Burnley og Everton skildu jöfn á Turf Moor

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lewin að koma boltanum í netið.
Lewin að koma boltanum í netið. vísir/Getty

Everton og Burnley skildu jöfn á Turf Moor í dag í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 

Gylfi Þór Sigurðsson hóf leik á varamannabekk Everton en Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley vegna meiðsla. 

Leikurinn byrjaði vel fyrir heimamenn því Robbie Brady kom þeim í forystu strax á 3.mínútu leiksins. 

Það var svo á þriðju mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks sem Everton jafnaði metin þegar Dominic Calvert-Lewin skoraði eftir góðan undirbúning Richarlison.

Gylfa var skipt inná á 81.mínútu og tíu mínútum síðar fékk hann besta tækifæri Everton til að gera út um leikinn. James Rodriguez gerði þá frábærlega í að finna Gylfa inn á teignum en Nick Pope, markvörður Burnley, sá við Gylfa og tryggði heimamönnum eitt stig. Lokatölur 1-1.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira