Neytendasamtökin hvetja verslanir til að lengja skilafrestinn fram í janúar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2020 15:03 Biðraðir myndast nú á hverjum degi fyrir framan verslanir og að óbreyttu verða þær varla styttri þegar kemur að skilum milli jóla og nýárs. Vísir/Vilhelm Athugulir neytendur hafa ef til vill tekið eftir því að það er óbreytt sem áður var; að margar verslanir veita aðeins frest til 31. desember til að skila jólagjöfum. Þetta þykir einhverjum ekki í takt við tíðarandann, nú þegar fólk er hvatt til að forðast hópamyndanir eins og heitann eldinn. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir heilsu fólks vera undir. „Í þessu árferði hvetjum við til þess að skilafresturinn sé lengdur enda viljum við ekki raðamyndanir. Það er þannig á hverju ári að fjölmiðlar birta myndir af fólki í óðaönn að skila og það myndast iðulega miklar raðir. Við hvetjum fyrirtæki til að sýna ástandinu skilning og gefa fólki rýmra tækifæri til að skila gjöfum sem það hefur fengið en getur ekki nýtt.“ Spurður að því hvort það hafi komið honum á óvart að fyrirtækin skuli ekki hafa átt frumkvæði að því að lengja skilafrestinn í ljósi ástandsins svarar Breki neitandi. „Það er að svo mörgu að huga í byrjun desember. En það er nægur tími til þess núna að bregðast við og við höfum sent Samtökum verslunar og þjónustu erindi þar sem við hvöttum þau til að vekja athygli á þessu. Og þau ætla að gera það.“ SVÞ segir rýmri fjöldatakmarkanir leysa vandann Í lögum er ekki að finna ákvæði um skilarétt á ógallaðri vöru en samkvæmt verklagsreglum um skilarétt, gjafabréf og inneignarnótur sem viðskiptaráðuneytið gaf út árið 2000 er mælst til þess að réttur til að skila ógallaðri vöru sé að minnsta kosti 14 dagar frá afhendingu. Það ber að ítreka að verklagsreglurnar eru aðeins leiðbeinandi. Hins vegar er lögbundinn 14 daga skilafrestur á vörum sem keyptar eru á netinu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir að skilaboðum Neytendasamtakanna verði sannarlega komið á framfæri en SVÞ hafa ekki boðvald yfir félögum sínum. Hins vegar segir Andrés sama eiga við um biðraðir í skil milli jóla og nýárs og eigi við nú í aðdraganda jóla. Hann hefur talað fyrir því að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar og tillit tekið til stærðar húsnæðis, enda sé ekki vitað til þess að fólk hafi verið að smitast í verslunum. „Það er það sem við erum að berjast fyrir.. það myndi leysa þennan vanda og marga aðra; að koma í veg fyrir að fólk sé að safnast fyrir í biðröðum, þar sem það er okkar mat og annarra að þar séu fleiri að smitast,“ segir Andrés. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Neytendur Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir heilsu fólks vera undir. „Í þessu árferði hvetjum við til þess að skilafresturinn sé lengdur enda viljum við ekki raðamyndanir. Það er þannig á hverju ári að fjölmiðlar birta myndir af fólki í óðaönn að skila og það myndast iðulega miklar raðir. Við hvetjum fyrirtæki til að sýna ástandinu skilning og gefa fólki rýmra tækifæri til að skila gjöfum sem það hefur fengið en getur ekki nýtt.“ Spurður að því hvort það hafi komið honum á óvart að fyrirtækin skuli ekki hafa átt frumkvæði að því að lengja skilafrestinn í ljósi ástandsins svarar Breki neitandi. „Það er að svo mörgu að huga í byrjun desember. En það er nægur tími til þess núna að bregðast við og við höfum sent Samtökum verslunar og þjónustu erindi þar sem við hvöttum þau til að vekja athygli á þessu. Og þau ætla að gera það.“ SVÞ segir rýmri fjöldatakmarkanir leysa vandann Í lögum er ekki að finna ákvæði um skilarétt á ógallaðri vöru en samkvæmt verklagsreglum um skilarétt, gjafabréf og inneignarnótur sem viðskiptaráðuneytið gaf út árið 2000 er mælst til þess að réttur til að skila ógallaðri vöru sé að minnsta kosti 14 dagar frá afhendingu. Það ber að ítreka að verklagsreglurnar eru aðeins leiðbeinandi. Hins vegar er lögbundinn 14 daga skilafrestur á vörum sem keyptar eru á netinu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir að skilaboðum Neytendasamtakanna verði sannarlega komið á framfæri en SVÞ hafa ekki boðvald yfir félögum sínum. Hins vegar segir Andrés sama eiga við um biðraðir í skil milli jóla og nýárs og eigi við nú í aðdraganda jóla. Hann hefur talað fyrir því að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar og tillit tekið til stærðar húsnæðis, enda sé ekki vitað til þess að fólk hafi verið að smitast í verslunum. „Það er það sem við erum að berjast fyrir.. það myndi leysa þennan vanda og marga aðra; að koma í veg fyrir að fólk sé að safnast fyrir í biðröðum, þar sem það er okkar mat og annarra að þar séu fleiri að smitast,“ segir Andrés.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Neytendur Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira