Enski boltinn

Ancelotti: Southgate hlýtur að vera ánægður núna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sæst á skiptan hlut.
Sæst á skiptan hlut. vísir/Getty

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, segir jafntefli gegn Burnley hafa verið ásættanleg úrslit.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en eftir frábæra byrjun á mótinu hefur Everton fatast flugið og aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum.

„Við verðum að horfast í augu við okkar frammistöðu og úrslitin sem hún skilaði. Við lentum í áföllum en við vorum allan tímann inn í leiknum. Við þurftum að aðlagast erfiðum aðstæðum. Ben Godfrey spilaði vinstri bakvörð og gerði það vel,“ segir Ancelotti.

Hann hrósaði Jordan Pickford sérstaklega og raunar báðum markvörðum leiksins en um var að ræða einvígi landsliðsmarkvarða Englands.

„Hann gerði mjög vel. Jordan er mættur aftur. Hann býr yfir miklum gæðum og það er mikilvægt fyrir hann að vera í góðu formi og halda einbeitingu. Gareth Southgate hlýtur að vera ánægður því báðir markmennirnir stóðu sig vel.“

„Eitt stig er ásættanlegt. Auðvitað vildum við vinna og við erum ekki ánægðir með úrslitin en spilamennskan var nokkuð góð,“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×