Argentínskur þingmaður vill setja Maradona á peningaseðil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2020 07:31 Diego Maradona með heimsbikarinn eftir sigurinn á HM í Mexíkó 1986. Getty/Peter Robinson Argentína hefur verið í sárum síðan að þjóðin missti goðsögnina sína Diego Armando Maradona í lok nóvember og Argentínumenn hafa verið duglegir að heiðra sína stærstu fótboltahetju. Diego Armando Maradona var eins og guð í heimalandinu og missir argentínsku þjóðarinnar er því mikill þegar hann lést 25. nóvember síðastliðinn. Þingmaður að nafni Norma Durango í Argentínu vill ganga mjög langt í því að tryggja minningu Maradona og heimsmeistaratitilsins frá 1986. Umræddur þingmaður hefur lagt það til að Maradona verði settur á peningaseðil en hann hefur lagt inn þingstillögu um málið. Argentina moves to put Diego Maradona on bank notes: https://t.co/6IedrdxvST— Andrew Downie (@adowniebrazil) December 8, 2020 Þingmaðurinn vill að mynd af Maradona verði sett á þúsund pesa seðilinn en hann jafngildir rétt rúmlega 1500 íslenskum krónum. Myndin sem kemur til greina er myndin af Maradona að skora með hendi guðs á móti Englandi í átta liða úrslitunum á HM í Mexíkó 1986. Auðvitað er einnig líklegt að mynd af Maradona með heimsbikarinn eða að skora hið magnaða seinna mark á móti Englandi kæmu báðar sterklega til greina. Norma Durango segir að þessi tillaga sé ekki aðeins sett fram til heiðra minningu Maradona því að hún sé einnig hagsýn. „Þessi hugmynd er ekki aðeins sett fram til að heiðra okkar mikilvægustu hetju heldur er þetta einnig spurning um peninga. Okkur finnst að ferðamenn myndu vilja taka Maradona seðilinn aftur með sér heim,“ sagði Norma Durango. Norma Durango segist hafa fengið mikil viðbrögð við tillögunni þó að allir séu ekki sammála henni. Myndin á þúsund pesa seðlinum í dag er af þjóðarfuglinum, hinum rauða ofnfugli eða Rufous hornero. Andlát Diegos Maradona Argentína Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Sjá meira
Diego Armando Maradona var eins og guð í heimalandinu og missir argentínsku þjóðarinnar er því mikill þegar hann lést 25. nóvember síðastliðinn. Þingmaður að nafni Norma Durango í Argentínu vill ganga mjög langt í því að tryggja minningu Maradona og heimsmeistaratitilsins frá 1986. Umræddur þingmaður hefur lagt það til að Maradona verði settur á peningaseðil en hann hefur lagt inn þingstillögu um málið. Argentina moves to put Diego Maradona on bank notes: https://t.co/6IedrdxvST— Andrew Downie (@adowniebrazil) December 8, 2020 Þingmaðurinn vill að mynd af Maradona verði sett á þúsund pesa seðilinn en hann jafngildir rétt rúmlega 1500 íslenskum krónum. Myndin sem kemur til greina er myndin af Maradona að skora með hendi guðs á móti Englandi í átta liða úrslitunum á HM í Mexíkó 1986. Auðvitað er einnig líklegt að mynd af Maradona með heimsbikarinn eða að skora hið magnaða seinna mark á móti Englandi kæmu báðar sterklega til greina. Norma Durango segir að þessi tillaga sé ekki aðeins sett fram til heiðra minningu Maradona því að hún sé einnig hagsýn. „Þessi hugmynd er ekki aðeins sett fram til að heiðra okkar mikilvægustu hetju heldur er þetta einnig spurning um peninga. Okkur finnst að ferðamenn myndu vilja taka Maradona seðilinn aftur með sér heim,“ sagði Norma Durango. Norma Durango segist hafa fengið mikil viðbrögð við tillögunni þó að allir séu ekki sammála henni. Myndin á þúsund pesa seðlinum í dag er af þjóðarfuglinum, hinum rauða ofnfugli eða Rufous hornero.
Andlát Diegos Maradona Argentína Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Sjá meira