Brynjari fannst KKÍ fara of geyst af stað: „Hefðu átt að grípa inn í og byrja að spila í janúar“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. desember 2020 12:33 Brynjar Þór Björnsson var geystur í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. @Stöð 2 Sport Skjáskot Brynjar Þór Björnsson hefði viljað sjá KKÍ og ÍSÍ taka betri ákvarðanir í kórónuveirufaraldrinum og æfingabanninu sem hefur ríkt á Íslandi síðan í byrjun október. Brynjar Þór Björnsson, körfuboltamaður í KR, segir að hann hefði viljað sjá forystu ÍSÍ koma fyrr inn og hjálpa afreksíþróttafólki að fá að æfa. Þetta sagði Brynjar í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. Hvorki hefur verið leikið né æfður körfubolti síðan í byrjun október en Brynjar er reynslumikill og hann heldur sér vel við. Hann æfir vel, passar hvað hann er að borða en segir að þetta komi væntanlega verr við yngri leikmennina. „Maður reynir að halda sér í góðu standi. Maður er orðinn 32 ára og er kominn með ákveðna þekkingu í hverju maður er góður. Þetta er kannski öðruvísi ef maður væri yngri og enn æstari í að æfa. Maður reynir að hugsa vel um líkamann, borða hollt og bæta ekki of mörgum kílóum á sig. Maður reynir að bæta sig í einhverju öðru heldur en körfubolta,“ sagði Brynjar. Brynjar Þór segir að KKÍ, þegar boltinn var stöðvaður í október, hefði í fyrsta lagi átt að hefja leik í janúar. Hann skildi ekki af hverju væri verið að drífa sig svona mikið. „Auðvitað er þetta leiðigjarnt en ég hugsaði í október þegar við fórum í stopp að KKÍ hefði bara átt að grípa inn í og segja að við spilum ekki fyrr en í janúar. Mér fannst það meira segja í haust að áður en við byrjuðum að spila og æfa; af hverju erum við að drífa okkur svona mikið og af hverju eru liðin að draga þrjá til fjóra leikmenn til sín þegar óvissan er svona mikil.“ „Þetta er búið að kosta körfuboltafélög gríðarlegan pening og þetta eru peningar sem fólk er að safna saman til að borga leikmönnunum laun. Það er hart í ári en mér fannst við fara of hratt af stað í Domino's deildinni en ég vona að við fáum að spila í janúar og klára tímabilið.“ Brynjar tók ákvörðun í fyrstu bylgjunni að mæta ekki í leik KR gegn Stjörnunni. Sú ákvörðun vakti mikið umtal en eftir á að hyggja sér Brynjar ekki eftir henni. „Ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Það voru öll fyrirtæki að hætta með sínar samkomur. Það var verið að fresta árshátíðum og stórum viðburðum en íþróttafélögin sátu eftir,“ sagði Brynjar. Hann skorar einnig á forystuna að láta meira í sér heyra. „Við viljum heyra meira í ÍSÍ að fá að æfa. Mér finnst eins og forysta ÍSÍ sitji á hakanum með að taka ákvarðanir. Að beita sínum áhrifum á bæði íþróttalífið og Alþingismennirnir að pressa að við fáum að æfa. Við vonumst til þess að þau læri af þessu og verði fljótari til ef svipað kemur upp aftur. Vonandi þarf ÍSÍ þá ekki að treysta á að leikmennirnir pressi á þetta heldur en þeir sjálfir.“ Allt innslagið með umræðunni um æfingabannið má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um æfingabann Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brynjar valdi fimm manna „íslenskt“ úrvalslið áratugarins og sagði Pavel þann besta Það var líf og fjör er Brynjar Þór Björnsson heimsótti Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið. 6. desember 2020 20:00 „2018 tímabilið í KR var hrein martröð“ Brynjar Þór Björnsson gerði upp tímann hjá Tindastóli í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. 6. desember 2020 11:31 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, körfuboltamaður í KR, segir að hann hefði viljað sjá forystu ÍSÍ koma fyrr inn og hjálpa afreksíþróttafólki að fá að æfa. Þetta sagði Brynjar í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. Hvorki hefur verið leikið né æfður körfubolti síðan í byrjun október en Brynjar er reynslumikill og hann heldur sér vel við. Hann æfir vel, passar hvað hann er að borða en segir að þetta komi væntanlega verr við yngri leikmennina. „Maður reynir að halda sér í góðu standi. Maður er orðinn 32 ára og er kominn með ákveðna þekkingu í hverju maður er góður. Þetta er kannski öðruvísi ef maður væri yngri og enn æstari í að æfa. Maður reynir að hugsa vel um líkamann, borða hollt og bæta ekki of mörgum kílóum á sig. Maður reynir að bæta sig í einhverju öðru heldur en körfubolta,“ sagði Brynjar. Brynjar Þór segir að KKÍ, þegar boltinn var stöðvaður í október, hefði í fyrsta lagi átt að hefja leik í janúar. Hann skildi ekki af hverju væri verið að drífa sig svona mikið. „Auðvitað er þetta leiðigjarnt en ég hugsaði í október þegar við fórum í stopp að KKÍ hefði bara átt að grípa inn í og segja að við spilum ekki fyrr en í janúar. Mér fannst það meira segja í haust að áður en við byrjuðum að spila og æfa; af hverju erum við að drífa okkur svona mikið og af hverju eru liðin að draga þrjá til fjóra leikmenn til sín þegar óvissan er svona mikil.“ „Þetta er búið að kosta körfuboltafélög gríðarlegan pening og þetta eru peningar sem fólk er að safna saman til að borga leikmönnunum laun. Það er hart í ári en mér fannst við fara of hratt af stað í Domino's deildinni en ég vona að við fáum að spila í janúar og klára tímabilið.“ Brynjar tók ákvörðun í fyrstu bylgjunni að mæta ekki í leik KR gegn Stjörnunni. Sú ákvörðun vakti mikið umtal en eftir á að hyggja sér Brynjar ekki eftir henni. „Ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Það voru öll fyrirtæki að hætta með sínar samkomur. Það var verið að fresta árshátíðum og stórum viðburðum en íþróttafélögin sátu eftir,“ sagði Brynjar. Hann skorar einnig á forystuna að láta meira í sér heyra. „Við viljum heyra meira í ÍSÍ að fá að æfa. Mér finnst eins og forysta ÍSÍ sitji á hakanum með að taka ákvarðanir. Að beita sínum áhrifum á bæði íþróttalífið og Alþingismennirnir að pressa að við fáum að æfa. Við vonumst til þess að þau læri af þessu og verði fljótari til ef svipað kemur upp aftur. Vonandi þarf ÍSÍ þá ekki að treysta á að leikmennirnir pressi á þetta heldur en þeir sjálfir.“ Allt innslagið með umræðunni um æfingabannið má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um æfingabann Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brynjar valdi fimm manna „íslenskt“ úrvalslið áratugarins og sagði Pavel þann besta Það var líf og fjör er Brynjar Þór Björnsson heimsótti Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið. 6. desember 2020 20:00 „2018 tímabilið í KR var hrein martröð“ Brynjar Þór Björnsson gerði upp tímann hjá Tindastóli í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. 6. desember 2020 11:31 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Brynjar valdi fimm manna „íslenskt“ úrvalslið áratugarins og sagði Pavel þann besta Það var líf og fjör er Brynjar Þór Björnsson heimsótti Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið. 6. desember 2020 20:00
„2018 tímabilið í KR var hrein martröð“ Brynjar Þór Björnsson gerði upp tímann hjá Tindastóli í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. 6. desember 2020 11:31