Innlent

Of snemmt að segja til um hvort hægt verði að fara í til­slakanir fyrir jól

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á blaðamannafundi Almannavarna.
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á blaðamannafundi Almannavarna. Vísir/Vilhelm

Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir of snemmt að segja til um hvort hægt verði að fara í tilslakanir fyrir jól, en að tölur síðustu daga séu jákvæðar.

Fjórtán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir voru utan sóttkvíar. Fólki í einangrun fer fækkandi en í dag eru 195 í einangrun miðað við 212 í gær. Þá eru 544 í sóttkví í dag samanborið við 679 í gær.

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir of snemmt að segja til um hvort smitum fari fækkandi eða hvort þetta séu tilviljanir.

„Það er aðeins of snemmt að lesa í tölurnar til lengri tíma en þetta eru sannarlega jákvæðar vísbendingar sem við erum að sjá, bæði varðandi fjöldann og hvað hátt hlutfall er í sóttkví. Í gær voru allir í sóttkví og núna eru rúmlega 80 prósent í sóttkví, þannig að við viljum sjá meira af þessu,“ segir Rögnvaldur.

Hann segir of snemmt til að hægt sé að segja til um hvort von sé á tilslökunum um jólin.

„Við þurfum að fá meiri upplýsingar til þess að byggja á. Við verðum að sjá hvort þetta sé eitthvað tilfallandi eða hvort það sé fylgni í þessu og þetta muni haldast. En þetta verður sennilega haft til hliðsjónar þegar teknar verða ákvarðanir um næstu slakanir og hvort það verði tilslakanir,“ segir Rögnvaldur.


Tengdar fréttir

Fjórtán greindust með veiruna

Fjórtán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir voru utan sóttkvíar við greiningu.

Rúss­land hefur bólu­setningar fyrir Co­vid-19

Bólusetningar fyrir Covid-19 eru hafnar í Rússlandi. Nú um helgina verður aðeins bólusett á heilsugæslustöðvum í Moskvu og verða þeir sem eru í mestri áhættu vegna veirunnar bólusettir fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×