„Ég man, ég sagði nei“ Ásthildur Mía Ásmundardóttir skrifar 8. desember 2020 08:01 Ég átti samtal við vinkonu um daginn sem vill ekki láta nafn síns getið. Hún sagði mér frá sinni reynslu af kynbundnu ofbeldi. „Ég var ný flutt í annað bæjarfélag og á leiðinni í menntaskóla. Sem var frekar erfið umbreyting fyrir 16 ára stelpu og svo voru alvarleg veikindi hjá foreldri sem hafði mikil áhrif á mig. Ég átti enga vini og var spennt að kynnast nýju fólki, sem ég á endanum gerði. Í gegnum sameiginlega vini kynntist ég strák. Við byrjuðum að sofa saman og svo þróaðist sambandið okkar í góða vináttu. Þetta var strákur sem ég taldi mig þekkja vel og treysti. Einn daginn förum við heim til hans í hádegismat og ég ætlaði að leggja mig, eins og við höfðum oft gert áður. En þetta skipti var öðruvísi. Hann lagðist við hliðina á mér og ég man eftir að hafa sagt nei, svo missti ég alla stjórn á líkama mínum. Það tók mig nokkrar vikur að meðtaka það sem hafði átt sér stað og ég vissi að mín upplifun hafði ekki verið sú sama og hans. Mér fannst eins og mín upplifun hefði ekki verið rétt, var mín upplifun kannski ekki rétt? Mér fannst ósanngjarnt að segja að hann hefði beitt mig kynferðislegu ofbeldi, þetta var besti vinur minn. Mér fannst ég ekki geta talað við neinn um þetta og alls ekki heima. Ég vildi ekki leggja meira á foreldra mína vegna veikindanna sem fyrir voru á heimilinu. Ég ýtti atvikinu lengra og lengra frá mér. Ég hélt ennþá vináttu við strákinn og mér leið eins og það væri orðið of seint að segja frá. Ég varð „klikkaður“ unglingur eftir þetta atvik. Ég eyddi öllum stundum í herberginu mínu á milli þess sem ég reifst við foreldra mína. Þegar ég hafði byggt upp nægan kjark til að segja frá atvikinu, áttu vinir mínir erfitt með að trúa mér og snéru baki við mér. Ég reyndi nokkrum sinnum að fara til sálfræðings en var ekki tilbúin til að horfast í augu við vandamálin mín. Það tók mig langan tíma að slíta sambandi við strákinn. Þrátt fyrir allt var hann besti vinur minn. Í dag hef ég slitið öllu sambandi við hann og þá „vini“ mína sem völdu að trúa honum. Ég rekst ennþá á hann í dag og finn alltaf fyrir sömu tilfinningu, reiði. Mér finnst svo ósanngjarnt að hann hafi komist upp með þetta. Á meðan ber ég þessar tilfinningar á bakinu. Nýlega byrjaði ég aftur að mæta til sálfræðings og finnst ég vera betur í stakk búin til að vinna úr atvikinu. Hvað varðar skömmina sem fylgir því að vera nauðgað þá er ég ekki búin að skila henni. Nú fjórum árum síðar er ég enn að vinna úr þessu atviki og á langt í land.“ Höfundur situr í stjórn Ungmennaráðs UN Women á Íslandi sem varaforseti. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Ég átti samtal við vinkonu um daginn sem vill ekki láta nafn síns getið. Hún sagði mér frá sinni reynslu af kynbundnu ofbeldi. „Ég var ný flutt í annað bæjarfélag og á leiðinni í menntaskóla. Sem var frekar erfið umbreyting fyrir 16 ára stelpu og svo voru alvarleg veikindi hjá foreldri sem hafði mikil áhrif á mig. Ég átti enga vini og var spennt að kynnast nýju fólki, sem ég á endanum gerði. Í gegnum sameiginlega vini kynntist ég strák. Við byrjuðum að sofa saman og svo þróaðist sambandið okkar í góða vináttu. Þetta var strákur sem ég taldi mig þekkja vel og treysti. Einn daginn förum við heim til hans í hádegismat og ég ætlaði að leggja mig, eins og við höfðum oft gert áður. En þetta skipti var öðruvísi. Hann lagðist við hliðina á mér og ég man eftir að hafa sagt nei, svo missti ég alla stjórn á líkama mínum. Það tók mig nokkrar vikur að meðtaka það sem hafði átt sér stað og ég vissi að mín upplifun hafði ekki verið sú sama og hans. Mér fannst eins og mín upplifun hefði ekki verið rétt, var mín upplifun kannski ekki rétt? Mér fannst ósanngjarnt að segja að hann hefði beitt mig kynferðislegu ofbeldi, þetta var besti vinur minn. Mér fannst ég ekki geta talað við neinn um þetta og alls ekki heima. Ég vildi ekki leggja meira á foreldra mína vegna veikindanna sem fyrir voru á heimilinu. Ég ýtti atvikinu lengra og lengra frá mér. Ég hélt ennþá vináttu við strákinn og mér leið eins og það væri orðið of seint að segja frá. Ég varð „klikkaður“ unglingur eftir þetta atvik. Ég eyddi öllum stundum í herberginu mínu á milli þess sem ég reifst við foreldra mína. Þegar ég hafði byggt upp nægan kjark til að segja frá atvikinu, áttu vinir mínir erfitt með að trúa mér og snéru baki við mér. Ég reyndi nokkrum sinnum að fara til sálfræðings en var ekki tilbúin til að horfast í augu við vandamálin mín. Það tók mig langan tíma að slíta sambandi við strákinn. Þrátt fyrir allt var hann besti vinur minn. Í dag hef ég slitið öllu sambandi við hann og þá „vini“ mína sem völdu að trúa honum. Ég rekst ennþá á hann í dag og finn alltaf fyrir sömu tilfinningu, reiði. Mér finnst svo ósanngjarnt að hann hafi komist upp með þetta. Á meðan ber ég þessar tilfinningar á bakinu. Nýlega byrjaði ég aftur að mæta til sálfræðings og finnst ég vera betur í stakk búin til að vinna úr atvikinu. Hvað varðar skömmina sem fylgir því að vera nauðgað þá er ég ekki búin að skila henni. Nú fjórum árum síðar er ég enn að vinna úr þessu atviki og á langt í land.“ Höfundur situr í stjórn Ungmennaráðs UN Women á Íslandi sem varaforseti. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun