Landsbankahúsið á Ísafirði til sölu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2020 23:39 Landsbankinn fékk 350 milljónir fyrir húsið á Selfossi. Húsið á Ísafirði er töluvert minna og fróðlegt verður að sjá hvað fæst fyrir það. Landsbankinn Landsbankinn hefur sett hús sitt við Pólgötu 1 á Ísafirði á sölu. Bankinn seldi á dögunum hús sitt á Selfossi á 350 milljónir. Óskað er eftir tilboðum í eignina í höfuðstað Vestfjarða. Húsið, sem var reist á árunum 1956-1958, setur sterkan svip á umhverfi sitt og er almennt talið eitt af fallegustu húsum miðbæjarins. Útibú Landsbankans hefur verið rekið í húsinu en til stendur að útibúið verið flutt yfir götuna í Hafnarstræti 19 þar sem Sparisjóður Vestfirðinga var áður til húsa. „Þar er betri aðstaða og aðgengi fyrir viðskiptavini og starfsfólk, auk þess sem húsnæðið er hagkvæmara og hentar starfseminni betur,“ segir í auglýsingu Landsbankans. Bankinn þurfi ekki svo stórt húsnæði Landsbankahúsið á Ísafirði er á fjórum hæðum, að kjallara og rishæð meðtöldum. Grunnflötur hússins er um 220 fermetrar en alls er húsið um 830 fermetrar. Til samanburðar var húsið á Selfossi um 1200 fermetrar. „Breytingar á bankaþjónustu valda því að útibúið þarf nú mun minna húsnæði undir starfsemi sína. Þegar húsið var tekið í notkun voru í kjallara m.a. fjárhirslur, geymsluhólf og kaffistofa starfsfólks.“ Afgreiðslusalur og aðstaða fyrir viðskiptavini var á 1. hæð en á 2. hæð var m.a. íbúð fyrir útibússtjóra og gestaherbergi fyrir viðskiptavini og starfsfólk bankans sem dvaldi um stundarsakir á Ísafirði. Rishæðin var leigð út til að byrja með. Bárður Ísleifsson er arkitekt hússins en byggt var á teikningum Guðjóns Samúelssonar. Húsið stendur á rúmlega 730 m2 eignarlóð og því fylgir 57 m2 bílskúr. Fasteignasala Vestfjarða og Fasteignamiðstöðin annast sölu á húsinu. Landsbankinn áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum í húsið. Hvatti bankann til að flytja höfuðstöðvarnar á Selfoss Landsbankinn tók tilboði þróunarfélagsins Sigtúns í Landsbankahúsið á Selfossi en tilboðið hljómaði upp á 352 milljónir króna. Fjögur tilboð bárust og var því hæsta tekið. Sigtún Þróunarfélag er í eigu Leó Árnasonar og Kristjáns Vilhelmssonar, stærsta einstaka eiganda í útgerðarfélaginu Samherja undanfarin ár. Eiga þeir hvor fyrir sig 44 prósenta hlut í Sigtúni þróunarfélagi. Landsbankahúsið á Selfossi þykir eitt af glæsilegustu húsum á Suðurlandi og er eitt af einkennistáknum fyrir Selfoss.Vísir/Magnús Hlynur Kristján tilkynnti á árinu að börn hans væru orðnir eigendur að hans hlut í Samherja. Bæjarfulltrúi Árborgar gagnrýndi Landsbankann fyrir að setja húsið á Selfossi á sölu. Miklu nær væri að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar í húsið í stað þess að vera að eyða milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva í miðbæ Reykjavíkur. Íslenskir bankar Ísafjarðarbær Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Húsið, sem var reist á árunum 1956-1958, setur sterkan svip á umhverfi sitt og er almennt talið eitt af fallegustu húsum miðbæjarins. Útibú Landsbankans hefur verið rekið í húsinu en til stendur að útibúið verið flutt yfir götuna í Hafnarstræti 19 þar sem Sparisjóður Vestfirðinga var áður til húsa. „Þar er betri aðstaða og aðgengi fyrir viðskiptavini og starfsfólk, auk þess sem húsnæðið er hagkvæmara og hentar starfseminni betur,“ segir í auglýsingu Landsbankans. Bankinn þurfi ekki svo stórt húsnæði Landsbankahúsið á Ísafirði er á fjórum hæðum, að kjallara og rishæð meðtöldum. Grunnflötur hússins er um 220 fermetrar en alls er húsið um 830 fermetrar. Til samanburðar var húsið á Selfossi um 1200 fermetrar. „Breytingar á bankaþjónustu valda því að útibúið þarf nú mun minna húsnæði undir starfsemi sína. Þegar húsið var tekið í notkun voru í kjallara m.a. fjárhirslur, geymsluhólf og kaffistofa starfsfólks.“ Afgreiðslusalur og aðstaða fyrir viðskiptavini var á 1. hæð en á 2. hæð var m.a. íbúð fyrir útibússtjóra og gestaherbergi fyrir viðskiptavini og starfsfólk bankans sem dvaldi um stundarsakir á Ísafirði. Rishæðin var leigð út til að byrja með. Bárður Ísleifsson er arkitekt hússins en byggt var á teikningum Guðjóns Samúelssonar. Húsið stendur á rúmlega 730 m2 eignarlóð og því fylgir 57 m2 bílskúr. Fasteignasala Vestfjarða og Fasteignamiðstöðin annast sölu á húsinu. Landsbankinn áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum í húsið. Hvatti bankann til að flytja höfuðstöðvarnar á Selfoss Landsbankinn tók tilboði þróunarfélagsins Sigtúns í Landsbankahúsið á Selfossi en tilboðið hljómaði upp á 352 milljónir króna. Fjögur tilboð bárust og var því hæsta tekið. Sigtún Þróunarfélag er í eigu Leó Árnasonar og Kristjáns Vilhelmssonar, stærsta einstaka eiganda í útgerðarfélaginu Samherja undanfarin ár. Eiga þeir hvor fyrir sig 44 prósenta hlut í Sigtúni þróunarfélagi. Landsbankahúsið á Selfossi þykir eitt af glæsilegustu húsum á Suðurlandi og er eitt af einkennistáknum fyrir Selfoss.Vísir/Magnús Hlynur Kristján tilkynnti á árinu að börn hans væru orðnir eigendur að hans hlut í Samherja. Bæjarfulltrúi Árborgar gagnrýndi Landsbankann fyrir að setja húsið á Selfossi á sölu. Miklu nær væri að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar í húsið í stað þess að vera að eyða milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva í miðbæ Reykjavíkur.
Íslenskir bankar Ísafjarðarbær Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira