Uppskriftir sigurvegara Árni Matthíasson skrifar 7. desember 2020 10:45 Eitt af því fyrsta sem ég komst að þegar ég tók sæti sem varamaður í stjórn Kvennaathvarfsins fyrir fimmtán árum var að athvarfið er heimili en ekki stofnun. Áður var ég búin að átta mig á því að konurnar sem þangað koma eru ekki fórnarlömb, þó þær hafi orðið fyrir margháttuðu ofbeldi, heldur eru þær sigurvegarar, hafa tekið stjórn á eign lífi. Undanfarið hef ég unnið að matreiðslubók sem mun geyma uppskriftir eftir konur út athvarfinu og fyrirhugað er að komi út á næsta ári. Við þá vinnu hef ég hitt konur sem kennt hafa mér að búa til kúskús, m'smen brauð, lambatagine, möndlughoriba, prato feito, eplaböku og haustlamb í potti. Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og forvitnilegar, ekki síst fyrir það að í athvarfinu eru konur úr öllum áttum; ég er búinn að hitta konur frá Akureyri, Alsír, Marokkó, Póllandi, Brasilíu, Thailandi og úr Hlíðunum, svo dæmi séu tekin. Þær eru líka ólíkar, eiga sér ólíkan uppruna, og sumar fóru að elda vegna þess að það var það sem konur gerðu, dæturnar lærðu að sjá um heimilið á meðan synirnir fóru í skóla. Eins hversdagslegt og það er að elda mat, því hvernig getur það verið annað en hversdagslegt sem maður þarf að gera á hverjum degi alla ævi og iðulega tvisvar á dag, þá er að líka skapandi á sinn hátt og hægt að hafa af því gleði. Sumar kvennanna hafa verið í þannig samband að það er nánast búið að svipta þær sjálfsvirðingunni, það er búið að segja þeim að þær séu ljótar og ómögulegar, heimskir klaufar og jafnvel búið að svipta þær gleðinni af því að gleðja með því að elda góðan mat. Þegar við byrjum að tala um uppskriftyir og matseld eru þær sumar hikandi til að byrja með, en svo lifnar yfir þeim, og mér, því fátt er skemmtilegra en að kynnast nýjum uppskriftum, læra nýjar matreiðsluaðferðir (sjá til að mynda m'smen). Þá skín það líka í gegn að ég er ekki að tala við konur sem beðið hafa ósigur, heldur við sigurvegara. Höfundur er stjórnarmaður í Samtökum um kvennaathvarf, tónlistar- og bókmenntablaðamaður og netstjóri mbl.is. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því fyrsta sem ég komst að þegar ég tók sæti sem varamaður í stjórn Kvennaathvarfsins fyrir fimmtán árum var að athvarfið er heimili en ekki stofnun. Áður var ég búin að átta mig á því að konurnar sem þangað koma eru ekki fórnarlömb, þó þær hafi orðið fyrir margháttuðu ofbeldi, heldur eru þær sigurvegarar, hafa tekið stjórn á eign lífi. Undanfarið hef ég unnið að matreiðslubók sem mun geyma uppskriftir eftir konur út athvarfinu og fyrirhugað er að komi út á næsta ári. Við þá vinnu hef ég hitt konur sem kennt hafa mér að búa til kúskús, m'smen brauð, lambatagine, möndlughoriba, prato feito, eplaböku og haustlamb í potti. Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og forvitnilegar, ekki síst fyrir það að í athvarfinu eru konur úr öllum áttum; ég er búinn að hitta konur frá Akureyri, Alsír, Marokkó, Póllandi, Brasilíu, Thailandi og úr Hlíðunum, svo dæmi séu tekin. Þær eru líka ólíkar, eiga sér ólíkan uppruna, og sumar fóru að elda vegna þess að það var það sem konur gerðu, dæturnar lærðu að sjá um heimilið á meðan synirnir fóru í skóla. Eins hversdagslegt og það er að elda mat, því hvernig getur það verið annað en hversdagslegt sem maður þarf að gera á hverjum degi alla ævi og iðulega tvisvar á dag, þá er að líka skapandi á sinn hátt og hægt að hafa af því gleði. Sumar kvennanna hafa verið í þannig samband að það er nánast búið að svipta þær sjálfsvirðingunni, það er búið að segja þeim að þær séu ljótar og ómögulegar, heimskir klaufar og jafnvel búið að svipta þær gleðinni af því að gleðja með því að elda góðan mat. Þegar við byrjum að tala um uppskriftyir og matseld eru þær sumar hikandi til að byrja með, en svo lifnar yfir þeim, og mér, því fátt er skemmtilegra en að kynnast nýjum uppskriftum, læra nýjar matreiðsluaðferðir (sjá til að mynda m'smen). Þá skín það líka í gegn að ég er ekki að tala við konur sem beðið hafa ósigur, heldur við sigurvegara. Höfundur er stjórnarmaður í Samtökum um kvennaathvarf, tónlistar- og bókmenntablaðamaður og netstjóri mbl.is. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun