Íslenskur tónlistariðnaður undirbýr sig fyrir ný tækifæri Stefán Árni Pálsson skrifar 7. desember 2020 17:02 Framtíðin gæti litið öðruvísi út á tónleikum. Hér má sjá mikla stemningu meðal áhorfenda á Iceland Airwaves fyrir heimsfaraldurinn. Á miðvikudaginn og fimmtudaginn fara fram fyrirlestrar, umræður og vinnusmiðjur í nafni tónlistarhraðalsins Firestarter. Þar verður áherslan á áhrif heimsfaraldur á þá starfsemi sem snýr að lifandi tónlistarflutningi og þá nýju framtíð sem blasir við tónleikastöðum, tónlistarhátíðum, tónleikahöldurum, tónlistarfólkinu sjálfu og tónleikaferðum þess í kjölfar COVID-19. Markmiðið með viðburðinum er að styðja við nýjar hugmyndir og auka verðmætasköpun í íslensku tónlistarumhverfi á tímum þegar miklar breytingar eru að eiga sér stað og fjölmörg tækifæri blasa við. Á meðal fyrirlesara á vinnusmiðjunni er Marc Geiger sem til ársins 2020 var einn af æðstu yfirmönnum William Morris Entertainment, einnar stærstu bókunarskrifstofu heims, auk þess að vera einn af stofnendum Lollapalooza tónlistarhátíðarinnar en hann fer nú fyrir verkefni sem kallast Save Live sem snýst um að koma tónleikastöðum til bjargar á tímum heimsfaraldurs. Deilir reynslu sinni á streymi Opnunarerindið verður í höndum Oisin Lunny sem er margverðlaunaður markaðsmaður, þekktur fyrirlesari um málefni sem tengjast listum og menningu og tækni og greinahöfundur fyrir m.a. Forbes og The Guardian. Beverley Whitrick frá Music Venue Trust í Brelandi mun veita þátttakendum innsýn í framtíð tónleikastaða en Music Venue Trust eru góðgerðasamtök sem vinna að því að vernda, bæta og tryggja tilvist sjálfstæðra tónleikastaða. Að lokum mun Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live segja frá tilrauninni með Live from Reykjavík streymishátíðina og fjalla um hvernig tónlistarhátíðir og tónleikahald almennt muni breytast í kjölfar COVID auk þess sem tónlistarmaðurinn Svavar Knútur mun deila af sinni reynslu af streymi á tímum COVID-19 og fjalla um þau tækifæri sem blasa við tónlistarfólki þegar kemur að streymi. Að fyrirlestrum loknum býðst þátttakendum að sækja vinnusmiðju sem miðar að því að rækta tónlistarfrumkvöðla, styrkja umgjörð viðskipta og efla tengsl tónlistar við umhverfi nýsköpunar og tækni. Umsjón með verkefninu er í höndum Icelandic Startups sem hefur í áraraðir veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi. Á vinnusmiðjunni verður farið yfir mótun nýrra viðskiptahugmynda, markaðssetningu á samfélagsmiðlum og gerð rekstraráætlana. Viðburðurinn fer fram með rafrænum hætti. Hægt er að skrá sig til þátttöku á vefsíðu Firestarter fram til miðnættis þann 8. desember. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
Þar verður áherslan á áhrif heimsfaraldur á þá starfsemi sem snýr að lifandi tónlistarflutningi og þá nýju framtíð sem blasir við tónleikastöðum, tónlistarhátíðum, tónleikahöldurum, tónlistarfólkinu sjálfu og tónleikaferðum þess í kjölfar COVID-19. Markmiðið með viðburðinum er að styðja við nýjar hugmyndir og auka verðmætasköpun í íslensku tónlistarumhverfi á tímum þegar miklar breytingar eru að eiga sér stað og fjölmörg tækifæri blasa við. Á meðal fyrirlesara á vinnusmiðjunni er Marc Geiger sem til ársins 2020 var einn af æðstu yfirmönnum William Morris Entertainment, einnar stærstu bókunarskrifstofu heims, auk þess að vera einn af stofnendum Lollapalooza tónlistarhátíðarinnar en hann fer nú fyrir verkefni sem kallast Save Live sem snýst um að koma tónleikastöðum til bjargar á tímum heimsfaraldurs. Deilir reynslu sinni á streymi Opnunarerindið verður í höndum Oisin Lunny sem er margverðlaunaður markaðsmaður, þekktur fyrirlesari um málefni sem tengjast listum og menningu og tækni og greinahöfundur fyrir m.a. Forbes og The Guardian. Beverley Whitrick frá Music Venue Trust í Brelandi mun veita þátttakendum innsýn í framtíð tónleikastaða en Music Venue Trust eru góðgerðasamtök sem vinna að því að vernda, bæta og tryggja tilvist sjálfstæðra tónleikastaða. Að lokum mun Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live segja frá tilrauninni með Live from Reykjavík streymishátíðina og fjalla um hvernig tónlistarhátíðir og tónleikahald almennt muni breytast í kjölfar COVID auk þess sem tónlistarmaðurinn Svavar Knútur mun deila af sinni reynslu af streymi á tímum COVID-19 og fjalla um þau tækifæri sem blasa við tónlistarfólki þegar kemur að streymi. Að fyrirlestrum loknum býðst þátttakendum að sækja vinnusmiðju sem miðar að því að rækta tónlistarfrumkvöðla, styrkja umgjörð viðskipta og efla tengsl tónlistar við umhverfi nýsköpunar og tækni. Umsjón með verkefninu er í höndum Icelandic Startups sem hefur í áraraðir veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi. Á vinnusmiðjunni verður farið yfir mótun nýrra viðskiptahugmynda, markaðssetningu á samfélagsmiðlum og gerð rekstraráætlana. Viðburðurinn fer fram með rafrænum hætti. Hægt er að skrá sig til þátttöku á vefsíðu Firestarter fram til miðnættis þann 8. desember.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira