Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Arnar Geir Halldórsson og skrifa 5. desember 2020 23:21 Mynd úr safni. Jón Þór Hauksson sagðist í samtali við fréttastofu í dag bíða þess að fá að funda með KSÍ og leikmönnum. Þangað til ætlar hann ekki að tjá sig frekar. Vísir Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. Fjallað var um málið á Vísi í gær en Fótbolti.net vakti fyrst athygli á málinu og staðfesti Jón Þór þar að hann hefði átt samtöl við leikmenn sem hefðu ekki átt að eiga sér stað. „Ég tók þátt í að fagna okkar árangri og eftir á að hyggja voru það mistök. Ég hef rætt við hluta þeirra leikmanna sem ég átti þessi samtöl við og beðist afsökunar," sagði Jón Þór í samtali við Fótbolti.net. Í kjölfarið staðfesti Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, að sambandið væri með málið til skoðunar. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þess beðið að Jón Þór losni úr sóttkví sem hann er í eftir komuna að utan. Í framhaldinu verði fundað með þeim aðilum sem að málinu koma. Bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Jón Þór vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Vísir heyrði í honum hljóðið í gærkvöldi. Hann sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í dag: „KSÍ hefur sagst vera að skoða málið. Ég vil ekki tjá mig opinberlega um málið fyrr en ég hef fundað með KSÍ og liðinu.” Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, og Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum og íþróttafréttamaður til margra ára, telja leikmenn kvennalandsliðsins hafa starf hans í hendi sér. Þeir ræddu málið í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 977 í dag. Sér ekki að Jóni sé stætt í starfi „Maður þykist vera með þokkalega fína mynd af þessu núna. Ég get ekki séð að honum sé stætt áfram í starfi nema að hópurinn allur komi með einhverja yfirlýsingu um að hann sé rétti maðurinn. Maður hefur heyrt að þetta hafi tekið verulega á þær nokkrar,“ segir Tómas. „Miðað við sögurnar er maður ekki að búast við því að sú yfirlýsing sé að koma,“ segir Elvar Geir. „Það yrði skrítið á þessu nýju tímum að maður sem brýtur svona af sér í starfi haldi starfinu. Í raun er það kannski skrýtið að hann sé ekki búinn að segja starfi sínu lausu,“ segir Tómas. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, var með í ferðinni. „Ef Jón Þór er búinn að missa hópinn þá er það bara í höndum KSÍ að fá staðfestingu á því. Ég get ekki séð að það eigi að vera meira mál en að hringja í Söru Björk (Gunnarsdóttur) fyrirliða sem veit nákvæmlega hvað er í gangi innan hópsins. Það hlýtur að vera hægt að heyra bara í henni og taka svo ákvörðun,“ segir Elvar Geir. Upptöku af umræðunni má nálgast hér fyrir neðan. EM 2021 í Englandi KSÍ Fótbolti.net Tengdar fréttir Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Fjallað var um málið á Vísi í gær en Fótbolti.net vakti fyrst athygli á málinu og staðfesti Jón Þór þar að hann hefði átt samtöl við leikmenn sem hefðu ekki átt að eiga sér stað. „Ég tók þátt í að fagna okkar árangri og eftir á að hyggja voru það mistök. Ég hef rætt við hluta þeirra leikmanna sem ég átti þessi samtöl við og beðist afsökunar," sagði Jón Þór í samtali við Fótbolti.net. Í kjölfarið staðfesti Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, að sambandið væri með málið til skoðunar. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þess beðið að Jón Þór losni úr sóttkví sem hann er í eftir komuna að utan. Í framhaldinu verði fundað með þeim aðilum sem að málinu koma. Bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Jón Þór vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Vísir heyrði í honum hljóðið í gærkvöldi. Hann sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í dag: „KSÍ hefur sagst vera að skoða málið. Ég vil ekki tjá mig opinberlega um málið fyrr en ég hef fundað með KSÍ og liðinu.” Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, og Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum og íþróttafréttamaður til margra ára, telja leikmenn kvennalandsliðsins hafa starf hans í hendi sér. Þeir ræddu málið í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 977 í dag. Sér ekki að Jóni sé stætt í starfi „Maður þykist vera með þokkalega fína mynd af þessu núna. Ég get ekki séð að honum sé stætt áfram í starfi nema að hópurinn allur komi með einhverja yfirlýsingu um að hann sé rétti maðurinn. Maður hefur heyrt að þetta hafi tekið verulega á þær nokkrar,“ segir Tómas. „Miðað við sögurnar er maður ekki að búast við því að sú yfirlýsing sé að koma,“ segir Elvar Geir. „Það yrði skrítið á þessu nýju tímum að maður sem brýtur svona af sér í starfi haldi starfinu. Í raun er það kannski skrýtið að hann sé ekki búinn að segja starfi sínu lausu,“ segir Tómas. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, var með í ferðinni. „Ef Jón Þór er búinn að missa hópinn þá er það bara í höndum KSÍ að fá staðfestingu á því. Ég get ekki séð að það eigi að vera meira mál en að hringja í Söru Björk (Gunnarsdóttur) fyrirliða sem veit nákvæmlega hvað er í gangi innan hópsins. Það hlýtur að vera hægt að heyra bara í henni og taka svo ákvörðun,“ segir Elvar Geir. Upptöku af umræðunni má nálgast hér fyrir neðan.
EM 2021 í Englandi KSÍ Fótbolti.net Tengdar fréttir Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05
Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51