Enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2020 19:03 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ötull talsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þrjár vikur eru í formlega útgöngu. Vísir/EPA Viðræðum Breta og Evrópusambandsins varðandi Brexit verður framhaldið á morgun. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu símleiðis í dag. Var það niðurstaða samtals þeirra að enn væri möguleiki að ná saman um fríverslunarsamning sem tæki gildi eftir áramót þegar Bretar ganga formlega úr Evrópusambandinu. Guardian greinir frá. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Johnson og Von Der Leyen sögðust leiðtogarnir ætla að ræða aftur saman á mánudagskvöld. „Í símtali í dag sem snerist um áframhaldandi viðræður Evrópusambandsins og Bretlands fögnuðum við því að árangur hefur náðst á mörgum sviðum,“ segir í yfirlýsingunni. „Engu að síður er enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum: Varðandi sanngirnissjónarmið, stjórnsýslu og fiskveiðar.“ Samkomulag hefur náðst á flestum sviðum en enn deila samningsaðilar um grundvallaratriði.. Þau Johnson og Von Der Leyen eru sammála um að enginn árangur náist ef ekki takist að finna lausn varðandi fyrrnefnd þrjú atriði. Óskuðu eftir samtali leiðtoganna Leiðtogar samningsteyma beggja hliða óskuðu eftir því að Johnson og Von Der Leyen myndu stíga inn í þar sem að samningsaðilum tókst ekki að leysa úr stórum deilumálum í vikunni. Samningsnefndirnar hafa fundað linnulaust undanfarna viku í Lundúnum. Heimildamenn breska ríkisútvarpsins í samningsteymunum lýstu því yfir í vikunni að hverfandi líkur væru á því að samningar næðust fyrir áramót. Að sögn heimildamanns í samningsteymi Breta hafði Evrópusambandið bætt við nýjum atriðum í samninginn á síðustu stundu. Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Samið um fisk fram á rauðanótt - enn og aftur Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin. 5. desember 2020 15:36 Johnson og Von Der Leyen funda vegna Brexit-pattstöðu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, munu funda síðar í dag og er markmið fundarins að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur í samningsgerð fríverslunarsamnings sem taka á gildi eftir að Bretland gengur formlega úr ESB um áramót. 5. desember 2020 10:22 Líkur á að fríverslunarsamningur náist hverfandi Líkurnar á því að fríverslunarsamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins náist áður en Bretland segir skilið við Evrópusambandið eru hörfandi. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir heimildamanni sem er hátt settur hjá breskum stjórnvöldum. 3. desember 2020 23:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Var það niðurstaða samtals þeirra að enn væri möguleiki að ná saman um fríverslunarsamning sem tæki gildi eftir áramót þegar Bretar ganga formlega úr Evrópusambandinu. Guardian greinir frá. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Johnson og Von Der Leyen sögðust leiðtogarnir ætla að ræða aftur saman á mánudagskvöld. „Í símtali í dag sem snerist um áframhaldandi viðræður Evrópusambandsins og Bretlands fögnuðum við því að árangur hefur náðst á mörgum sviðum,“ segir í yfirlýsingunni. „Engu að síður er enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum: Varðandi sanngirnissjónarmið, stjórnsýslu og fiskveiðar.“ Samkomulag hefur náðst á flestum sviðum en enn deila samningsaðilar um grundvallaratriði.. Þau Johnson og Von Der Leyen eru sammála um að enginn árangur náist ef ekki takist að finna lausn varðandi fyrrnefnd þrjú atriði. Óskuðu eftir samtali leiðtoganna Leiðtogar samningsteyma beggja hliða óskuðu eftir því að Johnson og Von Der Leyen myndu stíga inn í þar sem að samningsaðilum tókst ekki að leysa úr stórum deilumálum í vikunni. Samningsnefndirnar hafa fundað linnulaust undanfarna viku í Lundúnum. Heimildamenn breska ríkisútvarpsins í samningsteymunum lýstu því yfir í vikunni að hverfandi líkur væru á því að samningar næðust fyrir áramót. Að sögn heimildamanns í samningsteymi Breta hafði Evrópusambandið bætt við nýjum atriðum í samninginn á síðustu stundu.
Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Samið um fisk fram á rauðanótt - enn og aftur Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin. 5. desember 2020 15:36 Johnson og Von Der Leyen funda vegna Brexit-pattstöðu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, munu funda síðar í dag og er markmið fundarins að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur í samningsgerð fríverslunarsamnings sem taka á gildi eftir að Bretland gengur formlega úr ESB um áramót. 5. desember 2020 10:22 Líkur á að fríverslunarsamningur náist hverfandi Líkurnar á því að fríverslunarsamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins náist áður en Bretland segir skilið við Evrópusambandið eru hörfandi. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir heimildamanni sem er hátt settur hjá breskum stjórnvöldum. 3. desember 2020 23:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Samið um fisk fram á rauðanótt - enn og aftur Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin. 5. desember 2020 15:36
Johnson og Von Der Leyen funda vegna Brexit-pattstöðu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, munu funda síðar í dag og er markmið fundarins að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur í samningsgerð fríverslunarsamnings sem taka á gildi eftir að Bretland gengur formlega úr ESB um áramót. 5. desember 2020 10:22
Líkur á að fríverslunarsamningur náist hverfandi Líkurnar á því að fríverslunarsamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins náist áður en Bretland segir skilið við Evrópusambandið eru hörfandi. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir heimildamanni sem er hátt settur hjá breskum stjórnvöldum. 3. desember 2020 23:45