfur. „Við biðjum alla að skilja af hverju við erum að þessum íþyngjandi aðgerðum og biðja fólk um að hafa í huga þann árangur sem við höfum náð í öll saman. Við höfum haldið faraldrinum í skefjum og náð besta árangri í Evrópu. Lægstu tölurnar eru hér. Það er út af þessum íþyngjandi aðgerðum. Ég held að menn ættu frekar að horfa á það frekar en metast á milli greina.“ Allir þurft að færa miklar fórnir Gaupi benti á að íþróttahreyfingin á Íslandi hafi sýnt ábyrgð og hugað vel að sóttvörnum í faraldrinum. „Það hafa allir sýnt þolinmæði og ég endurtek það sem ég sagði áðan: það hafa allir þurft að færa miklar fórnir. Sumir meiri fórnir en aðrir. Allir hafa sýnt mikla þolinmæði og ég held að það sé ekki sanngjarnt gagnvart mjög mörgum, eins og t.d. listamönnum sem hafa nánast ekki fengið að gera neitt, að menn séu í þeim samanburði og halda að það sé farið verr með þá en aðra. Það er ekki þannig,“ sagði Þórólfur. Erfitt að ákveða fram í tímann Hann segir ekki auðvelt að segja til um það hvenær hægt verði að aflétta æfingabanninu. „Eins og við höfum sagt er erfitt að ákveða langt fram í tímann því þetta helgast af því hvernig þessi blessaði faraldur verður. Eins og menn sáu í síðustu viku virtist stefna í að við gætum farið að aflétta, þ.á.m. á íþróttum, þannig að við erum sífellt með þessa starfsemi og aðra í huga þegar við hugsum hvort við getum aflétt og það er það sem við reynum alltaf að gera,“ sagði Þórólfur að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportpakkinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Sjá meira