Með svarta beltið en gat lítið gert þegar hann fékk Fjallið ofan á sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2020 08:01 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig niður fyrir boxbardagann á næsta ári. Instagram/@thorbjornsson Josh Palmer er með svarta beltið í jiu-jitsu glímuíþróttinni en hann átti fá svör þegar hann fékk tækifæri til að glíma við Hafþór Júlíus Björnsson á dögunum. Hafþór Júlíus Björnsson heldur áfram að undirbúa sig fyrir boxbardagann í Las Vegas á næsta ári og íslenski aflraunamaðurinn er óhræddur við að víkka sjóndeildarhringinn sinn með því að kynnast öðrum bardagaíþróttum. Hafþór Júlíus Björnsson sýndi frá heimsókn sinni til Búdapest á dögunum en hann fékk þá góða kynningu á jiu-jitsu glímuíþróttinni þökk sé heiðurshallarmeðliminum Sebastian „Bas“ Rutten. Eftir að Sebastian „Bas“ Rutten hjálpaði Hafþóri að teygja á og gaf honum nokkur góð ráð þá var komið að smá bardaga á gólfinu. Hafþór Júlíus fékk að reyna sig á móti Josh Palmer sem er með svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Palmar sagði frá því í viðtali við Jiu-Jitsu Times að hann hafi ekki getað neitað möguleikanum á því að fá að reyna sig á móti manninum sem lék Fjallið í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þetta hafi verið of gott tilboð til hafna. Hafþór Júlíus er ekki kallaður Fjallið af ástæðulausu því íslenski kraftajötuninn er engin smásmíði. Hann nýtti líka stærðina og þyngdina vel á móti Josh Palmer sem átti ekki möguleika eftir að hann lenti undir Fjallinu. Josh Palmer afsakaði reyndar með því að hann hefði ekkert glímt síðan í mars vegna kórónuveirufaraldursins en það breytir ekki því að Hafþór var of stór fyrir hann. Palmer talaði líka um það í fyrrnefndu viðtali að hann hafi fyrst og fremst hugsað um að slasa sig ekki. Það er skiljanlegt enda er mikill stærðarmunur á þeim félögum. Palmar slapp sem betur fer ómeiddur frá glímunni við Fjallið. Hafþór Júlíus sagði frá þessu ævintýri sínu í myndbandi á Youtube sem má sjá hér fyrir neðan. Það er mikill áhugi á þessari glím enda hafa yfir 80 þúsund manns horft á myndbandið þegar þetta er skrifað. watch on YouTube Box Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson heldur áfram að undirbúa sig fyrir boxbardagann í Las Vegas á næsta ári og íslenski aflraunamaðurinn er óhræddur við að víkka sjóndeildarhringinn sinn með því að kynnast öðrum bardagaíþróttum. Hafþór Júlíus Björnsson sýndi frá heimsókn sinni til Búdapest á dögunum en hann fékk þá góða kynningu á jiu-jitsu glímuíþróttinni þökk sé heiðurshallarmeðliminum Sebastian „Bas“ Rutten. Eftir að Sebastian „Bas“ Rutten hjálpaði Hafþóri að teygja á og gaf honum nokkur góð ráð þá var komið að smá bardaga á gólfinu. Hafþór Júlíus fékk að reyna sig á móti Josh Palmer sem er með svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Palmar sagði frá því í viðtali við Jiu-Jitsu Times að hann hafi ekki getað neitað möguleikanum á því að fá að reyna sig á móti manninum sem lék Fjallið í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þetta hafi verið of gott tilboð til hafna. Hafþór Júlíus er ekki kallaður Fjallið af ástæðulausu því íslenski kraftajötuninn er engin smásmíði. Hann nýtti líka stærðina og þyngdina vel á móti Josh Palmer sem átti ekki möguleika eftir að hann lenti undir Fjallinu. Josh Palmer afsakaði reyndar með því að hann hefði ekkert glímt síðan í mars vegna kórónuveirufaraldursins en það breytir ekki því að Hafþór var of stór fyrir hann. Palmer talaði líka um það í fyrrnefndu viðtali að hann hafi fyrst og fremst hugsað um að slasa sig ekki. Það er skiljanlegt enda er mikill stærðarmunur á þeim félögum. Palmar slapp sem betur fer ómeiddur frá glímunni við Fjallið. Hafþór Júlíus sagði frá þessu ævintýri sínu í myndbandi á Youtube sem má sjá hér fyrir neðan. Það er mikill áhugi á þessari glím enda hafa yfir 80 þúsund manns horft á myndbandið þegar þetta er skrifað. watch on YouTube
Box Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Sjá meira