Neytendasamtökin hvetja verslanir til að lengja skilafrestinn fram í janúar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2020 15:03 Biðraðir myndast nú á hverjum degi fyrir framan verslanir og að óbreyttu verða þær varla styttri þegar kemur að skilum milli jóla og nýárs. Vísir/Vilhelm Athugulir neytendur hafa ef til vill tekið eftir því að það er óbreytt sem áður var; að margar verslanir veita aðeins frest til 31. desember til að skila jólagjöfum. Þetta þykir einhverjum ekki í takt við tíðarandann, nú þegar fólk er hvatt til að forðast hópamyndanir eins og heitann eldinn. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir heilsu fólks vera undir. „Í þessu árferði hvetjum við til þess að skilafresturinn sé lengdur enda viljum við ekki raðamyndanir. Það er þannig á hverju ári að fjölmiðlar birta myndir af fólki í óðaönn að skila og það myndast iðulega miklar raðir. Við hvetjum fyrirtæki til að sýna ástandinu skilning og gefa fólki rýmra tækifæri til að skila gjöfum sem það hefur fengið en getur ekki nýtt.“ Spurður að því hvort það hafi komið honum á óvart að fyrirtækin skuli ekki hafa átt frumkvæði að því að lengja skilafrestinn í ljósi ástandsins svarar Breki neitandi. „Það er að svo mörgu að huga í byrjun desember. En það er nægur tími til þess núna að bregðast við og við höfum sent Samtökum verslunar og þjónustu erindi þar sem við hvöttum þau til að vekja athygli á þessu. Og þau ætla að gera það.“ SVÞ segir rýmri fjöldatakmarkanir leysa vandann Í lögum er ekki að finna ákvæði um skilarétt á ógallaðri vöru en samkvæmt verklagsreglum um skilarétt, gjafabréf og inneignarnótur sem viðskiptaráðuneytið gaf út árið 2000 er mælst til þess að réttur til að skila ógallaðri vöru sé að minnsta kosti 14 dagar frá afhendingu. Það ber að ítreka að verklagsreglurnar eru aðeins leiðbeinandi. Hins vegar er lögbundinn 14 daga skilafrestur á vörum sem keyptar eru á netinu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir að skilaboðum Neytendasamtakanna verði sannarlega komið á framfæri en SVÞ hafa ekki boðvald yfir félögum sínum. Hins vegar segir Andrés sama eiga við um biðraðir í skil milli jóla og nýárs og eigi við nú í aðdraganda jóla. Hann hefur talað fyrir því að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar og tillit tekið til stærðar húsnæðis, enda sé ekki vitað til þess að fólk hafi verið að smitast í verslunum. „Það er það sem við erum að berjast fyrir.. það myndi leysa þennan vanda og marga aðra; að koma í veg fyrir að fólk sé að safnast fyrir í biðröðum, þar sem það er okkar mat og annarra að þar séu fleiri að smitast,“ segir Andrés. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir heilsu fólks vera undir. „Í þessu árferði hvetjum við til þess að skilafresturinn sé lengdur enda viljum við ekki raðamyndanir. Það er þannig á hverju ári að fjölmiðlar birta myndir af fólki í óðaönn að skila og það myndast iðulega miklar raðir. Við hvetjum fyrirtæki til að sýna ástandinu skilning og gefa fólki rýmra tækifæri til að skila gjöfum sem það hefur fengið en getur ekki nýtt.“ Spurður að því hvort það hafi komið honum á óvart að fyrirtækin skuli ekki hafa átt frumkvæði að því að lengja skilafrestinn í ljósi ástandsins svarar Breki neitandi. „Það er að svo mörgu að huga í byrjun desember. En það er nægur tími til þess núna að bregðast við og við höfum sent Samtökum verslunar og þjónustu erindi þar sem við hvöttum þau til að vekja athygli á þessu. Og þau ætla að gera það.“ SVÞ segir rýmri fjöldatakmarkanir leysa vandann Í lögum er ekki að finna ákvæði um skilarétt á ógallaðri vöru en samkvæmt verklagsreglum um skilarétt, gjafabréf og inneignarnótur sem viðskiptaráðuneytið gaf út árið 2000 er mælst til þess að réttur til að skila ógallaðri vöru sé að minnsta kosti 14 dagar frá afhendingu. Það ber að ítreka að verklagsreglurnar eru aðeins leiðbeinandi. Hins vegar er lögbundinn 14 daga skilafrestur á vörum sem keyptar eru á netinu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir að skilaboðum Neytendasamtakanna verði sannarlega komið á framfæri en SVÞ hafa ekki boðvald yfir félögum sínum. Hins vegar segir Andrés sama eiga við um biðraðir í skil milli jóla og nýárs og eigi við nú í aðdraganda jóla. Hann hefur talað fyrir því að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar og tillit tekið til stærðar húsnæðis, enda sé ekki vitað til þess að fólk hafi verið að smitast í verslunum. „Það er það sem við erum að berjast fyrir.. það myndi leysa þennan vanda og marga aðra; að koma í veg fyrir að fólk sé að safnast fyrir í biðröðum, þar sem það er okkar mat og annarra að þar séu fleiri að smitast,“ segir Andrés.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira