Fótbolti

Bráða­birgðar­stjórinn geymdi Albert á bekknum allan leikinn í tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert á æfingu AZ í vikunni.
Albert á æfingu AZ í vikunni. Ed van de Pol/Getty

Albert Guðmundsson var á bekknum hjá AZ í dag eftir að hafa spilað í Evrópudeildinni í vikunni.

Albert Guðmundsson kom ekkert við sögu er AZ Alkmaar tapaði 2-1 fyrir Gröningen í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Teun Koopmeiners kom AZ yfir á 21. mínútu en Pascal Jansen stýrði AZ í leiknum í dag eftir að AZ lét Arne Slot fara frá félaginu í gær. Pascal var áður aðstoðarþjálfari Arne.

Fredrik Midstjö fékk að líta rauða spjaldið á 57. mínútu og tólf mínútum síar jafnaði Ahmed El Messaoudi metin. Aftur skoraði Ahmed El Messaoudi sex mínútum síðar og kom Gröningen yfir.

Ekki skánaði ástandið fyrir AZ er Bruno Martins Indi fékk beint rautt spjald á 85. mínútu og þriðja rauða spjald leiksins fékk Mohamed El Hankouri, leikmaður Gröningen.

Albert sat á bekknum allan leikinn en AZ er í 8. sæti deildarinnar með sautján stig. Gröningen er í því sjötta með tólf stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×