Í tilkynningu frá lögreglu segir að húsleit hafi verið gerð á annan tug staða á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknarinnar. Þá hefur hald verið lagt á ætluð fíkniefni, fjármuni og ýmsan annan búnað sem talinn er tengjast starfseminni.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur notið aðstoðar lögreglunnar á Suðurnesjum, ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara við rannsóknina og aðgerðirnar. Þar að auki hafa pólsk lögregluyfirvöld og Europol komið að málinu.
Frekari upplýsingar verða ekki veittar um málið að svo stöddu, samkvæmt tilkynningunni.