Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Kristján Már Unnarsson skrifar 7. desember 2020 21:42 Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Lýðskólans á Flateyri. Egill Aðalsteinsson Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. Í frétt Stöðvar 2 mátti sjá Ölduna ÍS-47 sigla inn til hafnar á Flateyri, þó ekki með fisk heldur með nemendahóp Lýðskólans á Flateyri, að koma úr lifandi kennslustund um hafið hjá skipstjóranum. „Já, ég er allt í einu orðinn hluti af kennslunni og gaman að taka þátt í því. Það er alveg bara frábært. Þetta gefur mikið líf hérna í þorpið,“ segir Gísli Jón Kristjánsson skipstjóri. Gísli Jón Kristjánsson, skipstjóri á Öldunni ÍS-47. Nemendur fyrir aftan á bryggjunni eftir vettvangsferð á skipinu um Önundarfjörð.Egill Aðalsteinsson En hvernig hentar Flateyri fyrir skóla sem þennan? „Mjög vel. Flateyri er fullkominn staður fyrir lýðskóla,“ svarar Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri. Nemendur eru flestir Íslendingar. Tvær námsbrautir eru kenndar á íslensku; útivistarbraut sem kallast Hafið, fjöllin og þú, og hugmyndabraut sem kallast Hugmyndir, heimurinn og þú. Stefnt er á þriðju brautina, sem yrði alþjóðleg. „Sem yrði þá kennd á ensku. Vinnuheitið er „Living in the Arctic“ þar sem við ætlum aðeins að færa út kvíarnar og fara svolítið að skoða og nýta okkur þetta „arctic“ umhverfi sem við í rauninni búum við,“ segir skólastjórinn. Með skólanum bætast um þrjátíu ungmenni á aldrinum 18 til 35 ára inn í samfélagið yfir veturinn og Flateyringar fagna. Kristín Pétursdóttir kennari, til hægri, snæðir hádegisverð með nemendum í Gunnukaffi, sem þjónar sem mötuneyti skólans.Egill Aðalsteinsson „Þessi skóli er búinn að lífga þvílíkt upp á þennan bæ. Gaman líka að sjá hvað nemendur eru að setjast hér að eftir skólann,“ segir Önfirðingurinn Kristín Pétursdóttir frá Ingjaldssandi, kennari við Lýðskólann. „Við erum komin með einhverja níu nemendur sem eru orðnir Flateyringar eftir fyrstu tvö árin. Þannig að við sjáum bara hvað gerist eftir þetta skólaár,“ segir Ingibjörg skólastjóri. Nánar er fjallað um skólann og mannlíf á Flateyri í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Skóla - og menntamál Ísafjarðarbær Byggðamál Norðurslóðir Um land allt Tengdar fréttir Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. 3. desember 2020 21:51 Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala. 2. desember 2020 22:46 Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Sjá meira
Í frétt Stöðvar 2 mátti sjá Ölduna ÍS-47 sigla inn til hafnar á Flateyri, þó ekki með fisk heldur með nemendahóp Lýðskólans á Flateyri, að koma úr lifandi kennslustund um hafið hjá skipstjóranum. „Já, ég er allt í einu orðinn hluti af kennslunni og gaman að taka þátt í því. Það er alveg bara frábært. Þetta gefur mikið líf hérna í þorpið,“ segir Gísli Jón Kristjánsson skipstjóri. Gísli Jón Kristjánsson, skipstjóri á Öldunni ÍS-47. Nemendur fyrir aftan á bryggjunni eftir vettvangsferð á skipinu um Önundarfjörð.Egill Aðalsteinsson En hvernig hentar Flateyri fyrir skóla sem þennan? „Mjög vel. Flateyri er fullkominn staður fyrir lýðskóla,“ svarar Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri. Nemendur eru flestir Íslendingar. Tvær námsbrautir eru kenndar á íslensku; útivistarbraut sem kallast Hafið, fjöllin og þú, og hugmyndabraut sem kallast Hugmyndir, heimurinn og þú. Stefnt er á þriðju brautina, sem yrði alþjóðleg. „Sem yrði þá kennd á ensku. Vinnuheitið er „Living in the Arctic“ þar sem við ætlum aðeins að færa út kvíarnar og fara svolítið að skoða og nýta okkur þetta „arctic“ umhverfi sem við í rauninni búum við,“ segir skólastjórinn. Með skólanum bætast um þrjátíu ungmenni á aldrinum 18 til 35 ára inn í samfélagið yfir veturinn og Flateyringar fagna. Kristín Pétursdóttir kennari, til hægri, snæðir hádegisverð með nemendum í Gunnukaffi, sem þjónar sem mötuneyti skólans.Egill Aðalsteinsson „Þessi skóli er búinn að lífga þvílíkt upp á þennan bæ. Gaman líka að sjá hvað nemendur eru að setjast hér að eftir skólann,“ segir Önfirðingurinn Kristín Pétursdóttir frá Ingjaldssandi, kennari við Lýðskólann. „Við erum komin með einhverja níu nemendur sem eru orðnir Flateyringar eftir fyrstu tvö árin. Þannig að við sjáum bara hvað gerist eftir þetta skólaár,“ segir Ingibjörg skólastjóri. Nánar er fjallað um skólann og mannlíf á Flateyri í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Skóla - og menntamál Ísafjarðarbær Byggðamál Norðurslóðir Um land allt Tengdar fréttir Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. 3. desember 2020 21:51 Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala. 2. desember 2020 22:46 Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Sjá meira
Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11
Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. 3. desember 2020 21:51
Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala. 2. desember 2020 22:46
Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46