„Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2020 19:07 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ánægð með stöðu mála. Fróðlegt verður að sjá hvað sóttvarnalæknir leggur til varðandi aðgerðir frá og með 10. desember. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að af 44 greindum smitum hér á landi í desember hafi aðeins þrír verið utan sóttkvíar. 41 hafa verið í sóttkví við greiningu sem svarar til 93 prósenta. „Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu sem fylgir leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðisráðastofnunarinnar,“ segir Katrín á Twitter. „Höldum uppteknum hætti!“ Katrín sleppir reyndar tölunum fyrir 1. desember í upptalningu sinni en þann dag greindust sextán smitaðir og voru ellefu í sóttkví. Samanlagt hafa því sextíu greinst smitaðir hér á landi í desember og átta þeirra voru utan sóttkvíar. Því hafa 87 prósent þeirra sem greinst hafa í desember verið í sóttkví við greiningu. Only 3 out of 44 confirmed cases of COVID-19 in Iceland from December 2nd-5th were people outside of quarantine. Brilliant work of our tracking team following the test-trace-isolate guidelines of the @WHO. Keep up the good work!— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) December 6, 2020 Björgvin Ingi Ólafsson, sviðsstjóri hjá Deloitte, fylgist vel með tölunum. Hann birtir í framhaldi af tísti Katrínar graf sem sýnir fimm daga meðaltal smita utan sóttkvíar. Staðan hafi aldrei verið betri í þeirri bylgju sem nú standi yfir. 🙏🏼🙏🏼🙏🏼 pic.twitter.com/U9ZVQK5jM3— Björgvin Ingi Ólafs. (@bjorgvinio) December 6, 2020 Núverandi aðgerðir hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins gilda til og með miðvikudagsins 9. desember. Þær fela meðal annars í tíu manna samkomubann, sundlaugar eru lokaðar sem og líkamsræktarstöðvar auk þess sem aðeins tíu gestir eru leyfðir í verslunum sem selja ekki matvöru. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf ekki kost á viðtölum um helgina en fram kom fyrir helgi að hann ætlaði að fylgjast með gangi mála um helgina áður en hann skilaði tillögum til heilbrigðisráðherra að næstu aðgerðum. Aðgerðir sem staðið höfðu í tvær vikur voru framlengdar 2. desember um eina viku. Nokkrum dögum fyrr hafði sóttvarnalæknir skilað tillögum um tilslakanir til ráðherra sem fólu meðal annars í sér að tuttugu mættu koma saman og sundlaugar yrðu opnaðar. Skyndileg aukning í fjölda smitaðra í samfélaginu varð til þess að hann dró minnisblaðið til baka. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
„Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu sem fylgir leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðisráðastofnunarinnar,“ segir Katrín á Twitter. „Höldum uppteknum hætti!“ Katrín sleppir reyndar tölunum fyrir 1. desember í upptalningu sinni en þann dag greindust sextán smitaðir og voru ellefu í sóttkví. Samanlagt hafa því sextíu greinst smitaðir hér á landi í desember og átta þeirra voru utan sóttkvíar. Því hafa 87 prósent þeirra sem greinst hafa í desember verið í sóttkví við greiningu. Only 3 out of 44 confirmed cases of COVID-19 in Iceland from December 2nd-5th were people outside of quarantine. Brilliant work of our tracking team following the test-trace-isolate guidelines of the @WHO. Keep up the good work!— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) December 6, 2020 Björgvin Ingi Ólafsson, sviðsstjóri hjá Deloitte, fylgist vel með tölunum. Hann birtir í framhaldi af tísti Katrínar graf sem sýnir fimm daga meðaltal smita utan sóttkvíar. Staðan hafi aldrei verið betri í þeirri bylgju sem nú standi yfir. 🙏🏼🙏🏼🙏🏼 pic.twitter.com/U9ZVQK5jM3— Björgvin Ingi Ólafs. (@bjorgvinio) December 6, 2020 Núverandi aðgerðir hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins gilda til og með miðvikudagsins 9. desember. Þær fela meðal annars í tíu manna samkomubann, sundlaugar eru lokaðar sem og líkamsræktarstöðvar auk þess sem aðeins tíu gestir eru leyfðir í verslunum sem selja ekki matvöru. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf ekki kost á viðtölum um helgina en fram kom fyrir helgi að hann ætlaði að fylgjast með gangi mála um helgina áður en hann skilaði tillögum til heilbrigðisráðherra að næstu aðgerðum. Aðgerðir sem staðið höfðu í tvær vikur voru framlengdar 2. desember um eina viku. Nokkrum dögum fyrr hafði sóttvarnalæknir skilað tillögum um tilslakanir til ráðherra sem fólu meðal annars í sér að tuttugu mættu koma saman og sundlaugar yrðu opnaðar. Skyndileg aukning í fjölda smitaðra í samfélaginu varð til þess að hann dró minnisblaðið til baka.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira